Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 17. september 2008 Prenta

Hvassviðrið í nótt.

Úrkoman í morgun.Kort VÍ.
Úrkoman í morgun.Kort VÍ.
1 af 2

  Mikið hvassviðri var frá því í gærkveldi og fram á morgun hér í hreppnum sem og annarsstaðar.

Ekki er vitað um neitt tjón hér í Árneshreppi nokkrir steinar ultu á vegi enda miklu minni úrkoma hér en annarsstaðar á Vestfjörðum.

Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík mældist úrkoman tæpir 23 mm.

Vindur var frá hásuðri til suðsuðausturs,í síðasta veðurskeyti frá Litlu-Ávík kl 21.00 í gærkvöld var SSA 19 m/s og mestakviða 24 m/s.Nú í morgun kl 06.00 var SSA 20 m/s og mesta kviða 29 m/s.

Á sjáfvirku stöðinni á Gjögurflugvelli var mesti vindurin um miðja nótt.eða kl 03.00 voru S 29 m/s í jafnavind og mesta kviða 43 m/s,var það mesti vindur sem mældist þar í þessu veðri.Og kl 04.00 eru S 29 m/s og mesta kviða er þá 42 m/s,og fer þá að draga verulega úr vindi eftir það.

Það má segja að Árneshreppur  hafi sloppið vel í þessu veðri þótt fólk hafi oft hrokkið upp í nótt í stormkviðunum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Sement sett í.06-09-08.
  • Mikil froða eða (sælöður),myndaðist í Ávíkinni í miklu brimi í óveðrinu 10. september 2012,engu líkara var en helt hefði verið fleiri þúsund lítrum af sápu í sjóinn.
  • Höfnin í Norðurfirði 16-03-2005.
Vefumsjón