Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. febrúar 2009
Prenta
Auglýst eftir starfskrafti við útibúið á Norðurfirði.
Nú hefur Kaupfélag Steingrímsfjarðar auglýst stöðu útibústjóra við útibú sitt á Norðurfirði.
Fyrst var auglýst í síðasta tölublaði Gagnvegar þann 5 febrúar og síðan á vefsíðunni www.litlihjalli.it.is þann 10 febrúar.
Staðan er auglýst frá og með fyrsta maí.
Auk matvöruverslunar á Norðurfirði er þar bensínstöð sem N1 rekur og er hún sjálfsafgreyðslustöð,en smurolíur og aðrar olíur eru í versluninni.