Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 16. febrúar 2009

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 9. til 16. febrúar 2009.

Mynd Lögregluvefurinn.
Mynd Lögregluvefurinn.

Í síðastliðinni viku urðu fjögur umferðaróhöpp á Vestfjörum.  Tvö minniháttar óhöpp urðu, annað á Ísafirði mánudaginn 9  og annað á Patreksfirði  þriðjudaginn  10. Ekki miklar skemmdir á ökutækjum.  Fimmtudaginn 12   varð umferðaróhapp í Vestfjarðargöngunum, Súgundarfjarðarmegin.  Þar lenti flutningabíll utan í göngunum þegar ekið er inn í göngin úr vegskálanum frá Súgundarfirði.  Þar mætti flutningabíllinn fólksbíl þar sem þrengst er og vegsýn ekki góð, þar sem beygja er á veginum, útsýni því lítið.  Þá var einn útafakstur í Álftafirði laugardaginn 14, þar hafnaði fólksbíll út af veginum, þegar ökumaður missit vald á bílnum.  Talsverðar skemmdir á bílnum, en engin slys á fólki.

Talsveður erill var hjá lögreglunni á Ísafirði um helgina, talsvert um pústra og ölvun og ein líkamsárást var kærð til lögreglu.  Á laugardag var bifreið stolið þar sem hún stóð við Hafnarstræti.  Bifreiðin fannst skömmu síðar óskemmd.    Lögregla vill brýna fyrir ökumönnum og umrámönnum ökutækja að skilja ekki þannig við ökutæki að óviðkomandi aðilar geti  tekið bifreiðarnar.

Einn var tekinn fyrir of hraðann akstur á Ísafirði þar sem hámarkshraði er 35 km/klst.

Einn Ökumaður var tekinn í akstri á Ísafirði, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 16. febrúar 2009

Líkamsárás.Lögreglan Vestfjörðum.

Lögreglustöðin Ísafirði.Mynd BæjarinsBesta bb.is
Lögreglustöðin Ísafirði.Mynd BæjarinsBesta bb.is

Maður var handtekinn aðfaranótt sunnudagsins 15. febrúar sl. þar sem hann var gestkomandi í heimahúsi á Ísafirði.  Lögregla mætti á staðinn eftir að tilkynning barst fjarskiptamiðstöð um að átök með eggvopni hefðu átt sér stað.  Sakborningur var í haldi lögreglunnar til sunnudagskvölds en var sleppt að loknum yfirheyrslum hans og vitna.  Lögreglan lítur atburðinn alvarlegum augum vegna þess áhalds sem sakborningur er talinn hafa beitt í átökunum.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. febrúar 2009

Aðsend grein frá Gunnari Gauk Magnússyni framkvæmdastjóra VesturVerks ehf um Hvalárvirkjun.

Gunnar Gaukur Magnússon framkvæmdastjóri VesturVerks ehf.
Gunnar Gaukur Magnússon framkvæmdastjóri VesturVerks ehf.
 Aðsend grein frá Gunnari Gauk Magnússyni um fyrirhugaða Hvalárvirkjun.
Greinin er einnig undir Aðsendar greinar hér til vinstri á vefnum.


Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði

Inngangur

Æðakerfi nútíma þjóðfélags eru samgöngur, raforkuflutningur og gagnaflutningur.  Hvar erum við Vestfirðingar staddir í þeim málum?  Við erum með allt niður um okkur í þeim efnum.  Hverjum það er að kenna, jú eingöngu okkur sjálfum, við virðumst ekki hvorki haft til forustu í atvinnulífi né annarstaðar í stjórnsýslunni nægjanlega sókndjarft fólk til að koma þessum málum í sambærilegt horf og þau eru í öðrum landsfjórðungum.

 

Virkjun Hvalár í Ófeigsfirði væri styrking einnar æðar í æðakerfi nútímans sem við Vestfirðingar getum lagst á árar saman um að styrkja.  Með tilkomu Hvalárvirkjunar mun raforkuöryggi styrkjast til mikilla muna þó að meira þurfi til að koma svo sem nýbygging og endurnýjanir háspennulína víðsvegar á Vestfjörðum.  Virkjun Hvalár er mikilvæg fyrir okkur Vestfirðinga vegna eftirfarandi þátta, til að tryggja öryggi og almannavarnir, vegna atvinnu og byggðarþróunar á Vestfjörðum.  Virkjun Hvalár er því eitt mikilvægasta framfaramál sem við stöndum frammi fyrir í dag.

 

Með virkjun Hvalár opnast miklir möguleikar í atvinnumálum sem við höfum ekki uppá að bjóða í dag.  Ekki í formi stóriðju en samt sem áður í opnum fyrirtækja sem nota töluverða orku.  Fyrirtækja sem væru mögulega með 20-100 manns í vinnu.  Það væri stóriðja á Vestfirskan mælikvarða. 

 

Við verðum að standa saman í þessum málum þ.e.a.s. gagnvar yfirvöldum og koma þeim skilaðboðum skýrt á framfæri við þau að við krefjumst tafalausrar úrlausna á raforkumálum, samgöngum og gagnaflutningum á Vestfjörðum til jafns við aðra landsmenn.  Ég hvet ykkur til þess að láta í ykkur heyra, nú er tækifærið þar sem það styttist í kosningar.


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. febrúar 2009

Fjórðungsþing Vestfirðinga ákveðið.

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga hefur ákveðið að 54. Fjórðungsþing Vestfirðinga verði haldið á Ísafirði þann 4. og 5. september n.k..  Þingið er afmælisþing þar sem 60 ár verða liðin í nóvember n.k. frá stofnun sambandsins. 
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. febrúar 2009

Seinheppinn ökumaður.

Mynd Lögregluvefurinn.
Mynd Lögregluvefurinn.
Hann var heldur seinheppinn ökumaðurinn sem varð á vegi lögreglumanna í miðborginni í gær. Laganna verðir komu honum til aðstoðar en búið var að brjótast inn í bíl mannsins. Úr honum var stolið peningaveski og er tjónið bagalegt, eins og gefur að skilja. Vandræði ökumannsins voru þó ekki alveg að baki því bíllinn hans reyndist vera ótryggður og því var ekki um annað að ræða en að fjarlægja af honum skráningarnúmerin. Manninum var síðan ekið til síns heima. Mikið er um ótryggð og/eða óskoðuð ökutæki í umferðinni og þarf lögreglan nánast daglega að grípa til fyrrnefndra úrræða. Í gær voru fjarlægð skráningarnúmer af allnokkrum ökutækjum af þessum ástæðum.
Vefurinn er ekki vanur að segja fréttir af lögreglunni í Reykjavík,en í raun er fréttin sniðug og á erindi til allra ökumanna og margir burtfluttir Srandamenn og Árneshreppsbúar eru í henni stóru Reykjavík.
Enn þetta sýnir mikið kæruleysi og skömm fyrir viðkomandi bifreiðaeiganda.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. febrúar 2009

Tillaga kjörnefndar Verk-Vest samþykkt.

Frá baráttudegi 1 maí.Mynd Verk-Vest.
Frá baráttudegi 1 maí.Mynd Verk-Vest.

Fundur stjórnar og trúnaðarmannaráðs Verk-Vest sem haldinn var þann 27. jan. s.l. samþykkti tillögu kjörnefndar félagsins um þá einstaklinga sem skipa trúnaðarstöður innan félagsins næstu 2 ár. Engar tillögur komu fram um breytingar á listanum. Listinn er birtur hér.

Frestur til að bjóða fram annan lista eða tillögur um einstök stjórnarsæti sem kjósa skal um er 14 sólarhringar frá deginum í dag (12. febrúar 2009).

Úr lögum félagsins:

"Frá því að listi trúnaðarmannaráðs er auglýstur hafa félagsmenn 14 sólarhringa frest til að bera fram aðra lista, eða tillögur um einstök stjórnarsæti sem kjósa skal um. Hver sá listi eða tillaga er fullgild, sem fram kemur innan þess tíma og hefur skriflegt samþykki allra þeirra sem boðnir eru fram og meðmæli 25 fullgildra félagsmanna. Listar skulu afhentir kjörstjórn. Um framkvæmd fer eftir reglugerð

ASÍ um allsherjaratkvæðagreiðslu."

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. febrúar 2009

Þarf ekki rannsóknaleyfi.

Össur Skarphéðinsson segir ekki þurfa rannsóknarleyfi við áframhaldandi rannsóknir við Hvalá.
Össur Skarphéðinsson segir ekki þurfa rannsóknarleyfi við áframhaldandi rannsóknir við Hvalá.

Það þarf ekki rannsóknarleyfi til að halda áfram með vinnu við Hvalárvirkjun. þetta kom fram í svari Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra á Alþingi við fyrirspurn Sturlu Böðvarssonar.

En spurt var hvaða áform væru uppi um raforkuöryggi á Vestfjörðum og hvað liði rannsóknarleyfi fyrir Hvalárvirkjun á ströndum.

Þetta kom fram á Svæðisútvarpi Vestfjarða RÚV í gær. 

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 11. febrúar 2009

Íslensk byggðamál á krossgötum.

Borgarnes.Mynd Mats.
Borgarnes.Mynd Mats.
Byggðaráðstefna verður haldin í Borgarnesi 20. febrúar nk. í samvinnu Sambands íslenskra sveitarfélaga, iðnaðarráðuneytis, samgönguráðuneytis, fjármálaráðuneytis, Byggðastofnunar og landshlutasamtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra.

Yfirskrift ráðstefnunnar er: „Íslensk byggðamál á krossgötum".

Tilefni ráðstefnunnar er samþykkt landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga um endurskoðun á byggðastefnu sambandsins og þátttaka landshlutasamtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra í „Opnum dögum" Héraðanefndar ESB og Norðurslóðaframlagi þar.

Á ráðstefnunni verða evrópsk byggðamál í brennidepli með sérstakri áherslu á stöðu Norður-Evrópu. Fyrirlesarar frá byggðastofnun framkvæmdastjórnar ESB og Nordregio munu fjalla um þau mál. Stjórnskipulag og skilvirkni byggðaaðgerða bæði hér á landi og í nágrannalöndunum verða einnig til umfjöllunar, sjá nánar meðfylgjandi dagskrá.

Ráðstefnan er áhugaverð fyrir sveitarstjórnarmenn, starfsmenn landshlutasamtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunarfélaga, þingmenn, starfsmenn ráðuneyta og stofnana sem starfa að byggðamálum og málum þeim tengdum og aðra áhugasama um byggðamál, ekki síst í ljósi umræðna um hugsanlega aðild Íslands að ESB.

Dagskrá og skráning á ráðstefnuna. Skráningu lýkur 18. febrúar nk.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 11. febrúar 2009

112-dagurinn 2009.

Finnbogastaðaskóli.
Finnbogastaðaskóli.

Dagur neyðarnúmersins, 112-dagurinn, verður haldinn um allt land í dag 11. febrúar. Að þessu sinni leggja samstarfsaðilar 112 áherslu á að vekja athygli grunnskólabarna á því víðtæka öryggis- og velferðarneti sem þau hafa aðgang að í gegnum neyðarnúmerið, ef eitthvað bjátar á. Börnunum er jafnframt bent á að þau geti sjálf gert ýmislegt til að stuðla að eigin öryggi og annarra, meðal annars með þátttöku í starfi sjálfboðaliðasamtaka. Samstarfsaðilar munu heimsækja grunnskóla um allt land og fræða nemendur um neyðarnúmerið og starfsemi sína.

 

Að venju verður skyndihjálparmaður Rauða krossins útnefndur á 112-daginn og veitt verða vegleg verðlaun í Eldvarnagetrauninni.  Þessir dagskrárliðir og fleiri verða í björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð kl. 15:00 í dag. 

 

Markmið 112-dagsins er að kynna neyðarnúmerið og starfsemi aðilanna sem tengjast því, efla vitund almennings um mikilvægi þessarar starfsemi og hvernig hún nýtist almenningi.  Samstarfsaðilar dagsins eru: Neyðarlínan, Ríkislögreglustjórinn, lögregluembættin, Brunamálastofnun, slökkviliðin, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Rauði krossinn, Landhelgisgæslan, Barnaverndarstofa, Landlæknisembættið, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Flugstoðir.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. febrúar 2009

Auglýst eftir starfskrafti við útibúið á Norðurfirði.

Frá Norðurfirði.
Frá Norðurfirði.
1 af 2
Nú hefur Kaupfélag Steingrímsfjarðar auglýst stöðu útibústjóra við útibú sitt á Norðurfirði.

Fyrst var auglýst í síðasta tölublaði Gagnvegar þann 5 febrúar og síðan á vefsíðunni  www.litlihjalli.it.is þann 10 febrúar.

Staðan er auglýst frá og með fyrsta maí.

Auk matvöruverslunar á Norðurfirði er þar bensínstöð sem N1 rekur og er hún sjálfsafgreyðslustöð,en smurolíur og aðrar olíur eru í versluninni.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Búið að klæða útskotið þar sem eldhúsið er.03-12-2008.
  • Finnbogastaðir fyrir brunann.
  • Mundi og Björn fara að setja lista í loft:19-02-2009.
  • Flugstöðin Gjögurflugvelli.
  • Súlan sem er 18,5 m löng komin á flot.
  • Borgarísjakabrot útaf Lambanesi 16-09-2003.
Vefumsjón