Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. febrúar 2009

Seinheppinn ökumaður.

Mynd Lögregluvefurinn.
Mynd Lögregluvefurinn.
Hann var heldur seinheppinn ökumaðurinn sem varð á vegi lögreglumanna í miðborginni í gær. Laganna verðir komu honum til aðstoðar en búið var að brjótast inn í bíl mannsins. Úr honum var stolið peningaveski og er tjónið bagalegt, eins og gefur að skilja. Vandræði ökumannsins voru þó ekki alveg að baki því bíllinn hans reyndist vera ótryggður og því var ekki um annað að ræða en að fjarlægja af honum skráningarnúmerin. Manninum var síðan ekið til síns heima. Mikið er um ótryggð og/eða óskoðuð ökutæki í umferðinni og þarf lögreglan nánast daglega að grípa til fyrrnefndra úrræða. Í gær voru fjarlægð skráningarnúmer af allnokkrum ökutækjum af þessum ástæðum.
Vefurinn er ekki vanur að segja fréttir af lögreglunni í Reykjavík,en í raun er fréttin sniðug og á erindi til allra ökumanna og margir burtfluttir Srandamenn og Árneshreppsbúar eru í henni stóru Reykjavík.
Enn þetta sýnir mikið kæruleysi og skömm fyrir viðkomandi bifreiðaeiganda.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. febrúar 2009

Tillaga kjörnefndar Verk-Vest samþykkt.

Frá baráttudegi 1 maí.Mynd Verk-Vest.
Frá baráttudegi 1 maí.Mynd Verk-Vest.

Fundur stjórnar og trúnaðarmannaráðs Verk-Vest sem haldinn var þann 27. jan. s.l. samþykkti tillögu kjörnefndar félagsins um þá einstaklinga sem skipa trúnaðarstöður innan félagsins næstu 2 ár. Engar tillögur komu fram um breytingar á listanum. Listinn er birtur hér.

Frestur til að bjóða fram annan lista eða tillögur um einstök stjórnarsæti sem kjósa skal um er 14 sólarhringar frá deginum í dag (12. febrúar 2009).

Úr lögum félagsins:

"Frá því að listi trúnaðarmannaráðs er auglýstur hafa félagsmenn 14 sólarhringa frest til að bera fram aðra lista, eða tillögur um einstök stjórnarsæti sem kjósa skal um. Hver sá listi eða tillaga er fullgild, sem fram kemur innan þess tíma og hefur skriflegt samþykki allra þeirra sem boðnir eru fram og meðmæli 25 fullgildra félagsmanna. Listar skulu afhentir kjörstjórn. Um framkvæmd fer eftir reglugerð

ASÍ um allsherjaratkvæðagreiðslu."

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. febrúar 2009

Þarf ekki rannsóknaleyfi.

Össur Skarphéðinsson segir ekki þurfa rannsóknarleyfi við áframhaldandi rannsóknir við Hvalá.
Össur Skarphéðinsson segir ekki þurfa rannsóknarleyfi við áframhaldandi rannsóknir við Hvalá.

Það þarf ekki rannsóknarleyfi til að halda áfram með vinnu við Hvalárvirkjun. þetta kom fram í svari Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra á Alþingi við fyrirspurn Sturlu Böðvarssonar.

En spurt var hvaða áform væru uppi um raforkuöryggi á Vestfjörðum og hvað liði rannsóknarleyfi fyrir Hvalárvirkjun á ströndum.

Þetta kom fram á Svæðisútvarpi Vestfjarða RÚV í gær. 

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 11. febrúar 2009

Íslensk byggðamál á krossgötum.

Borgarnes.Mynd Mats.
Borgarnes.Mynd Mats.
Byggðaráðstefna verður haldin í Borgarnesi 20. febrúar nk. í samvinnu Sambands íslenskra sveitarfélaga, iðnaðarráðuneytis, samgönguráðuneytis, fjármálaráðuneytis, Byggðastofnunar og landshlutasamtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra.

Yfirskrift ráðstefnunnar er: „Íslensk byggðamál á krossgötum".

Tilefni ráðstefnunnar er samþykkt landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga um endurskoðun á byggðastefnu sambandsins og þátttaka landshlutasamtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra í „Opnum dögum" Héraðanefndar ESB og Norðurslóðaframlagi þar.

Á ráðstefnunni verða evrópsk byggðamál í brennidepli með sérstakri áherslu á stöðu Norður-Evrópu. Fyrirlesarar frá byggðastofnun framkvæmdastjórnar ESB og Nordregio munu fjalla um þau mál. Stjórnskipulag og skilvirkni byggðaaðgerða bæði hér á landi og í nágrannalöndunum verða einnig til umfjöllunar, sjá nánar meðfylgjandi dagskrá.

Ráðstefnan er áhugaverð fyrir sveitarstjórnarmenn, starfsmenn landshlutasamtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunarfélaga, þingmenn, starfsmenn ráðuneyta og stofnana sem starfa að byggðamálum og málum þeim tengdum og aðra áhugasama um byggðamál, ekki síst í ljósi umræðna um hugsanlega aðild Íslands að ESB.

Dagskrá og skráning á ráðstefnuna. Skráningu lýkur 18. febrúar nk.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 11. febrúar 2009

112-dagurinn 2009.

Finnbogastaðaskóli.
Finnbogastaðaskóli.

Dagur neyðarnúmersins, 112-dagurinn, verður haldinn um allt land í dag 11. febrúar. Að þessu sinni leggja samstarfsaðilar 112 áherslu á að vekja athygli grunnskólabarna á því víðtæka öryggis- og velferðarneti sem þau hafa aðgang að í gegnum neyðarnúmerið, ef eitthvað bjátar á. Börnunum er jafnframt bent á að þau geti sjálf gert ýmislegt til að stuðla að eigin öryggi og annarra, meðal annars með þátttöku í starfi sjálfboðaliðasamtaka. Samstarfsaðilar munu heimsækja grunnskóla um allt land og fræða nemendur um neyðarnúmerið og starfsemi sína.

 

Að venju verður skyndihjálparmaður Rauða krossins útnefndur á 112-daginn og veitt verða vegleg verðlaun í Eldvarnagetrauninni.  Þessir dagskrárliðir og fleiri verða í björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð kl. 15:00 í dag. 

 

Markmið 112-dagsins er að kynna neyðarnúmerið og starfsemi aðilanna sem tengjast því, efla vitund almennings um mikilvægi þessarar starfsemi og hvernig hún nýtist almenningi.  Samstarfsaðilar dagsins eru: Neyðarlínan, Ríkislögreglustjórinn, lögregluembættin, Brunamálastofnun, slökkviliðin, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Rauði krossinn, Landhelgisgæslan, Barnaverndarstofa, Landlæknisembættið, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Flugstoðir.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. febrúar 2009

Auglýst eftir starfskrafti við útibúið á Norðurfirði.

Frá Norðurfirði.
Frá Norðurfirði.
1 af 2
Nú hefur Kaupfélag Steingrímsfjarðar auglýst stöðu útibústjóra við útibú sitt á Norðurfirði.

Fyrst var auglýst í síðasta tölublaði Gagnvegar þann 5 febrúar og síðan á vefsíðunni  www.litlihjalli.it.is þann 10 febrúar.

Staðan er auglýst frá og með fyrsta maí.

Auk matvöruverslunar á Norðurfirði er þar bensínstöð sem N1 rekur og er hún sjálfsafgreyðslustöð,en smurolíur og aðrar olíur eru í versluninni.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 9. febrúar 2009

Árshátið Árneshreppsbúa verður 7 Mars.

Árshátíðin verður 7 mars.
Árshátíðin verður 7 mars.
Kristmundur Kristmundsson formaður Félags Árneshreppsbúa í Reykjavík vill minna á að árshátíð félagssins verður haldin laugardaginn 7 mars í Kiwanissalnum Engjateigi 11,Reykjavík.

Góðir félagsmenn takið frá tíma fyrir þetta kvöld og farið að dusta rykið af dansskónum.

Nánar verður auglýst um árshátíðina þegar nær lýður,og þá með dagskrá og  matseðill kynntur,skemmtiatriði og annað,hér á vefnum.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 9. febrúar 2009

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 2. til 9. febrúar 2009.

S.l. viku hefur lögregla haldið áfram því umferðarátaki  sem verið hefur í gangi að undanförnu, stöðvað bifreiðar og talað við ökumenn.  Nokkuð var um að höfð voru afskipti af því að menn væru að tala í síma við akstur og enn og aftur vill lögregla árétta við ökumenn að nota viðeigandi búnað þegar þeir þurfa að tala í síma við akstur.  Þá hefur lögregla þurft að hafa afskipti af ökumönnum sem ekki hafa skafið af rúðum bíla sinna snjó og hélu.  Ekki þarf að fara mögrum orðum um það hversu nauðsynlegt er að útsýni ökumanna sér ekki skert og vill lögregla árétta þetta við ökumenn.

Lögregla hafði afskipti af nokkrum  ökumönnum á bifreiðum sem ekki voru með lögbundnar tryggingar í lagi og þurfti að taka þær úr umferð.  Þá voru nokkrir áminntir vegna  ljósanotkunar.

Þrjú minniháttar umferðaróhöpp  urðu í umdæminu í s.l. viku.  Fimmtudaginn 5 feb. lenti bíll útaf á Djúpvegi við Arnarnes.  Farþegi kvartaði undan eymslum í baki og minniháttar skemmdir á bílnum.  Þá var bakkað á bíl við Edinborgarhúsið aðfaranótt sunnudags og bifreið lenti á umferðarmerki við gatnamót Vestfjarðarvegar og Djúpvegar í Skutulsfirði.  Enn og aftur vill lögregla brýna fyrir vegfarendum að akstursskilyrði á þessum árstíma geta verið erfið og breytast sífellt.  Þá var einn ökumaður stöðvaður á Patreksfirði grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Ein minniháttar líkamsárás var tilkynnt til lögreglu aðfaranótt sunnudagsins.

Þá vill lögregla ítreka við foreldra og forráðamenn barna að nota þann öryggisbúnað sem til staðar er í bifreiðum, því  lögregla hefur orðið vör við að misbrestur er á því að viðeigandi öryggisbúnaður sé notaður.  Þetta hefur lögregla orðið vör við í eftirliti sínu við leikskólana.  Máltækið segir, „hvað ungur nemur gamall temur".

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 8. febrúar 2009

Stór spýta á rekafjöru Árnesbænda.

Spýtan er 11 metra löng og 17 tommur í þvermál.
Spýtan er 11 metra löng og 17 tommur í þvermál.
Í vikunni sem var að líða rak stór spýta rétt norðan við Árnesstapana á rekafjöru Árnesbænda.

Spýtan er um ellefu metrar að lengd  og 17 tommur í þvermál enn mjórri í annan endan.

Dálítil vottur er af rekavið sem er að berast að landi en oft lélegt efni og ruslviður.

Rekabændur yrðu sjálfsagt ánægðir ef nokkrar svona spýtur eins og þessa á meðfylgjandi mynd,rækju á fjörur þeirra.

| föstudagurinn 6. febrúar 2009

Mokað á þriðjudögum

Frá snjómokstri.
Frá snjómokstri.
Ákveðið hefur verið að reyna að halda uppi mokstri einu sinni í viku á Strandavegi frá vegamótum Drangsnesvegar norður að Gjögri. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri tilkynnti samgöngunefnd Árneshrepps þessa ákvörðun í vikunni, að höfðu samráði við samgönguráðherra.

Fulltrúar Vegagerðarinnar, þeir Jón Hörður Elíasson á Hólmavík og Sigurður Mar Óskarsson á Ísafirði, komu á föstudag og funduðu með oddvita Árneshrepps og fulltrúum úr samgöngunefnd. Ákveðið var að mokað yrði á þriðjudögum, nema  veður eða veðurútlit bendi til að betra væri að fresta aðgerðum. Verði fannfergi mun meira en undanfarin ár skal leitað álits vegamálastjóra um hvort endurskoða skuli þessa ákvörðun.

Þetta eru ánægjuleg tíðindi, enda þar með komið í veg fyrir að Árneshreppur yrði eina sveitarfélagið á Íslandi án snjómoksturs, og þannig horfið mörg ár aftur í tímann.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Oddný Oddviti heldur ræðu.
  • Stærra brotið úr jakanum í fjörinni.18-12-2010.
  • Næstum búið að klæða þakið.12-11-08.
  • Frá höfninni á Norðurfirði 16-03-2005.
Vefumsjón