Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. október 2008 Prenta

Síðasta ferð Strandafraktar í haust.

Flutningabíll frá Strandafrakt og Garðar bílstjóri.
Flutningabíll frá Strandafrakt og Garðar bílstjóri.
Í gær var síðasta áætlunarferð Strandafraktar á flutningabíl norður í Árneshrepp.

Ferðirnar hafa verið farnar á miðvikudögum norður frá Hólmavík en úr Reykjavík á þriðjudögum.

Fyrir utan vörur í kaupfélagið kom mikið af byggingarefni í nýbygginguna á Finnbogastöðum í gær.

Ferðir Strandfraktar hefjast á vorin í byrjun júní og hætta síðasta miðvikudag í október.

Nú í næsta mánuði koma allar vörur í kaupfélagið með flugi á Gjögur.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki ca 20 km frá landi 14-09-2001.
  • Þá fer fyrsta hollið á stað,báturinn Agnes togar viðinn út.
  • Íshrafl í Ávíkinni 18-12-2010.
  • Borgarísjakar útaf Felli 07-04-2004.
  • Stærra brotið úr jakanum í fjörinni.18-12-2010.
Vefumsjón