Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 12. ágúst 2008 Prenta

Frá ferð á Hornstrandir.

Fólk flutt í land í Bolungarvík.
Fólk flutt í land í Bolungarvík.
1 af 5

Farið í ferð með Sædísinni ÍS 67 norður á Hornstrandir.

Lagt var á stað frá Norðurfirði um kl 09:30 í morgun  með útlendinga og siglt fyrir Krossnes og Veturmýarnes og stefnan tekin inn Ófeigsfjarðaflóa fyrir Drangaskörð og Geirólfsgnúp og til Bolungarvíkur,þar sem ferðalangar voru settir í land,sem ætluðu að ganga lengra norður á Strandir.Þar blasa fjöllin Ernir og Straumnesfjall við.

Síðan var haldið til baka frá Bolungarvík nyrðri fram hjá Furufirði og Þaralátursfirði og inn Reykjarfjörðin þar sem lagst var að bryggju sem er úbúin við klettabelti í vestri hluta fjarðarins.Þar var losaður smá flutningur og tekið fólk um borð sem ætlaði til baka á Norðurfjörð.

Þá var haldið fyrir Geirólfsgnúp og til Dranga þar sem fólk var sótt í land á slöngubát,þá voru allir komnir um borð í Sædísina sem ætluðu til Norðurfjarðar.

 

Mikil aðsókn hefur verið í ferðir Reimars Vilmundarsonar á Sædísinni á Hornstrandir í sumar og er hann búin að flytja um 1680 farþega og á eftir að flytja um 120 manns.

Að sögn Reimars verða þetta um og yfir 1800 farþegar í sumar og fjölgunin milli ára yfir hundrað manns.Síðasta ferð í sumar verður farin 20 ágúst og er það aðeins seinna enn í fyrra.

 

Reimar er búin að skemma skrúfuna tvisvar í sumar vegna rekaviðs sem marar í hálfu kafi og sést ílla og hefur lent í skrúfublöðin,og búin að fara í slipp einu sinni til að láta skipta um skrúfublöð.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Edda við að sparsla og pússa.20-04-2009.
  • Mundi í gatinu.
  • Þakpappi komin á allt húsið 18-11-08.
  • Mikið til búið að klæða þak.12-11-08.
  • Sigursteinn í Litlu-Ávík sagar í uppistöður fyrir Guðmund.01-07-08.
Vefumsjón