Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. nóvember 2008 Prenta

Nafnasamkeppni.

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða óskar eftir Nafnsamkeppni vegna Matartengdrar ferðaþjónustu.
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða ásamt aðilum frá ferðaþjónustunni, verslunum, veitingahúsum, framleiðendum og bændum hafa að undanförnu unnið að verkefni er snýr að matvælaframleiðslu í fjórðungnum og matartengdri ferðaþjónustu. Eitt af markmiðum verkefnisins er að gera vestfirsk matvæli sýnileg og aðgengileg fyrir bæði heimamenn og ferðamenn og verður hannað vörumerki sem mun einkenna vestfiskar afurðir og verða notað í allri kynningu og markaðssetningu. Svipuð verkefni hafa verið unnin á landinu og má þar nefna Matarkistuna Skagafjörður.

Verkefninu vantar nú nafn og hefur þvi verið ákveðið að efna til nafnasamkeppni!
Nafnið þarf að hafa skírskotun til svæðisins og að sjálfsögðu til matar og mun það eins og áður segir vera notað í kynningarefni fyrir verkefnið og allri umræðu sem því fylgir.

Hugmyndir skulu sendast á netfangið atvest@atvest.is eða í síma 450 3000 fyrir mánudaginn 8.desember n.k.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Árnesstapar, séð til NV. Krossnes í baksýn. 20-01-2017.
  • Oddviti Árneshrepps Oddný Þórðardóttir heldur ræðu til afmælisbarnsins Jóns G.G. og gesta.
  • Áfram er steypt.06-09-08.
Vefumsjón