Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 23. desember 2008
Prenta
Flug tókst á Gjögur í dag Þorláksmessu.
Nú er Flugfélagið Ernir búið að fljúga sína síðustu ferð á Gjögur fyrir jól,enn ekki var hægt að fljúga í gær vegna vélarbilunar og vegna veðurs fyrr í dag,flugvélin kom um 15:30.Jólapóstur og pakkar komu og mjólkurvörur komu í útibú Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði.Þannig að Árneshreppsbúar fengu jólapóstinn sinn á síðusu stundu fyrir jól.Farþegi sem var skráður norður með fluginu í gær fór með bíl norður,tveir eða þrír bílar eru á leiðinni í dag í rokinu,enn Vegagerðin opnaði norður í morgun.
Næsta flug á Gjögur verður á mánudaginn 29 desember.
Næsta flug á Gjögur verður á mánudaginn 29 desember.