Afnotagjald RÚV lagt niður.
Afnotagjaldið var 2.995 krónur á mánuði fyrir hvert heimili, eða 35.940 krónur á ári. Nýtt útvarpsgjald verður hins vegar 17.200 krónur á ári hjá hverjum þeim sem greiðir í Framkvæmdasjóð aldraðra, það er hjá þeim sem eru eldri en 16 ára og yngri en 70 ára og eru yfir skattleysismörkum. Þá munu allir skattskyldir lögaðilar greiða gjaldið.
Þetta kemur fram á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga www.samband.is/
Árneshreppur nýtir útsvarsprósentuna að fullu.
Útsvarsprósenta fyrir 2009 er 13,28%, fasteignaskattsprósenta í A-flokki 0,625%, í B-flokki 0,88% og í C-flokki 1,32%.
Að sögn Oddnýjar er fasteignaskattsprósentan sú sama og í fyrra.
Meðal þess sem sveitarstjórnir þurfa að hafa í huga er að gildandi reglur um útreikning á tekjujöfnunarframlagi og útgjaldajöfnunarframlagi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga miðast við að sveitarfélag fullnýti tekjustofna sína,segir Oddný ennfremur".
Einnig skal minnt á að í reglum jöfnunarsjóðs nr. 526/2008 um úthlutun aukaframlags til sveitarfélaga til að jafna aðstöðumun vegna þróunar í rekstrarumhverfi og erfiðra ytri aðstæðna, er tekið fram að einungis þau sveitarfélög sem fullnýta útsvarsheimild fái framlag, enda mælist þau með þörf fyrir slíkt framlag.
Fíkniefni á árinu 2008 á Vestfjörðum.
Á árinu 2008 voru alls 38 ökumenn kærðir, í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum, vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða vera með leifar fíkniefna í blóði eða þvagi. Jafngildir þetta því að þrír ökumenn hafi verið kærðir fyrir þetta brot í hverjum mánuði síðasta árs.
Á árinu 2007 voru 5 ökumenn kærðir í sama umdæmi fyrir þetta brot á umferðarlögum. Rétt er að geta þess að eftirlitsaðferðum var breytt í lok ársins 2007 og hefur þeirri aðferðarfræði verið beitt allt árið 2008 með fyrrgreindum árangri.
Lámarksviðurlög við brotum sem þessum er þriggja mánaða ökuleyfissvipting og 70.000.- króna sekt.
Lestur Litlihjalla árið 2008.
Fyrst skal nefna nýju útgáfuna af Litlahjalla sem opnuð var að morgni 30 maí 2008,og lestur hennar er frá þeim tíma til miðnættis 31 desember 2008 er sem hér segir:
Gestir voru 40.525 innlit voru 42.540 og flettingar voru 191.204,það er þar sem gestir dvelja við og fletta síðunni og skoða vel,myndir fréttir eða annað.
Þá er eldri vefurinn sem var í gildi frá 1 janúar til 30 maí 2008.
Þar var alltöðruvísi mæling og ekki mælt hvað gestir staldra við á vefnum.
Þá eru lesendur þar 27.948 gestir.
Og samtals gestir því 68.475 árið 2008.
Árið 2007 voru gestir.45.510.
Það má nefna þar sem er farið er inná tengla,þar eru
Áfram Finnbogastaðir með 1.677 innlit.
Finnbogastaðaskóli með 840 innlit.
Ljósmyndasafn Júlíusar Ó Ásgeirssonar með 642 innlit.
Strandir.ís með 460.
Aðrir vefir með minna.
Það kemur ekki fram undir tenglum ef farið er á fréttavefi á forsíðu og sjást ekki innlit.
Þar sem fréttavefir eru á forsíðu eins og Bæjarins Besta,MBL,Skutull,Bændablaðið,Rúv Vest og Srandir .ís,koma mælingar á þeirra eigin vefi.
Yfirlit yfir veðrið í Desember 2008.
Veðrið í Desember 2008.
Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mest voru suðlægar vindáttir í mánuðinum,oft hvassviðri eða stormur aðallega fyrir og um jólin,þannig að flugsamgöngur á Vestfjörðum fóru víða úr skorðum.Samt komu nokkrir hægviðrisdagar fyrr í mánuðinum.
Nokkra spilliblota gerði,það er að hlýnaði snöggt en kólnaði og frysti strax aftur og gerði oft gífurlega hálku á vegum fyrir ökutæki og eins fyrir gangandi vegfarendur.
Vindur náði í kviðum 36 m/s (eða12 vindstigum gömlum) þann 23 á þorláksmessu um hádegi nokkrum sinnum.Og einnig aðfaranótt aðfangadags á milli 02:00 og til 04:00 og náði vindur þá 37 til 38 m/s.Og svo einnig oft á Jóladag 25,þá í 36 m/s.
Yfirlit dagar vikur.
1:Norðan stinningskaldi síðan kaldi,snjóél,frost 0 til 4 stig.
2-3:Suðaustan eða A,þurrt í veðri,frost frá -6 stigum uppí +1 stigs hita.
4:Norðan og NA,allhvass síðan stinningsgola,slydduél,hiti 0 til 2 stig.
5-7:Suðlægar vindáttir mest SV,kul í fyrstu,síðan kaldi og stinningskaldi,snjóél,svo skúrir,hiti frá 5 stiga hita niðrí 3 stiga frost.
8:Vestan kul síðan stinningskaldi,snjókoma um morguninn,skafrenningur,frost 1 til 4 stig.
9:Austan gola,úrkomulaust,hiti 0 neðri 1 stigs frost.
10:Suðvestan gola,síðan SA,gola með rigningu enn hvassviðri seint um kvöldið,hiti 3 til 8 stig.
11:Suðvestan hvassviðri fram á hádegi með snjóéljum,síðan SA stinningsgola en allhvass um kvöldið,hiti frá 10 stigum neðri 1 stig.
12-14:Suðlægar vindáttir,kul eða gola,þurrt í veðri,hiti í fyrstu frá 1 stigi niðri 5 stiga frost.
15:Austan kaldi í fyrstu síðan SA andvari með snjókomu,hiti -1,4 til +2 stig.
16-19:Suðlægar eða breytilegar vindáttir,stinningskaldi þ,16,annars yfirleitt gola,él,hiti -5 til +2 stig.
20-22:Norðaustan og Austan stinningsgola,kaldi,enn allhvass þann 22 um kvöldið,snjóél,snjókoma síðan rigning,hiti - 2 stig til +4 stig.
23-26:Suðvestan hvassviðri eða stormur,en allhvass og síðan gola á annan í jólum,skúrir eða él,hiti +10 stig niðrí -1 stig.
27-29:Sunnan og síðan SV allhvass eða hvassviðri þann 27 annars stinningskaldi smá skúrir,hiti 0 stigum uppí 9 stig.
30-31:Norðan og NA kaldi þann 30 frostrigning síðan él,gola síðan andvari og logn á Gamlárskvöld,lítilsháttar snjókoma um kvöldið,hiti +2 stig niðrí - 4 stig.
Úrkoman mældist: 78,6 mm.(í desember 2007 :116,0 mm.)
Úrkomulausir dagar voru 8.
Mestur hiti var þann 11= +10,1 stig.
Mest frost var þann 2 = - 6.2 stig.
Jörð alhvít í 15 daga.
Jörð flekkótt í 11 daga.
Auð jörð því í 5 daga.
Mesta snjódýpt mældist dagana 21 og 22.=15 cm
Meðalhiti við jörð -2.30 stig (í desember 2007:-2,16 stig.)
Sjóveður:Mjög rysjótt í mánuðinum.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.
Jörð klædd hvítu teppi á Gamlárskvöld.
Í gærkvöld Gamlárskvöld snjóaði með köflum frá kl um 18:00 til kl rúmlega 23:00 síðan stytti alveg upp og ekkert snjóað í nótt.
Þannig að jörð var orðin klædd hvítu teppi (lausamjöll) um miðnættið þegar fólk fór að skjóta upp og kveðja gamla árið og fagna hinu nýja.
Logn var um miðnættið enn alskýjað þegar skotið var upp flugeldum og slíkt var lognið að prikin af flugeldunum fjéllu beint niður við fætur manna,og var fallegt að sjá norður í sveit héðan frá Litlu-Ávík og sjá flugelda koma upp yfir fjöllin.
Gleðilegt ár.
Góður Guð veri með okkur öllum og leiði okkur farsællega gegnum árið 2009.
Þetta Ár er frá oss farið,
fæst ei aftur liðin tíð.
Hvernig höfum vér því varið ?
Vægi' oss Drottins náðin blíð.
Ævin líður árum með,
ei vér getum fyrir séð,
hvort vér önnur árslok sjáum.
Að oss því í tíma gáum.
(Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi.)