Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 24. nóvember 2008 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 17.-23. nóvember 2008.

Lögreglan.is
Lögreglan.is

Í síðustu viku voru tveir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Vestfjörðum en annar þeirra ók um Hnífsdalsveg á 114 km hraða en þar er hámarkshraði 80 km/klst.   Eitt umferðaróhapp var tilkynnt, en það var minniháttar árekstur innanbæjar á Patreksfirði.  Í lok vikunnar voru þrír ökumenn stöðvaðir fyrir meintan akstur undir áhrifum fíkniefna.   Tveir þeirra voru á ferð á Ísafirði en einn var stöðvaður á Patreksfirði.  Á fimmtudaginn var óskað aðstoðar björgunarsveitarinnar Kóps á Bíldudal vegna rjúpnaskyttu sem hafði villst.  Maðurinn var í símasambandi við björgunarsveitarmenn sem náðu að finna manninn og aðstoða hann við að komast niður af fjöllum en þarna voru klettabelti og brattar fjallshlíðar sem voru hættulegar yfirferðar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Kristján Guðmundsson grefur fyrir kapli og ljósastaur.13-11-08.
  • Lagðar lagnir í grunn.24-09-08.
  • Jón Guðbjörn sendir veðurskeyti.
  • Kristín í eldhúsinu.
  • Ásbjörn Þorgilsson grefur fyrir grunninum.22-08-08.
Vefumsjón