Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. janúar 2009
Prenta
Jörð klædd hvítu teppi á Gamlárskvöld.
Gleðilega hátíð.
Í gærkvöld Gamlárskvöld snjóaði með köflum frá kl um 18:00 til kl rúmlega 23:00 síðan stytti alveg upp og ekkert snjóað í nótt.
Þannig að jörð var orðin klædd hvítu teppi (lausamjöll) um miðnættið þegar fólk fór að skjóta upp og kveðja gamla árið og fagna hinu nýja.
Logn var um miðnættið enn alskýjað þegar skotið var upp flugeldum og slíkt var lognið að prikin af flugeldunum fjéllu beint niður við fætur manna,og var fallegt að sjá norður í sveit héðan frá Litlu-Ávík og sjá flugelda koma upp yfir fjöllin.