Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 24. febrúar 2009

Paralista stillt upp með netprófkjöri í Norðvesturkjördæmi hjá Samfylkingu.

Frá Borgarnesi.Mynd Mats.
Frá Borgarnesi.Mynd Mats.
Á kjördæmisþingi Samfylkingarfólks í Norðvesturkjördæmi sem haldið var laugardaginn 21. febrúar í Menntaskólanum í Borgarnesi, var ákveðið að velja í 6 efstu sætin á framboðslista flokksins í komandi alþingiskosningum með netprófkjöri 6-8.. mars.  Rétt til þátttöku í netprófkjörinu hafa allir félagar í Samfylkingunni í Norðvesturkjördæmi og eru kjörgengir í kjördæminu.

Við röðun á lista verði parað í 6 efstu sætin, þannig að ávallt verði karl og kona í hverjum 2 sætum raðað eftir atkvæðamagni í prófkjöri., Kjósendur velja 6 nöfn á kjörseðil og númera frá 1-6.

Frambjóðendum er óheimilt að auglýsa í ljósvaka- , prent- og vefmiðlum. Kjördæmisráð gefur út sameiginlegt kynningarrit og gengst fyrir sameiginlegum fundum til kynningar á frambjóðendum.

Framboðsfrestur rennur út 26. febrúar.

Nánari upplýsingar um netprófkjörið er hægt nálgast hjá Eggerti Herbertssyni formanni stjórnar kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi í síma 617-8306 eða með því að senda tölvupóst á netfangið nordvestur@xs.is.
<
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. febrúar 2009

Fréttatilkynning frá VG.

Kjördæmisráðsþing Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi haldið  sunnudaginn 22. febrúar, samþykkti að fram skyldi fara leiðbeinandi forval vegna kosninga til Alþingis 25. apríl næstkomandi.

 

Kjörstjórn VG í Norðvesturkjördæmi auglýsir hér með eftir fólki, sem vill gefa kost á sér til setu á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.

 

Frestur til að skila inn framboði er til kl: 17.00, föstudaginn 27. febrúar. Framboðum skal skilað til formanns kjörstjórnar, Gísla Árnasonar, s. 895 4408 eða gisli@fnv.is

 

Allir, sem vilja vinna stefnumálum VG brautargengi, eru hvattir til að gefa kost á sér

 

Kosningarétt hafa allir skráðir félagsmenn VG í Norðvesturkjördæmi 27. febrúar, en kjörskrá verður lokað þann dag  kl. 17.00

Viðhöfð verður póstkosning og kynningarefni um frambjóðendur ásamt atkvæðaseðli verður sent félagsmönnum VG í Norðvesturkjördæmi er kosningarétt hafa.

 

Kjörstjórn VG í Norðvesturkjördæmi 

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. febrúar 2009

Flugi afýst á Gjögur.

Flugstöðin Gjögri.
Flugstöðin Gjögri.
Nú er Flugfélagið Ernir búnir að aflýsa flugi til Gjögurs vegna veðurs.
Veður er þannig,Norðaustanátt 17 til 22 m/s með snjókomu og skyggni lítið sem ekkert.
Ílla lítur út með flug næstu tvo daga því spáin hljóðar uppá NA hvassviðri áfram með snjókomu.
En athugað verður með flug á morgun og á miðvikudag.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. febrúar 2009

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 16. til 23 febrúar 2009.

Mynd lögreglan.is
Mynd lögreglan.is

Í liðinni viku voru sjö ökumenn kærðir fyrir of hraðann akstur á Ísafirði og í nágreni Ísafjarðar.  Þrjú umferðaróhöpp  urðu í vikunni.  Fimmtudaginn 19 febrúar var er ekið var utan í vegginn á Vestfjarðargöngum, engin slys á fólki, en bifreiðin talsvert skemmt, óökuhæf á eftir.  Útafakstur varð í Guðlaugsvík á Djúpvegi föstudaginn 20 febrúar, þar hafnaði bifreið út fyrir veg, talsverðar skemmdir á bílnum en ekki slys á fólki.  Bifreiðin óökufær.  Bílvelta varð á Óshlíð við Skarfasker, þar hafnaði bifreið á hliðinni upp fyrir veg, mikið tjón á ökutæki, en ökumaður slapp án meiðsla.  Þá var ekið utan í bifreið við Hamraborg á Ísafirði, um að ræða minni háttar skemmdir.  Lögregla vill enn og aftur brýna fyrir vegfarendum að akstursskilyrði eru erfið núna og breytast hratt og hvetur því lögregla vegfarendur til að taka tillit til þess og haga akstri eftir aðstæðum.  Lögregla vill koma því  á framfæri við gangandi vegfarendur að þeir noti endurskynsmerki  og þeir fullorðnu verði þeim yngri til fyrirmyndar í þeim efnum.

Ein minniháttar líkamsárás var kærð til lögreglu í liðinni viku.

Afskipti voru höfð af 14 ökutækjum í  vikunni og þeim gefin frestur í 7 daga til að færa viðkomandi  ökutæki til skoðunar.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. febrúar 2009

Skólaferðalag Finnbogastaðaskóla.

Ásta-Elín og Júlíana á flugvellinum á Gjögri við brottför,Hrefnu vantar á myndina.
Ásta-Elín og Júlíana á flugvellinum á Gjögri við brottför,Hrefnu vantar á myndina.
Nemendur Finnbogastaðaskóla þær Ásta Þ Íngólfsdóttir og Júlína Lind Guðlaugsdóttir ásamt skólastjóra sínum Elínu Öglu Briem og Hrefnu Þorvaldsdóttur matráði skólans,fóru í skólaferðalag í dag til Reykjavíkur.

Þegar þær koma suður í dag er ætlunin að fara á hestanámskeið og fræðast um hesta svo sem að læra að kemba þeim og setja hnakkinn á hestana.

Á föstudag er ætlunin að fara og skoða Alþingi sem stofnað var 1844.

Einnig að skoða Reykholt þar sem Snorri Sturluson átti heima,og Landnámssetrið í Borgarnesi.

Á laugardaginn verður skoðað Ráðhúsið,Stjórnarráðið og einnig Þjóðminjasafnið.

Á sunnudag verður farið í sund og bíó og jafnvel í Skautahöllina.

Vefur Finnbogastaðaskóla er hér.

 

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 18. febrúar 2009

Strandamaður ársins 2008.

Ingibjörg Sigvaldadóttir.Mynd Kristín S Einarsdóttir.
Ingibjörg Sigvaldadóttir.Mynd Kristín S Einarsdóttir.
Ingibjörg Sigvaldadóttir hefur verið kosin Strandamaður ársins 2008 á vefnum strandir.is. Ingibjörg, eða Inga á Hóli eins og hún er jafnan kölluð, er kennd við Svanshól í Bjarnarfirði á Ströndum en dvelur núorðið á Heilbrigðisstofnuninni á Hólmavík. "Og fyrir hvað?" varð Ingu að orði þegar Kristín S. Einarsdóttir ritstjóri Gagnvegar sem á hugmyndina að þessari árlegu kosningu heimsótti hana og færði henni tíðindin ásamt dálitlum glaðningi og viðurkenningarskjali. Ingibjörg sigraði í kosningunni með töluverðum yfirburðum en kosið var á milli hennar, Bjarna Ómars Haraldssonar og Sigurðar Atlasonar í síðari umferðinni.
Þetta kemur fram á Strandir.ís.
Fleyri myndir og nánar á www.strandir.is
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 17. febrúar 2009

Rafmagnslaust í gærkvöld.

Þverárvirkjun.Mynd OV.is
Þverárvirkjun.Mynd OV.is
Hér í Árneshreppi fór rafmagn af rúmlega níu í gærkvöldi en kom á aftur eftir um það bil korter.
Þetta varð er Vesturlína Landsnets í Glerárskógum sló út og varð rafmagnslaust víða á Vestfjörðum.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 16. febrúar 2009

Gífurleg hálka á vegum.

Mynd úr Trékyllisvík í dag,fjúgandi hálka.
Mynd úr Trékyllisvík í dag,fjúgandi hálka.
1 af 2
Gífurleg hálka er hér á vegum í Árneshreppi sem og víðar á Vestfjörðum.
Í gær og í dag hefur verið dálitill bloti og talsverð rigning eftir hádegi í dag.
Nú er allt hlaupið í gífurleg svell á vegum.
Vegkanntar eru komnir upp víða og lítið svellað frá Reiðholti(þar sem símaskúr er),og út á Gjögur,en frá Ávikum og norður á Norðurfjörð er mikil hálka.
Veghefill frá Vegagerðinni á Hólmavík kom nú seinnipartinn að skafa svellin og gerir það mikið gagn,enn vegurinn var opnaður í dag frá Bjarnarfirði og norður í Árneshrepp í stað þriðjudags.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 16. febrúar 2009

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 9. til 16. febrúar 2009.

Mynd Lögregluvefurinn.
Mynd Lögregluvefurinn.

Í síðastliðinni viku urðu fjögur umferðaróhöpp á Vestfjörum.  Tvö minniháttar óhöpp urðu, annað á Ísafirði mánudaginn 9  og annað á Patreksfirði  þriðjudaginn  10. Ekki miklar skemmdir á ökutækjum.  Fimmtudaginn 12   varð umferðaróhapp í Vestfjarðargöngunum, Súgundarfjarðarmegin.  Þar lenti flutningabíll utan í göngunum þegar ekið er inn í göngin úr vegskálanum frá Súgundarfirði.  Þar mætti flutningabíllinn fólksbíl þar sem þrengst er og vegsýn ekki góð, þar sem beygja er á veginum, útsýni því lítið.  Þá var einn útafakstur í Álftafirði laugardaginn 14, þar hafnaði fólksbíll út af veginum, þegar ökumaður missit vald á bílnum.  Talsverðar skemmdir á bílnum, en engin slys á fólki.

Talsveður erill var hjá lögreglunni á Ísafirði um helgina, talsvert um pústra og ölvun og ein líkamsárást var kærð til lögreglu.  Á laugardag var bifreið stolið þar sem hún stóð við Hafnarstræti.  Bifreiðin fannst skömmu síðar óskemmd.    Lögregla vill brýna fyrir ökumönnum og umrámönnum ökutækja að skilja ekki þannig við ökutæki að óviðkomandi aðilar geti  tekið bifreiðarnar.

Einn var tekinn fyrir of hraðann akstur á Ísafirði þar sem hámarkshraði er 35 km/klst.

Einn Ökumaður var tekinn í akstri á Ísafirði, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 16. febrúar 2009

Líkamsárás.Lögreglan Vestfjörðum.

Lögreglustöðin Ísafirði.Mynd BæjarinsBesta bb.is
Lögreglustöðin Ísafirði.Mynd BæjarinsBesta bb.is

Maður var handtekinn aðfaranótt sunnudagsins 15. febrúar sl. þar sem hann var gestkomandi í heimahúsi á Ísafirði.  Lögregla mætti á staðinn eftir að tilkynning barst fjarskiptamiðstöð um að átök með eggvopni hefðu átt sér stað.  Sakborningur var í haldi lögreglunnar til sunnudagskvölds en var sleppt að loknum yfirheyrslum hans og vitna.  Lögreglan lítur atburðinn alvarlegum augum vegna þess áhalds sem sakborningur er talinn hafa beitt í átökunum.

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Fyrsta hollið komið út á sjó.
  • Garðarshús Gjögri-05-07-2004.
  • Norðvesturhlið komin.28-10-08.
  • Allar stærri sperrur komnar á sinn stað.29-10-08.
Vefumsjón