Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. október 2008
Prenta
Enn er rafmagnslaust í Árneshreppi.
Nú eru viðgerðarmenn frá Orkubúinu á Hólmavík að útbúa sig aftur til að fara upp á Trékyllisheiði og þá norður fyrir björgunarskýlið og í norður til Djúpavíkur,
en áður voru þeyr búnir að fara frá skýlinu og til Bólstaðar í Selárdal.
Í dag var talið að línan væri heil fyrir norðan Djúpavík.
En og aftur er slitið til Drangsnes og nú brotnuðu staurasamstæður,en miklar bilanir hafa verið á Drangsneslínu frá því snemma í morgun.Mikil ísing er á þessum slóðum.
Vefurinn Litlihjalli lætur vita þegar rafmagn kemur á aftur í nótt eða á morgun.
Rafmagn fór af Árneshreppi um kl 10:25 í morgun.