Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 18. janúar 2009 Prenta

Ný Veðurstofa Íslands og nýr Forstjóri.

Magnús afhendir Árna nýjum forstjóra lyklana af forstjóraskrifstofunni.Mynd HMB Vedur.is.
Magnús afhendir Árna nýjum forstjóra lyklana af forstjóraskrifstofunni.Mynd HMB Vedur.is.

Ný stofnun, Veðurstofa Íslands, tók til starfa um áramótin. Stofnunin starfar samkvæmt lögum nr. 70 frá 11. júní 2008.

Magnús Jónsson, sem verið hefur veðurstofustjóri frá 1. janúar 1994, lét af störfum en við starfi forstjóra tók Árni Snorrason, sem áður var forstöðumaður Vatnamælinga sem sameinuðust Veðurstofunni 1. janúar 2009.

Umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, bauð til móttöku í Borgartúni 6 hinn 8. janúar í tilefni af starfslokum Magnúsar Jónssonar og við upphaf nýrrar stofnunar - Veðurstofu Íslands. Hún flutti ávarp þar sem hún þakkaði Magnúsi farsæl störf í þágu stofnunarinnar. Einnig óskaði hún nýjum forstjóra velfarnaðar, sem og stofnuninni sem nýtur mikils trausts meðal almennings samkvæmt skoðanakönnunum.
Sjá fleiri myndir frá móttöku umhverfisráðherra sem Guðrún Pálsdóttir tók á www.vedur.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Finnbogastaðir fyrir brunann.
  • Naustvík-16-08-2006.
  • Sundlaugin Krossnesi og hafís 15-03-2005.
  • Ólafur Thorarensen og Njáll Gunnarsson.
Vefumsjón