Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 11. nóvember 2008 Prenta

Byrjað að klæða þakið á Finnbogastöðum.

Mundi kíkir og fylgist með.
Mundi kíkir og fylgist með.
1 af 2

Í dag var byrjað að klæða þakið.

Nú í dag var hægt að byrja að klæða þakið á hinu nýja húsi að Finnbogastöðum.

Vegna veðurs um helgina var það ekki hægt vegna,hvassviðris og leiðindaveðurs og í gær snjókomu,en eftir hádegi var veður farið að ganga niður og minkandi éljaveður,og var þá byrjað að klæða þakið.

Um helgina var ýmislegt gert og undirbúið og fyrir utan að píparar tengdu hitatúpu,var rotþróin sett niður og lagnir að henni,enn búið var að grafa fyrir henni löngu áður,og frostlaust var og auð jörð á sunnudag til að tengja hana við lagnir og moka yfir.

Í dag tók fréttaritari Litlahjalla nokkrar myndir og eru þær komnar í Myndasafn vefsíðunnar undir,Finnbogastaðir-Bruninn og Uppbygging.

 

Ég vil minna á Áfram Finnbogastaðir þar sem Hrafn Jökulsson hefur bætt inn um ferli uppbyggingarinnar á Finnbogastöðum, á netfanginu http://www.trekyllisvik.blog.is/


Og minnt er á söfnunina Áfram Finnbogastaðir sem enn er í fullum gangi:

Söfnunarnúmerið er.=1161-26-001050-ke 451089-2509.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Gjögurviti-byggður 1921 hæð 24 m.-2001.
  • Ágúst Guðjónsson sér um blöndunina..06-09-08.
  • Oddný Oddviti heldur ræðu.
  • Jón G Guðjónsson situr á jaka útá Hjallskerum. Mynd RAX.
Vefumsjón