Framsóknarmenn í Norðvesturkjördæmi velja póstkostningu.
Munu atkvæðaseðlar verða sendir út þann 3. mars nk. en talning fara fram föstudaginn 13. mars. Skipan í önnur sæti á listann verður ákveðin á kjördæmisþingi sem boðað verður til í framhaldinu.
Viðar Guðmundsson tónlistarmaður og bóndi í Miðhúsum í Kollafirði á Ströndum gefur kost á sér í 3.-6. sæti í forvali Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar nú í vor. Í fréttatilkynningu kemur fram að Viðar leggur áherslu á jöfnuð í samfélaginu, byggðamál, menntamál og að standa vörð um frumgreinarnar í atvinnulífinu. "Heimilin í landinu, landbúnaðurinn, sjávarútvegurinn og fleiri grunnstoðir í samfélaginu standa mjög höllum fæti um þessar mundir. Nú þarf að standa vörð um hin raunverulegu verðmæti þjóðarinnar. Við þurfum að berjast gegn atvinnuleysi, minnka stórlega bilið á milli þeirra sem minnst hafa og þeirra sem mest hafa. Tími óhófs í launakjörum verður að taka enda.
Bæta þarf samkeppnisstöðu fyrirtækja og einstaklinga á landsbyggðinni með því að tryggja lágmarksþjónustu, s.s. mannsæmandi vegi og háhraðatengingu Internets. Vegakerfið er lélegt og netsambandið enn verra og það er til skammar að ekki skuli hafa verið meira gert í þessum málaflokkum á síðustu árum. Það er yfirvofandi mikill niðurskurður hjá ríkinu á næstu árum sem og sveitarfélögum. Ég hef miklar áhyggjur af því ef það á að fara að sneiða mikið af skólakerfinu. Við verðum að reyna að halda úti öflugu skólakerfi þó að þrengi að. Það er fjárfesting til framtíðar sem mun ávaxta sig vel.
Hinsvegar tel ég að víða í ríkisrekstrinum megi spara umtalsvert án þess að það valdi mikilli þjónustuskerðingu. Sem dæmi nefni ég sendiráð okkar sem við eigum og rekum víða um heim. Mín skoðun er sú að við eigum að vera með sameiginleg sendiráð með annarri Norðurlandaþjóð, t.d. Noregi. Þjónustan ætti ekki að þurfa að skerðast, en sparnaðurinn gæti verið umtalsverður.
Byrjum ekki á námsmönnum, sjúklingum og eldri borgurum þegar á að fara að spara.''
Viðar Guðmundsson er 27 ára gamall og starfar sem tónlistarkennari og organisti á Hólmavík, auk þess sem hann er bóndi í Miðhúsum. Viðar er einnig stjórnandi Karlakórsins Söngbræðra í Borgarfirði. Kona Viðars er Barbara Ósk Guðbjartsdóttir bóndi og leiðbeinandi og eiga þau 3 börn.
Fréttatilkynning frá Landsbjörgu.
66°Norður hefur í áraraðir verið leiðandi framleiðandi útivistarfatnaðar og í ljósi þess leita margir til fyrirtækisins að leiðangursstyrkjum. 66°Norður hefur styrkt marga góða leiðangra á síðustu árum og má þar t.d. nefna göngu Mörtu Guðmundsdóttur yfir Grænlandsjökul til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands, göngu Leifs Arnars Svavarssonar Cho Oyu og göngu „Fimm tinda" á hæsta fjall hvers landshluta til styrktar Sjónarhóli.
66°Norður hefur nú ákveðið að veita árlega tvo leiðangursstyrki til einstaklinga eða hópa að andvirði 500.000 kr. hvor. Styrkirnir fela bæði í sér fatnað fyrir leiðangurinn og peningastyrk að upphæð allt að 200.000 kr.
Styrkirnir eru tvískiptir annars vegar er veittur styrkur fyrir leiðangra sem eru farnir til stuðnings góðs málefnis og vinna að því að kynna eða safna pening fyrir málefið. Hins vegar veittur styrkur til krefjandi leiðangra á nýjar slóðir.
Umsóknarfrestur fyrir styrki til stuðnings góðs málefnis er
1. mars ár hvert og tilkynnt hver niðurstaða valnefndar er 8. mars. Umsóknarfrestur fyrir krefjandi leiðangra er 1. nóvember og tilkynnt verður 10. nóvember hvaða leiðangur hlýtur styrkinn.
Valnefnd skipuð fulltrúum frá Ísalp, Landsbjörgu, Ferðafélagi Íslands, Útivist, Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum og Bandalagi íslenskra skáta ásamt fulltrúa frá 66°Norður mun fara yfir allar umsóknir og velja þá leiðangra sem þykja skara fram úr hverju sinni.
Að þessu sinni sytja í valnefndinni Freyr Ingi Björnsson frá ÍSALP, Jón Ingi Sigvaldason frá SL, Páll Guðmundsson frá FÍ,Skúli H. Skúlason frá FÚ, Margrét Tómasóttir frá BÍS, Einar Torfi Finnsson frá ÍFLM og Helga Viðarsdóttir frá 66°Norður.
Það er von 66°Norður að leiðangursstyrkirnir eiga eftir að koma að góðum notum og stuðli að áframhaldandi vexti útivistar á Íslandi.
Hér má smella á slóðina um umsóknarstyrk.
Kjördæmisráðsþing Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi haldið sunnudaginn 22. febrúar, samþykkti að fram skyldi fara leiðbeinandi forval vegna kosninga til Alþingis 25. apríl næstkomandi.
Kjörstjórn VG í Norðvesturkjördæmi auglýsir hér með eftir fólki, sem vill gefa kost á sér til setu á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.
Frestur til að skila inn framboði er til kl: 17.00, föstudaginn 27. febrúar. Framboðum skal skilað til formanns kjörstjórnar, Gísla Árnasonar, s. 895 4408 eða gisli@fnv.is
Allir, sem vilja vinna stefnumálum VG brautargengi, eru hvattir til að gefa kost á sér
Kosningarétt hafa allir skráðir félagsmenn VG í Norðvesturkjördæmi 27. febrúar, en kjörskrá verður lokað þann dag kl. 17.00
Viðhöfð verður póstkosning og kynningarefni um frambjóðendur ásamt atkvæðaseðli verður sent félagsmönnum VG í Norðvesturkjördæmi er kosningarétt hafa.
Kjörstjórn VG í Norðvesturkjördæmi
Í liðinni viku voru sjö ökumenn kærðir fyrir of hraðann akstur á Ísafirði og í nágreni Ísafjarðar. Þrjú umferðaróhöpp urðu í vikunni. Fimmtudaginn 19 febrúar var er ekið var utan í vegginn á Vestfjarðargöngum, engin slys á fólki, en bifreiðin talsvert skemmt, óökuhæf á eftir. Útafakstur varð í Guðlaugsvík á Djúpvegi föstudaginn 20 febrúar, þar hafnaði bifreið út fyrir veg, talsverðar skemmdir á bílnum en ekki slys á fólki. Bifreiðin óökufær. Bílvelta varð á Óshlíð við Skarfasker, þar hafnaði bifreið á hliðinni upp fyrir veg, mikið tjón á ökutæki, en ökumaður slapp án meiðsla. Þá var ekið utan í bifreið við Hamraborg á Ísafirði, um að ræða minni háttar skemmdir. Lögregla vill enn og aftur brýna fyrir vegfarendum að akstursskilyrði eru erfið núna og breytast hratt og hvetur því lögregla vegfarendur til að taka tillit til þess og haga akstri eftir aðstæðum. Lögregla vill koma því á framfæri við gangandi vegfarendur að þeir noti endurskynsmerki og þeir fullorðnu verði þeim yngri til fyrirmyndar í þeim efnum.
Ein minniháttar líkamsárás var kærð til lögreglu í liðinni viku.
Afskipti voru höfð af 14 ökutækjum í vikunni og þeim gefin frestur í 7 daga til að færa viðkomandi ökutæki til skoðunar.
Þegar þær koma suður í dag er ætlunin að fara á hestanámskeið og fræðast um hesta svo sem að læra að kemba þeim og setja hnakkinn á hestana.
Á föstudag er ætlunin að fara og skoða Alþingi sem stofnað var 1844.
Einnig að skoða Reykholt þar sem Snorri Sturluson átti heima,og Landnámssetrið í Borgarnesi.
Á laugardaginn verður skoðað Ráðhúsið,Stjórnarráðið og einnig Þjóðminjasafnið.
Á sunnudag verður farið í sund og bíó og jafnvel í Skautahöllina.
Vefur Finnbogastaðaskóla er hér.