Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 3. desember 2008
Prenta
57 sóttu um kaupfélagsstjórastöðuna á Hólmavík.
Ríkisútvarpið.
57 umsóknir bárust um starf kaupfélagsstjóra hjá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar á Hólmavík en umsóknarfrestur rann út um síðustu mánaðamót. Viðskiptafræðingar af höfuðborgarsvæðinu eru áberandi margir í hópi umsækjenda.
Miðað er við að gengið verði frá ráðningu fyrir áramót og að nýr kaupfélagsstjóri hefji störf snemma á nýju ári. Skýringin á þessum mikla áhuga kann m.a. að vera sú að Kaupfélag Steingrímsfjarðar er stöndugt fyrirtæki og,skuldlaust í dag.
Velta félagsins er um 300 milljónir króna á ári. Þá er starfsöryggi nokkuð gott ef mið er tekið af því að fráfarandi Kaupfélagsstjóri, Jón Alfreðsson, hefur sinnt þessu starfi í heil 40 ár.
Frétt af www.ruv.is