Jóladagatal Strandamanna.
Upplýsingar hjá:
Kristínu S Einarsdóttur 4513585 og 8673164 og netfangið er stina@holmavík.is
Í síðustu viku voru tveir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Vestfjörðum en annar þeirra ók um Hnífsdalsveg á 114 km hraða en þar er hámarkshraði 80 km/klst. Eitt umferðaróhapp var tilkynnt, en það var minniháttar árekstur innanbæjar á Patreksfirði. Í lok vikunnar voru þrír ökumenn stöðvaðir fyrir meintan akstur undir áhrifum fíkniefna. Tveir þeirra voru á ferð á Ísafirði en einn var stöðvaður á Patreksfirði. Á fimmtudaginn var óskað aðstoðar björgunarsveitarinnar Kóps á Bíldudal vegna rjúpnaskyttu sem hafði villst. Maðurinn var í símasambandi við björgunarsveitarmenn sem náðu að finna manninn og aðstoða hann við að komast niður af fjöllum en þarna voru klettabelti og brattar fjallshlíðar sem voru hættulegar yfirferðar.
Fram yfir helgi verður vestlæg átt ríkjandi að mestu leiti á Grænlandssundi og því mun ísinn færast enn nær landi. Reikna má með að stakir jakar og rastir komi inn á Vestfjarðamið á næstunni og jafnvel nokkuð þéttur ís.
Sjávarhitinn á þessum slóðum er um 4°-5°C og því má búast við að ís bráðni frekar hægt.
Eins og ávallt eru sjófarendur beðnir um að fara að öllu með gát. Einnig er rétt að hafa í huga að gervihnattamyndin hér að neðan gefur hugmynd um hafísröndina, en stakar jakir og rastir geta verið út fyrir hafísröndina sem teiknuð er inn á myndina.
Hér er einnig mynd frá Jarðvísindastofnun Háskólans sem er frá því í dag og er hætt við að ísinn sé enn nær landi en mynd Veðurstofunnar sínir,eða stöku jakar.
Síðast var sagt hér á fréttasíðunni frá uppbyggingunni á Finnbogastöðum þann 13 nóvember.
Þá voru smiðir að fara í helgarfrí,en nú er allt á fullu aftur,unnið er úti ef veður leifir annars inni vegna mislyndra veðra.
Nú er nýr ljósastaur komin á sinn stað,enn Orkubúsmenn settu hann upp þann 13 nóv.
Á mánudag voru settar útihurðir og fleyra,í gær var hægt að klára að setja tjörupappann á þakið.
Og í dag er verið að ganga frá hurðum og kannski byrjað að setja stóru bílskúrsdyrnar upp,þannig að húsið verður lokað í dag.
Snjóél eru í dag eftir hádegi.
Nokkrar myndir í viðbót eru nú komnar inná Finnbogastaðir-bruninn og uppbygging.
Út er komin hjá Vestfirska Forlaginu bókin Lífvörður Jörundar Hundadagakóngs,eftir Guðlaug Gíslason.Sagan af Jónasi Jónssyni bónda í Litlu-Ávík á Ströndum konum hans og börnum,og er þetta heimildasaga.
Guðlaugur Gíslason er fæddur á Steinstúni hér í Árneshreppi árið 1929.
Foreldrar hans voru Gísli Guðlaugsson og Gíslína Vilborg Valgeirsdóttir ábúendur á Steinstúni.
Í bók þessari segir Guðlaugur sögu sem að ýmsu leyti má kalla einstaka og gerðist í Árneshreppi á Ströndum og spannar á einhvern hátt alla nítjándu öldina og vel það.
Reyndar berst sögusviðið út fyrir mörk Árneshrepps um tíma.
Hér er um að ræða söguna af Jónasi Jónssyni,sem kenndur var við Litlu-Ávík,konum hans og börnum.
Jónas og Sesselja kona hans voru dæmd fyrir sauðaþjófnað heima í héraði.
Í héraðsdómnum segir:
“Jónas Jónsson og Sesselja Jónsdóttir skulu án allrar vægðar pískast við kagan.
Síðan burtsendist Jónas til að erfiða í járnum í Kaupmannahafnar Festingu en Sesselja í Tugthúsinu í Cristianshöfn,bæði þeirra lífstíð.”
Í landsyfirréttinum var héraðsdómurinn yfir Jónasi algjörlega staðfestur en dómurinn yfir Sesselju mildaður þannig að hún var dæmd til eins árs erfiðis í Íslands tugthúsi.
Af einhverjum ástæðum voru þau Jónas og Sesselja bæði vistuð í Íslands tugthúsi í nokkur ár.
Jónas varð svo einn af lífvörðum Jörundar hundadagakóngs sem hér ríkti um stutt skeið árið 1809.Mega það teljast undarleg örlög.
“Segir í kynningu bókar”
Í síðustu viku urðu fjögur umferðaróhöpp á Vestfjörðum. Um kl. 14:00 á mánudeginum valt bifreið út af veginum um Breiðadal í Önundarfirði. Ökumaður og þrír farþegar voru í bifreiðinni og voru allir fluttir með sjúkrabifreið á sjúkrahúsið á Ísafirði. Ekki er talið að neinn þeirra hafi verið alvarlega slasaður. Þá valt bifreið út af veginum um Súgandafjörð á miðvikudaginn. Ökumaður var einn í bifreiðinni og reyndist ekki mikið slasaður. Á föstudagskvöldið kl. 20:30 fór bifreið út af veginum í Álftafirði og hafnaði í sjónum. Ökumaður og farþegi náðu að komast í land af sjálfsdáðum, nokkuð kaldir og þrekaðir. Þessir aðilar voru fluttir á sjúkrahúsið á Ísafirði þar sem þeir voru lagðir inn til eftirlits. Bifreiðarnar sem komu við sögu í þessum óhöppum voru allar fluttar óökuhæfar af vettvangi. Þessu til viðbótar fór fiskflutningabifreið út af veginum um Tungudal í Skutulsfirði á laugardaginn. Engin slys urðu þar og ekki vitað um skemmdir á bifreiðinni.
Í vikunnu voru fjórir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur, flestir í nágrenni við Ísafjörð. Sá sem hraðast ók var kærður fyrir að aka á 109 km hraða þar sem hámarkshraði er 80 km/klst.
Þá voru þrír ökumenn stöðvaðir á Ísafirði í vikunni fyrir meintan akstur undir áhrifum fíkniefna.