Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. nóvember 2008

Finnbogastaðir.

Finnbogastaðir fyrir brunann.
Finnbogastaðir fyrir brunann.
1 af 2

Hér á vefsíðunni undir Myndasafn og Finnbogastaðir Bruninn og Uppbygging,hefur vefstjóri verið að setja inn myndir frá Finnbogastöðum,frá brunanum mikla 16 júní 2008 og hreinsun þegar húsið var fellt einnig nú frá uppbyggingunni.

Nokkrar myndir koma þarna fram sem ekki hafa byrst áður undir fréttum.

Alltaf bætist við eftir því sem nýjar myndir eru teknar.

Ekki er allt komið inn núna í kvöld,en fljótlega ættu allar myndir sem til eru að vera komnar inn,þetta er seinlegt og tekur tíma.

Vonandi líkar lesendum þetta,allar Finnbogastaða myndir á einum stað.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. nóvember 2008

Fjölgun í starfsliði atvest á suðursvæði Vestfjarðakjálkans.

Frá vinstri:Þorgeir Pálsson framkvæmdastjóri ATVEST-Eyrún Sigþórsdóttir sveitarstjóri í Tálknafirði og Ragnar Jörundsson bæjarstjóri Vesturbyggðar.
Frá vinstri:Þorgeir Pálsson framkvæmdastjóri ATVEST-Eyrún Sigþórsdóttir sveitarstjóri í Tálknafirði og Ragnar Jörundsson bæjarstjóri Vesturbyggðar.
1 af 2
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hefur bætt við sig tveimur nýjum starfsmönnum á suðursvæði Vestfjarðakjálkans og eru þeir báðir staðsettir í Skor Þekkingarsetri á Patreksfirði.  Um er að ræða Guðrúnu Eggertsdóttur, sem nýlega var ráðin sem verkefnastjóri hjá atvest.  Guðrún er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og hefur starfað undanfarið á Patreksfirði við kennslu og skrifstofustörf hjá Sýslumanninum á Patreksfirði.  Guðrún hefur komið að stofnun og rekstri fyrirtækja og unnið að markaðsáætlanagerð.  Starfssvið hennar verður nokkuð vítt og spannar m.a. hugmyndavinnu með frumkvöðlum og gerð viðskiptaáætlana auk almennrar ráðgjafar.
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 6. nóvember 2008

Áfram unnið við húsið á Finnbogastöðum.

Sigursteinn og Axel smiður og Íngólfur.
Sigursteinn og Axel smiður og Íngólfur.

Smiðirnir Ástbjörn Jensson og Axel Már Smith sem eru úr Reykjavík byrjuðu aftur að vinna við húsið á Finnbogastöðum seint á þriðjudaginn eftir langt helgarfrí.

Nokkrir heimamenn eru nú að vinna með smiðunum eins og oftast hefur verið.

Kannski klárast í dag að setja sperrur,þetta er mikil vinna við minni sperrurnar og endana nóg er af hornunum á þakinu og seinleg vinna að stilla allt af.

Talsvert er enn í að húsið teljist fokhelt.

Yfirsmiðurinn Ástbjörn snéri sig á ökla og varð að fara til læknis á Hólmavík í morgun,en Ási er óbrotin að mati læknis en verður að vera með hækju.

Mjög hvasst var í gærmorgun,en hægviðri í dag bara blíða.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. nóvember 2008

Yfirlit yfir veðrið í Október 2008.

Stórsjór eða Hafrót urðu í mánuðinum.
Stórsjór eða Hafrót urðu í mánuðinum.
1 af 2
Veðrið í Október 2008.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var umhleypingasamur og oft hvassviðri og einnig úrkomusamur.

Vindur náði 12 vindstigum eða 35 m/s í kviðum þann 31.

Miklar skemmdir urðu af völdum Hafróts(öldugangs) um helgina 24 og 25 október á Gjögurbryggju.

Sjór flæddi einnig inn í kjallara á húsi á Gjögri og braut upp kjallaradyr.

Fyrsti snjór á láglendi var að morgni þann 1,þá flekkótt jörð,enn alhvít jörð að morgni 2,dags mánaðar
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 31. október 2008

Stormur eða Rok.

Sjóinn skefur.Myndasafn.
Sjóinn skefur.Myndasafn.

Strax í morgun gekk vindur í suðvestan storm 23 m/s og eða rok 26 m/s á stundum í jafnavind.
Vindur gekk talsvert niður uppúr hádegi í um tvo tíma,sérstaklega á Gjögurflugvelli,og flugu Ernir þá á Gjögur um kl 14:00.
Síðan er þetta orðið aftur svipað,hviður fara eins og í morgun í 35 m/s eða í tólf vindstig gömul hér á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Eftir veðurspá lægir ekkert að ráði fyrr enn á morgun.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. október 2008

Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa verður 2.nóvember.

Gjögurviti-mynd Rúnar S.
Gjögurviti-mynd Rúnar S.
Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa verður haldinn sunnudaginn 2.nóvember 2008 kl.14.00 í Bræðraminni, Kiwanishúsinu, Engjateigi 11, Reykjavík.

 

Dagskrá:

  1. Venjuleg aðalfundarstörf.
  2. Önnur mál.

 

Að loknum aðalfundi verða kaffiveitingar- verð 1500 kr.

 

  • - Frumsýndur verður fyrsti fáninn sem gerður er með merki ungmennafélagsins okkar. Leifs heppna.
  • - Að loknu kaffi verður almennt spjall og myndasýning. Sýnd verður myndin

Af síldinni öll erum orðin rík. Myndin er um Djúpavík og Ingólfsfjörð og kemur þar við sögu mikið af  hrepps búum Árneshrepps. Myndin er rúmlega 20 ára gömul. Hún verður jafnframt til sölu á aðalfundinum ásamt  Gamla brýninu heimildamynd um hlunnindabúskap í Ófeigsfirði. Auk þess verða tvær aðrar myndir til sölu: Perlan í Djúpinu, menn og dýr í eyjunni Vigur í Ísafjarðardjúpi og Á hala veraldar, Hornstrandir og jökulfirðir í nútíð og fortíð.   
Sértilboð verður á þessum myndum fyrir okkur 1.500 kr.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. október 2008

Flestar sperrur komnar á húsið.

Flestar sperrur eru nú komnar.
Flestar sperrur eru nú komnar.
Allar stærri sperrur eru nú komnar á húsið á Finnbogastöðum,en minni og tengisperrur eru eftir.
Smiðirnir ætluðu í frí í dag og fara með áætlunarvélinni frá Gjögri suður.
Flugi hefur nú verið aflýst vegna vélarbilunar í vél hjá Ernum.
Hvort smiðirnir fari á bíl suður í dag eða bíði flugs á morgun er ekki vitað.
En ekkert verður unnið í húsinu á Finnbogastöðum um helgina.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. október 2008

Síðasta ferð Strandafraktar í haust.

Flutningabíll frá Strandafrakt og Garðar bílstjóri.
Flutningabíll frá Strandafrakt og Garðar bílstjóri.
Í gær var síðasta áætlunarferð Strandafraktar á flutningabíl norður í Árneshrepp.

Ferðirnar hafa verið farnar á miðvikudögum norður frá Hólmavík en úr Reykjavík á þriðjudögum.

Fyrir utan vörur í kaupfélagið kom mikið af byggingarefni í nýbygginguna á Finnbogastöðum í gær.

Ferðir Strandfraktar hefjast á vorin í byrjun júní og hætta síðasta miðvikudag í október.

Nú í næsta mánuði koma allar vörur í kaupfélagið með flugi á Gjögur.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 29. október 2008

Byrjað að setja Sperrur.

Í kaffi í Bæ.
Í kaffi í Bæ.
1 af 3
Í morgun voru settar festingar fyrir sperrur og veggir réttir nákvæmlega af,síðan var byrjað að setja sperrur upp.Hægviðri var í dag en rigning eftir hádegið.

 

Eins og flestir vita hefur Guðmundur Þorsteinsson haldið til í Bæ eftir brunann mikla,hjá systur sinni Guðbjörgu Þorsteinsdóttur.

Guðbjörg hefur haft alla í fæði sem eru að vinna við bygginguna á Finnbogastöðum,allir fara þangað í mat og kaffi og þar halda smiðirnir til líka.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 29. október 2008

Karlshöfn fór ílla í sjóganginum.

Karlshöfn.
Karlshöfn.
1 af 2
Einkahöfn Hilmars F Thorarensen á Gjögri fór ílla í sjóganginum um síðustu helgi.

Grjótgarðurinn fremst fór niðrí innsiglinguna,en garðurinn nær landi hefur nokkurnvegin haldið sig.

Hilmar lét hlaða varnargarð fyrir nokkrum árum og kláraði að laga einkahöfnina sem faðir hans heitin var byrjaður á meðan hann var á Gjögri og eftir að þaug fluttu austur á Eskifjörð.

Áður hefur það skeð að varnargarðurinn hafi farið mjög ílla í sjógangi.

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Krossnes-20-10-2001.
  • Finnbogastaðir fyrir brunann.
  • Frá Gjögurflugvelli 27-01-2012.
  • Litla-Ávík 31-10-2007.
  • Allir í kaffi í Bæ hjá Guðbjörgu systur Munda.
  • Kjörvogur 19-08-2004.
Vefumsjón