Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 18. desember 2008 Prenta

Ekki flutt inn fyrir jól.

Aðventuljós í glugga á nýbyggingunni á Finnbogastöðum.
Aðventuljós í glugga á nýbyggingunni á Finnbogastöðum.
Nú í dag 18 desember er Ástbjörn Jensson að klára að setja kjöljárnið á þakið,Sigursteinn Sveinbjörnsson í Litlu-Ávík hefur verið með honum í dag.

Þá er mest allt búið að utan,smiðurinn vinnur fram á hádegi á morgun síðan fer hann suður í jólafrí,ef eitthvað verður eftir við frágang að utan mun hann skreppa norður eftir áramót.

Nú er það deginum ljósara að ekki verður flutt inn í hið nýja hús á Finnbogastöðum fyrir jól,eins og sumir töldu að gæti orðið.

Guðmundur Þorsteinsson og börn hans tvö Linda og Steini sem verða fyrir norðan um jólin,munu halda til í Bæ hjá Guðbjörgu systur Guðmundar eins og verið hefur í sumar.

Nú er komið aðventuljós í einn gluggann á nýbyggingunni til að minna á jólin.

Nokkrar myndir hafa bæst við í myndaalbúm.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Kristján Albertsson bóndi Melum II.
  • Húsið 29-10-08.
  • Bryggjan á Gjögri.
  • Tekin grunnur 22-08-08.
Vefumsjón