Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. febrúar 2009

Útibústjórinn við KSH á Norðurfirði segir upp.

Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason.
Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason.
1 af 2
Nú hefur útibústjórinn Margrét Jónsdóttir við Kaupfélag Steingrímsfjarðar á Norðurfirði sagt upp starfi sínu frá og með 30 apríl næstkomandi,og einnig Gunnsteinn Gíslason.

Margrét og Gunnsteinn hafa bæði séð um útibú KSN á Norðurfirði frá því í júní 1993 þegar Kaupfélag Steingrímsfjarðar hóf rekstur þar 1993 eftir að Kaupfélag Strandamanna á Norðurfirði varð gjaldþrota það sama ár.

Yfir sumarið var bætt við einni starfsstúlku og var þá oftas ráðin stúlka úr sveitinni við það sumarstarf yfir háannatíman.

Einnig sá Þórólfur Guðfinnsson um uppgjör í allmörg ár en hætti fyrir um þrem árum.

 

Verið við verslunarstörf í um 50 ár.

Gunnsteinn Gíslason hefur verið við verslunarstörf við kaupfélögin á Norðurfirði frá 1960 eða rétt í um fimmtíu ár.

Fyrst var Gunnsteinn Gíslason kaupfélagsstjóri við kaupfélag Strandamanna á Norðurfirði frá 1960 og þar til það varð gjaldþrota árið 1993,síðan verið við útibú kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði frá því að það tók við eftir gjaldþrot kaupfélags Strandamanna,sem fyrr segir.

Gunnsteinn er því búin að vera um hálfa öld við verslunarstörf á Norðufirði sem spannar frá sjötta áratug síðustu aldar og fram á fyrsta áratug þessarar aldar.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. febrúar 2009

Stúkkað í sundur á Finnbogastöðum.

Úr svefnherbergisálmu.
Úr svefnherbergisálmu.
Undanfarna viku hefur Guðbrandur Alberttsson fóstursonur Guðmundar Þorsteinssonar verið að vinna við að stúkka í sundur í svefnherbergisálmu og búin að tvöfalda suma veggi en eftir að klæða með veggplötum.
Frekar lítið verður um að vera á Finnbogastöðum næstu daga.
Guðbrandur fór suður í dag með áætlunavélinni.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. febrúar 2009

Nýsköpunarkeppni Vestfjarða Atvest.

Vaxtarsamningur Vestfjarða (Vaxvest) og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða (Atvest) efna til Nýsköpunarkeppni. Keppnin miðar að því að styðja við frambærilegar nýsköpunarhugmyndir og styðja frumkvöðla til framkvæmda með fjárframlagi og faglegri ráðgjöf. Þessar hugmyndir eiga svo að styðja við uppbyggingu atvinnulífs á Vestfjörðum.

Nýsköpun er mikilvægur þáttur í vexti og uppbyggingu hagkerfis og í því efnahagsástandi sem nú ríkir er nauðsynlegt að nýsköpunarhugmyndir fái allan þann stuðning sem mögulegt er að bjóða. Reynslusögur frumkvöðla eru oftast á þann veg að það sé erfitt að fá fjármögnun til að hefja rekstur og koma viðskiptahugmynd á það stig að það þyki aðlaðandi fyrir fjárfesta. Nýsköpunarkeppni Vestfjarða mun taka á þessu með því að veita vegleg verðlaun.

Það er von Vaxvest og Atvest að sem flestir sjái sér fært að taka þátt í keppninni og verða haldin örnámskeið í gerð viðskiptaáætlana í febrúar og mars til þess að aðstoða frumkvöðla við faglegan undirbúning. Nánari upplýsingar um örnámskeiðin verða sett á heimasíðu Atvest þegar staðsetningar og tímasetningar liggja endanlega fyrir.

Möguleiki er á því að verðlaunahafar fái aðstöðu í frumkvöðlasetrinu Eyrin sem verið er að gangsetja í húsnæði Þróunarseturs á Ísafirði. Það verður þó metið í samhengi við eðli viðskiptahugmynda.

Þeir sem hafa hug á að taka þátt, geta kynnt sér málið betur hér á heimasíðu Atvest og sett sig í samband við þá verkefnisstjóra sem þar eru tilgreindir.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. febrúar 2009

Breyting á álestri rafmagnsmæla.

Rafmagnsmælir.
Rafmagnsmælir.
Á vef Orkubús Vestfjarða www.ov.is kemur fram að nú verði breyting á aflestri á rafmagnsmælum heimilanna.
Nú um áramótin urðu þær breytingar að Rafveitusvið og Orkusvið hætta svokölluðum eftirlitsálestri.

Framvegis verður aðeins lesið af orkumælum einu sinni á ári í samræmi við reglur Orkustofnunar en þar segir:

Lesa skal á rafmagnsmæla árlega og annast dreifiveitan það ýmist sjálf eða felur notendum að lesa á mæla og tilkynna dreifiveitunni um mælisstöðuna. Þó er dreifiveitum skylt að senda fulltrúa sína til að lesa á rafmagnsmæla að minnsta kosti fjórða hvert ár.

Dreifiveita les á rafmagnsmæli

á fjögurra ára fresti í það minnsta eða 
ef notandi skiptir um raforkusala eða
ef notandi flytur úr íbúð eða húsi eða
ef skipt er um rafmagnsmæli.
Hafi notendur grun um að áætlun sé röng eða vilja koma álestri til dreifiveitu er hægt að senda inn álestur til Orkubúsins símleiðis eða gegnum heimasíðu fyrirtækisins og smella á Eyðublöð og Tilkynning um álestur.
Hér í Árneshreppi var lesið af þar til í sumar á tveggja mánaða fresti,en nú verður breyting á eins og kemur hér fram.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. febrúar 2009

Hafísinn 55 mílur NNV af Straumnesvita.

Gervihnattamynd frá því kl 23:00 þann 31-01-2009.
Gervihnattamynd frá því kl 23:00 þann 31-01-2009.
Samkvæmt hafísdeild Veðurstofunnar er hafísinn um það bil 55 sjómílur NNV af Straumnesvita.
Á gervihnattamynd frá því seint á laugardagskvöldið, 31. janúar kl. 23:00, sést að hafísinn er um 55 sml norðnorðvestur af Straumnesvita og um 60 sml norðvestur af Barða.  Hafísrastir og stakir jakar gætu verið eitthvað nær.  Næstu daga og fram yfir helgi verður norðaustan- og austanátt ríkjandi á Grænlandssundi og því má búast við að ísinn færist eitthvað fjær.
Nánar á www.vedur.is
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. febrúar 2009

Falleg mynd af Húnaflóa.

Modis mynd af Húnaflóa í dag.
Modis mynd af Húnaflóa í dag.
Ingibjörg Jónsdóttir landfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskólans sendi vefnum þessa frábæru mynd af Húnaflóa og Vestfjarðakjálkanum í dag.
Myndin er Modis mynd sem tekin var í dag í heiðríkjunni.
Ingibjörg hefur oft skaffað vefnum myndir og eða kort af hafís,en hún sér um hafíseftirlit hjá Jarðvísindastofnun Háskólans.
Vefurinn þakkar Ingibjörgu kærlega fyrir.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. febrúar 2009

Yfirlit yfir veðrið í Janúar 2009.

Frá Litlu-Ávík 30-01-09.Dálítill snjór á jörðu í lok mánaðar.
Frá Litlu-Ávík 30-01-09.Dálítill snjór á jörðu í lok mánaðar.
Veðrið í Janúar 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn og árið byrjaði með hægviðri fyrstu 9 dagana yfirleitt með hita yfir frostmarki.

Eftir það frysti og gerði nokkrum sinnum Norðaustan eða Norðan hvassviðri með snjókomu og umhleypingasamt.

Mjög athugavert er að sjá hvað N og NA er hlý í þessum mánuði,og var janúar í ár mun hlýrri en janúar árið 2008.(sjá meðalhita við jörð.)

Snjólétt var í mánuðinum þótt dálítill snjór væri um miðjan mánuð.

Oft var talsverð hálka í mánuðinum.

Úrkomusamt var í mánuðinum.


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 31. janúar 2009

Cospas Sarsat hættir hlustun neyðarsendinga.

Óskar III ST-40 á sjó.
Óskar III ST-40 á sjó.
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar vill vekja athygli á að þann 1. febrúar hættir Cospas-Sarsat gervihnattakerfið hlustun eftir neyðarsendingum á tíðninni 121,5 MHz sem koma frá gömlum neyðarsendum skipa, báta og smærri flugvéla. Aðeins ein af 50 neyðarsendingum á 121,5/243 MHz er raunverulegt neyðartilvik. Þetta hefur í för með sér veruleg áhrif á vinnu leitar- og björgunarstöðva (SAR).

Mælt með að skipta yfir í neyðarsenda á
406 MHz með innbyggðum GPS

Hægt er að draga verulega úr fölskum neyðarsendingum með notkun 406 MHz neyðarsendanna. Mjög mikilvægt er að yfirfara og skipta út gömlum neyðarsendum. Neyðarsendar á 406 MHz með innbyggðum GPS verða til þess að nákvæm staðsetning fæst við ræsingu sendis. Verður því leitarsvæðið minna og líkur á að sá sem leitað er að, verði mun fyrr komið til bjargar. Staðsetningar GPS tækja eru eins og flestir vita mjög nákvæmar eða 60-100 metrar í radíus. Biðtími er innan sex mínútna frá ræsingu nýju sendanna þar til stjórnstöð LHG fær upplýsingar og getur brugðist við þeim.

Samkvæmt upplýsingum frá Póst og Fjarskiptastofnun er talið að um þriðjungur íslenska flotans sé kominn með nýja neyðarsenda sem senda út á 406 MHz. Miðað við þessar upplýsingar má ætla að um 800 bátar verði án neyðarsenda við þessi tímamót. Áríðandi er að sendarnir verði settir sem fyrst í alla báta, ekki síst björgunarbáta. Tímasparnaður vegna leitar getur verið umtalsverður, að ekki sé talað um þá sem þurfa að hafast við í björgunarbátum um lengri eða skemmri tíma. Allt sem flýtir fyrir leit er allra hagur.

Cospas-Sarsat ákvað að hætta gervihnatta-úrvinnslu merkja frá neyðarsendum á 121,5/243 MHz í samráði við Alþjóða flugmálastofnuninni (ICAO) og Alþjóða siglingamálastofnuninni (IMO). Þessar stofnanir Sameinuðu þjóðanna fara með stjórn þeirra öryggiskrafna sem gerðar eru fyrir flugvélar og skip, og hafa staðfest takmarkaða eiginleika 121,5/243 MHz neyðarsendanna og yfirburðar eiginleika 406 MHz neyðarkerfisins.

Þegar neyðarsendir er rétt skráður þá er einfalt með einu símtali til skráðs eiganda hans, í samræmi við kóðaðar upplýsingar neyðarsendisins, að ganga úr skugga um hvort um raunverulega neyð geti verið að ræða. Þar af leiðandi fá raunveruleg atvik viðeigandi viðbrögð. Nánar
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 30. janúar 2009

Búið að fljúga á Gjögur í dag.

Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.
Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.
Flugfélagið Ernir eru búnir að fljúga á Gjögur í dag,en ekki var hægt að fljúga í gær vegna snjókomu.
Ágætis veður er í dag en farið að þykkna upp núna.
Spáð er hægri Norðan eða NA átt í kvöld og einhverri snjókomu í kvöld og nótt.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 30. janúar 2009

Vefur Veðurstofunnar í úrslit.

Vefurinn bb.is á Ísafirði er einn af mörgum sem nýtir sér Iframe-þjónustu Veðurstofunnar.
Vefurinn bb.is á Ísafirði er einn af mörgum sem nýtir sér Iframe-þjónustu Veðurstofunnar.

SVEF, Samtök vefiðnaðarins, hafa birt lista yfir þau vefsetur sem dómnefnd vefverðlaunanna 2008 hefur valið til úrslita í keppninni um besta vefinn árið 2008.

Flokkarnir eru sex talsins og fimm vefir hafa verið valdir í úrslit í hverjum flokki. Vefur Veðurstofunnar er í flokknum Vefir í almannaþjónustu.

Ein af meginviðbótum við vefinn á síðasta ári var iframe-þjónusta sem Veðurstofan býður upp á. Þjónustan gerir vefstjórum kleift að birta veðurupplýsingar án fyrirhafnar á vefjum sínum. Þessi þjónusta er ókeypis.

Vefverðlaunin 2008 verða veitt í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi þann 30. janúar næstkomandi.

Vefur Veðurstofunnar var valinn besti vefurinn í flokknum Vefir í almannaþjónustu árið 2007.

Þetta kemur fram á hinum frábæra vef Veðurstofu Íslands. www.vedur.is 

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Skemmtiatriði.Söngur.
  • Byrjað að draga spýtur upp úr fjörunni.
  • Norðaustuhlið komin.28-10-08.
  • Oddný Þórðardóttir,oddviti Árneshrepps á skrifstofu sinni.Oddviti Árneshrepps frá 2006 til 2014.
  • Sperrur hífðar 29-10-08.
  • Klætt þak 11-11-08.
Vefumsjón