Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 14. janúar 2009 Prenta

Viðræður við einn umsækjanda um Kaupfélagsstjóra stöðuna.

Verið er í viðræðum við Jón E Halldórsson.Mynd Strandir.is.
Verið er í viðræðum við Jón E Halldórsson.Mynd Strandir.is.
Í nóvember síðastliðnum auglýsti stjórn Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík (KSH) eftir nýjum kaupfélagsstjóra þar sem fyrir liggur að núverandi kaupfélagsstjóri, Jón E. Alfreðsson, mun láta af störfum með vorinu eftir 41 ára farsælan starfsferil sem kaupfélagsstjóri.
 Stjórn KSH hefur nú ákveðið að ganga til viðræðna við Jón Eðvald Halldórsson og verður leitast við að ganga frá ráðningu sem fyrst.

Jón E Halldórsson er fæddur og uppalinn Strandamaður og bjó lengi vel á Drangsnesi. Árið 2005 útskrifaðist Jón frá Háskólanum á Akureyri með B.Sc gráðu í sjávarútvegsfræðum viðskiptatengt  og mun nú í vor ljúka meistaranámi í sjávarútvegsfræðum frá sama skóla. Undanfarin 5 ár hefur Jón átt fasta búsetu á Akureyri og á hann sambýliskonu og tvö börn.
Nánar á www.strandir.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Snjókerling við Bæ í Trékyllisvík.09-04-2009.
  • Karlar í saumaklúbb á Bergistanga 16-01-2010.
  • Sigursteinn í Litlu-Ávík sagar í uppistöður fyrir Guðmund.01-07-08.
  • Rafmagnstafla komin upp.12-12-2008.
  • Íngólfshús á Eyri-24-07-2004.
  • Finnbogastaðaskóli.23-01-2012.
Vefumsjón