Fleiri fréttir

| þriðjudagurinn 19. ágúst 2008 Prenta

Fjölskyldan á Melum sópaði til sín verðlaunum

Björn bóndi sigraði á Meistaramótinu í hrútaþukli 2008.
Björn bóndi sigraði á Meistaramótinu í hrútaþukli 2008.
Fjölskyldan frá Melum var sigursæl á Meistaramótinu í hrútaþukli sem fram fór á Hólmavík á sunnudaginn. Björn bóndi Torfason hlaut aðalverðlaunin, sem Kristján Albertsson á Melum II hefur unnið síðustu tvö árin. Björn sigraði einmitt þegar keppnin var haldin í fyrsta sinn, árið 2003.

Melabændur hafa því hampað titlinum samtals fjórum sinnum á sex árum. Mótið var haldið á vegum Sauðfjársseturs á Ströndum undir stjórn Jóns Viðars Jónmundssonar ráðunauts. Góð þátttaka og mikill áhugi var á mótinu, enda yfirlýst markmið að hrútaþukl verði keppnisgrein á Ólympíuleikunum í London árið 2012.

Árný Björnsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði í flokki óvanra og Guðmundurn Björnsson bróðir hennar vann bronsverðlaun.

Frábær árangur, en kemur ekki allskostar á óvart, enda Melabændur þekktir fyrir frábæran árangur við sauðfjárrækt. En á Melum er sem sagt ekki bara ræktað fyrsta flokks sauðfé, heldur líka fyrsta flokks bændur framtíðarinnar!

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Allir í kaffi í Bæ hjá Guðbjörgu systur Munda.
  • Úr sal.Gestir.
  • Úlfar og Gulli fara á slöngubátnum út í Agnesi að ná í dráttartóg.
  • Gunnar Njálsson-Gestur Sveinbjörnsson og Áslaug Guðmundsdóttir.
  • Byrjað að reisa húsið.27-10-08.
Vefumsjón