Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 4. september 2008
Prenta
Uppsláttur fyrir grunni hafin á Finnbogastöðum.
Nú í dag er byrjað að slá upp fyrir grunninum að nýju húsi á Finnbogastöðum.
Arinbjörn Bernharðsson er yfirsmiður að hinni nýju byggingu.Arinbjörn er frá Norðurfirði hér í sveit en er húsasmíðameistari í Reykjavík.
Þann 25 ágúst komu þrýr vörubílar frá Hólmavík og keyrðu malarefni í grunnin í undirstöður undir sökkla og eins steypuefni.Sement og steypustyrktarjárn og annað efni kom með flutningabíl Strandafraktar fyrir nokkru.
Það gæti orðið að grunnurinn yrði steyptur um helgina hjá Guðmundi bónda Þorsteinssyni.
Þá skal minnt á reikningsnúmer vegna söfnunarinnar sem er:1161-26-001050 ke-451089-2509.