Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 8. febrúar 2009
Prenta
Stór spýta á rekafjöru Árnesbænda.
Í vikunni sem var að líða rak stór spýta rétt norðan við Árnesstapana á rekafjöru Árnesbænda.
Spýtan er um ellefu metrar að lengd og 17 tommur í þvermál enn mjórri í annan endan.
Dálítil vottur er af rekavið sem er að berast að landi en oft lélegt efni og ruslviður.
Rekabændur yrðu sjálfsagt ánægðir ef nokkrar svona spýtur eins og þessa á meðfylgjandi mynd,rækju á fjörur þeirra.