Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. október 2008
Prenta
Rafmagnslaust í Árneshreppi.
Rafmagn fór af Árneshreppi um kl 10:25 í morgun,samkvæmt viðtali við Orkubú Vestfjarða á Hólmavík er verið að athuga línur og spennistöð í Selárdal í Steingrímsfirði áður en athugað er með Trékyllisheiði ef það er hægt vegna veðurs.
Dísil vélar eru keyrðar víða í hreppnum,í Litlu-Ávík er keyrt inná rafgeyma fyrir fjarskiptastöð Símans,svo sími detti ekki út því aldrei er sími eins mikið notaður og í rafmagnsleysi og eins fyrir veðurstöðina.
Dísil vélar eru keyrðar víða í hreppnum,í Litlu-Ávík er keyrt inná rafgeyma fyrir fjarskiptastöð Símans,svo sími detti ekki út því aldrei er sími eins mikið notaður og í rafmagnsleysi og eins fyrir veðurstöðina.