Námskeið um fjármál og fjármálalæsi.
Miðvikudaginn 26. nóvember n.k. verður haldið námskeið um fjármál heimilanna í samstarfi Fræðslumiðstöðvar, Félagsmálaskóla alþýðu, Verkalýðsfélags Vestfirðinga, Ísafjarðarbæjar, Vesturbyggðar og Strandabyggðar. Þar verður fjallað um þætti eins og greiðslubyrði lána, geiðsluerfiðleika, verðbólgu, sparnað og heimilisbókhald.
Námskeiðið verður haldið í húsakynnum Fræðslumiðstöðvarinna að Suðurgötu 12 og fjarkennt til Hólmavíkur og Patreksfjarðar. Það hefst kl. 18.00 og stendur til 21.00. Kennari er Henný Hinz hagfræðingur ASÍ.
Fjarfundur á Hólmavík verður í Þróunarsetrinu að Höfðagötu 3 Hólmavík, á fyrstu hæð.
Námskeiðið er frítt en nauðsynlegt er að skrá sig.
Það má gera hér:
http://www.frmst.is/index.php/namskeid/texti/fjarmalalaesi_fjarmal_heimilanna/
--------------------------------------------------------------
Fræðslumiðstöð Vestfjarða, kt. 511199-2049
Höfðagata 3
510- Hólmavík
Sími: 451-0080
Fax: 456-5066
Netfang: kristin@frmst.is
Veffang: http://www.frmst.is/