Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 16. ágúst 2008 Prenta

Mikið sagað af timbri og afgreitt.

Timbur í Skessuhelli-Skúli R Hilmarsson.
Timbur í Skessuhelli-Skúli R Hilmarsson.
1 af 2

 

Mikið að gera í sögunarskemmunni í Litlu-Ávík.

Sigursteinn Sveinbjörnsson í Litlu-Ávík hefur haft nóg að saga úr rekavið eftir heyskap

Talverðar pantanair lágu fyrir,svo sem að saga í sperrur í viðbót í sumarhús að Svanshóli í Bjarnarfirði enn búið var að saga í klæðningu í það í vor og í fyrra.

 

Einnig var sagað fyrir Reykjanesbæ vegna Skessuhellis við smábátabryggjuna í Keflavík,enn það verkefni er Norðanbál með og kom Skúli R Hilmarsson að sækja það efni.

Þessi Skessuhellir verður opnaður á svonefndri Ljósanótt í fyrstu viku september.

 

Þá var sagað í um 500 staura en annað eins var til,1000 staurar voru sóttir á bíl úr Vestur Húnavanssýslu á föstudaginn

.

Ennfremur var sagað efni í Melaréttina fyrir sveitarfélagið Árneshrepp,en það þarf að gera réttina upp að hluta.

Og enn berast pantanir,hvort meira sé hægt að saga fyrir smalamenskur og leitir kemur í ljós.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Ragna-Badda og Bía.
  • Mynd frá Skúla Alexandersyni: sem hann sendi vefnum af hafísþökum á Reykjarfirði 1965.
  • Það stærsta og besta af viðnum verður tekinn.
  • Fyrsti flotinn verður skilin eftir út á rúmsjó meðan að verða sóttar fleyri ferðir í fjöruna.
  • Oddný Oddviti heldur ræðu.
Vefumsjón