Áfram unnið við húsið á Finnbogastöðum.
Smiðirnir Ástbjörn Jensson og Axel Már Smith sem eru úr Reykjavík byrjuðu aftur að vinna við húsið á Finnbogastöðum seint á þriðjudaginn eftir langt helgarfrí.
Nokkrir heimamenn eru nú að vinna með smiðunum eins og oftast hefur verið.
Kannski klárast í dag að setja sperrur,þetta er mikil vinna við minni sperrurnar og endana nóg er af hornunum á þakinu og seinleg vinna að stilla allt af.
Talsvert er enn í að húsið teljist fokhelt.
Yfirsmiðurinn Ástbjörn snéri sig á ökla og varð að fara til læknis á Hólmavík í morgun,en Ási er óbrotin að mati læknis en verður að vera með hækju.
Mjög hvasst var í gærmorgun,en hægviðri í dag bara blíða.