Frá Finnbogastöðum.
En á mánudaginn var kom Ástbjörn Jensson smiður og ætlaði að klára að setja kjöljárnið en ekki viðraði til þess nú frekar en fyrir jól.
Nú er búið að einangra öll loft,enn útveggir komu einangraðir.
Ási fór því í það að setja lagnagrindur í loft og fleira innivið.
Þórólfur Guðfinnsson er farin að leggja rafmagnsrör í loft og dósir.
Einnig er Guðmundur Þorsteinsson og Þorsteinn sonur hans að vinna við þetta inni.
Ástbjörn og Þorsteinn fara aftur suður á mánudaginn 26.Og Ásrbjörn er þá þar með hættur störfum á Finnbogastöðum.
Fréttavefurinn Litlihjalli mun segja frá því sem gerist eins og á liðnu ári,en nú er ekki svo miklar breytingar á byggingunni eins og var í haust,en það verður sagt frá þegar verður farið að stúkka í sundur í herbergjaskipan,og þegar við á.
Margir hafa sent vefnum tölvupósta hvort ég væri hættur að segja frá á Finnbogastöðum,en það er öðru nær,en það verður þá að vera eitthvað til að segja frá.