Ferðamál til framtíðar.
Félagsheimilinu á Bíldudal
laugardaginn 22. nóvember 2008
Kl. 09.45 Húsið opnað, kaffi á könnunni.
Kl. 10.00 Málþingið sett. Skjöldur Pálmason, formaður atvinnumálanefndar.
Kl. 10.10 Ferðaþjónusta í dreifbýli – Niðurstöður könnunar meðal ferðamanna á Vestfjörðum sumarið 2008. Alda Davíðsdóttir, ferðamálafræðingur Rannsókna- og fræðaseturs HÍ á Vestfjörðum.
Kl. 10.30 Ferðaþjónusta í Vestur-Barðastrandarsýslu – fræði og raunveruleiki.
Úlfar Thoroddsen, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar.
Kl. 10.45 Vegakerfið á suðursvæði Vestfjarða.
Magnús Valur Jóhannsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar.
Kl. 11.00 Kynning á stoðgreinum ferðaþjónustunnar. Þorgeir Pálsson, frkvstj. atvest.
Kl. 11.15 Þróun ferðaþjónustu síðustu tveggja ára, framtíðarsýn og sóknarfæri. Fulltrúi Ferðamálafélags Barðastrandarsýslu.
Kl. 11.30 Matartengd ferðaþjónusta. Ásgerður Þorleifsdóttir, atvest.
Kl. 11.45 Ferðamál í nútíð og framtíð. Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri í Vesturbyggð.
Kl. 12.00 Hádegishlé. Boðið upp á sjávarréttasúpu úr Arnarfirði.
Kl. 13.00 Stuttmyndin Willtir Westfirðir.
Kl. 13.45 Unnið í fimm umræðuhópum:
1 Hvaða ímynd viljum við hafa? Hvaða ferðamenn viljum við fá? Samvinna atvinnugreina við markaðssetningu og uppbyggingu ímyndar.
2 Hvernig nýtum við betur tækifæri sem búið er að benda á? Fuglalíf, sögu- og menningartengd ferðaþjónusta, skemmtiferðaskip, gönguferðir og fjallamennska, íþróttamót ofl.
3 Sjóferðir, siglingar.
4 Hvernig nýtum við okkur tækifæri sem felast í aukinni umferð frá Barðaströnd að Kinnarstöðum í Reykhólasveit þegar vegalagningu lýkur á þeirri leið?
5 Handverk, ferðaþjónusta og matartengd ferðaþjónusta.
Kl. 14.45 Kynning á niðurstöðum hópa.
Kl. 16.00 Þingi slitið.
Málþingið er öllum opið. Allir þeir sem hafa áhuga á ferðaþjónustu
á svæðinu eru hvattir til að mæta og taka þátt í störfum þingsins.
Nánari upplýsingar má finna á www.vesturbyggd.is og hjá atvest í Skor, þekkingarsetri á Patreksfirði í síma 490 2301 eða í netfanginu magnus@vesturbyggd.is