Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 12. nóvember 2008 Prenta

Lögreglan á Vestfjörðum - Fíkniefnamálefni.

Mynd með frétt.Mynd BB.ís.
Mynd með frétt.Mynd BB.ís.

Í gærdag handtók lögreglan á Vestfjörðum tvo menn sem voru að koma með áætlunarflugi til Ísafjarðar frá Reykjavík.  Þeir voru grunaðir um að hafa fíkniefni í fórum sínum. Við leit á mönnunum fannst lítilræði af kannabisefnum og ætluðu amfetamíni.  Mönnunum var sleppt að yfirheyrslu lokinni.  Þeir hafa báðir komið við sögu lögreglu áður.

Á árinu 2008 hefur lögreglunni á Vestfjörðum orðið vel ágengt í fíkniefnaeftirliti.  Það sem af er þessu ári hefur lögreglan  lagt hald á 800 grömm af fíkniefnum í 41 haldlagningu.  Til samanburðar hefur að meðalatali verið lagt hald á um 220 grömm af fíkniefnum í 22 haldlagningum, undanfarin 5 ár.   

Lögreglan á Vestfjörðum hvetur almenning til að vera vel á varðbergi og veita allar upplýsingar um fíkniefnameðhöndlun, því ekkert verður gefið eftir gagnvart fíkniefnadreifingu  í umdæminu. Þeir sem hafa slíkar upplýsingar vinsamlegast hafi samband í síma lögreglunnar á Vestfjörðum  450 3730 eða símsvara lögreglunnar og tollgæslunnar á landsvísu 800 5005. 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Járnabinding er komin í grunn.29-09-08.
  • Í Trékyllisvík 15-03-2005.
  • Munaðarnes-Drangaskörð í baksýn-2003.
  • Frá brunanum.
  • Séð til Gjögurs af Reykjaneshyrnu.Reykjanesrimar.
Vefumsjón