Frá Finnbogastöðum.
Nú í dag eru pípulagningarmennirnir Hilmar Hjartarson og Gunnlaugur Jóhannesson að tengja hitatúpu,og verður hún til bráðabirgða þar til varmadæla kemur,ætlunin er að geta hitað upp þegar búið er að klæða þakið,allar hitalagnir eru í gólfinu(Plötunni),en plast er nú yfir hluta bílskúrsþaks til að verja tengigrind og túpu.
Einnig er verið að vinna í þaki við að loka á milli sperra en þar eru loftgöt á með neti í.
Ýmislgt annað er verið að vinna við og undirbúa.
Yfirsmiðurinn Ástbjörn er frekar að lagast að eigin sögn,er farin að tylla í fótin og gengur við eina hækju,en hann snéri sig á ökla nú í vikunni.
Það skal minnt á Myndaalbúmið hér til hægri undir Finnbogastaðir Bruninn og Uppbygging þar sem myndir eru í röð og dagsettar frá brunanum 16 júní og fram til dagsins í dag vegna uppbyggingarinnar á Finnbogastöðum í réttri röð.
Finnbogastaðir.
Hér á vefsíðunni undir Myndasafn og Finnbogastaðir Bruninn og Uppbygging,hefur vefstjóri verið að setja inn myndir frá Finnbogastöðum,frá brunanum mikla 16 júní 2008 og hreinsun þegar húsið var fellt einnig nú frá uppbyggingunni.
Nokkrar myndir koma þarna fram sem ekki hafa byrst áður undir fréttum.
Alltaf bætist við eftir því sem nýjar myndir eru teknar.
Ekki er allt komið inn núna í kvöld,en fljótlega ættu allar myndir sem til eru að vera komnar inn,þetta er seinlegt og tekur tíma.
Vonandi líkar lesendum þetta,allar Finnbogastaða myndir á einum stað.
Fjölgun í starfsliði atvest á suðursvæði Vestfjarðakjálkans.
Meira
Áfram unnið við húsið á Finnbogastöðum.
Smiðirnir Ástbjörn Jensson og Axel Már Smith sem eru úr Reykjavík byrjuðu aftur að vinna við húsið á Finnbogastöðum seint á þriðjudaginn eftir langt helgarfrí.
Nokkrir heimamenn eru nú að vinna með smiðunum eins og oftast hefur verið.
Kannski klárast í dag að setja sperrur,þetta er mikil vinna við minni sperrurnar og endana nóg er af hornunum á þakinu og seinleg vinna að stilla allt af.
Talsvert er enn í að húsið teljist fokhelt.
Yfirsmiðurinn Ástbjörn snéri sig á ökla og varð að fara til læknis á Hólmavík í morgun,en Ási er óbrotin að mati læknis en verður að vera með hækju.
Mjög hvasst var í gærmorgun,en hægviðri í dag bara blíða.
Yfirlit yfir veðrið í Október 2008.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn var umhleypingasamur og oft hvassviðri og einnig úrkomusamur.
Vindur náði 12 vindstigum eða 35 m/s í kviðum þann 31.
Miklar skemmdir urðu af völdum Hafróts(öldugangs) um helgina 24 og 25 október á Gjögurbryggju.
Sjór flæddi einnig inn í kjallara á húsi á Gjögri og braut upp kjallaradyr.
Fyrsti snjór á láglendi var að morgni þann 1,þá flekkótt jörð,enn alhvít jörð að morgni 2,dags mánaðarMeira
Stormur eða Rok.
Strax í morgun gekk vindur í suðvestan storm 23 m/s og eða rok 26 m/s á stundum í jafnavind.
Vindur gekk talsvert niður uppúr hádegi í um tvo tíma,sérstaklega á Gjögurflugvelli,og flugu Ernir þá á Gjögur um kl 14:00.
Síðan er þetta orðið aftur svipað,hviður fara eins og í morgun í 35 m/s eða í tólf vindstig gömul hér á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Eftir veðurspá lægir ekkert að ráði fyrr enn á morgun.
Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa verður 2.nóvember.
Dagskrá:
- Venjuleg aðalfundarstörf.
- Önnur mál.
Að loknum aðalfundi verða kaffiveitingar- verð 1500 kr.
- - Frumsýndur verður fyrsti fáninn sem gerður er með merki ungmennafélagsins okkar. Leifs heppna.
- - Að loknu kaffi verður almennt spjall og myndasýning. Sýnd verður myndin
Af síldinni öll erum orðin rík. Myndin er um Djúpavík og Ingólfsfjörð og kemur þar við sögu mikið af hrepps búum Árneshrepps. Myndin er rúmlega 20 ára gömul. Hún verður jafnframt til sölu á aðalfundinum ásamt Gamla brýninu heimildamynd um hlunnindabúskap í Ófeigsfirði. Auk þess verða tvær aðrar myndir til sölu: Perlan í Djúpinu, menn og dýr í eyjunni Vigur í Ísafjarðardjúpi og Á hala veraldar, Hornstrandir og jökulfirðir í nútíð og fortíð.
Sértilboð verður á þessum myndum fyrir okkur 1.500 kr.
Flestar sperrur komnar á húsið.
Smiðirnir ætluðu í frí í dag og fara með áætlunarvélinni frá Gjögri suður.
Flugi hefur nú verið aflýst vegna vélarbilunar í vél hjá Ernum.
Hvort smiðirnir fari á bíl suður í dag eða bíði flugs á morgun er ekki vitað.
En ekkert verður unnið í húsinu á Finnbogastöðum um helgina.
Síðasta ferð Strandafraktar í haust.
Ferðirnar hafa verið farnar á miðvikudögum norður frá Hólmavík en úr Reykjavík á þriðjudögum.
Fyrir utan vörur í kaupfélagið kom mikið af byggingarefni í nýbygginguna á Finnbogastöðum í gær.
Ferðir Strandfraktar hefjast á vorin í byrjun júní og hætta síðasta miðvikudag í október.
Nú í næsta mánuði koma allar vörur í kaupfélagið með flugi á Gjögur.