Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. febrúar 2009
Prenta
Engin fjarskiptastöð fyrir Árneshrepp hjá Vodafone.
Vefurinn Litlihjalli sendi fyrirspurn til Vodafone hvort fyrirhugað væri að setja upp fjarskiptastöð eða stöðvar sem myndu bæta GSM samband i Árneshreppi.Eins og fram kemur á vefsíðu Vodafone er uppsetning sendistöðva lokið fyrir Vestfirði.
Nú hefur Hrannar Pétursson forstöðumaður almennatengsla Maraðssviðs Vodafone svarað með eftirfarndi:
Eins og kemur fram á vefsíðunni okkar ( sjá http://www.vodafone.is/vodafone/frettir/vestfirdir ) hefur mikil uppbygging átt sér stað á Vestfjörðum. Sú uppbygging hefur ýmist verið á markaðslegum forsendum eða unnin í samstarfi við Fjarskiptasjóð. Til að tryggja betra GSM samband á þínum slóðum væri hægt að koma upp sendum á fjarskiptastað við Reykjaneshyrnu (sem er í landi Litlu-Ávíkur ef ég man rétt) eða með því að nota verslunarhúsnæðið í Norðurfirði. Hitt verður þó að segjast, að ekki eru markaðslegar forsendur fyrir slíkri uppsetningu og því afar ólíklegt að af henni verði - nema þá með aðkomu sveitarfélagsins, Fjarskiptasjóðs og/eða annarra hagsmunaaðilar.
Vefurinn kann Hrannari kærar þakkir fyrir.
Nú hefur Hrannar Pétursson forstöðumaður almennatengsla Maraðssviðs Vodafone svarað með eftirfarndi:
Eins og kemur fram á vefsíðunni okkar ( sjá http://www.vodafone.is/vodafone/frettir/vestfirdir ) hefur mikil uppbygging átt sér stað á Vestfjörðum. Sú uppbygging hefur ýmist verið á markaðslegum forsendum eða unnin í samstarfi við Fjarskiptasjóð. Til að tryggja betra GSM samband á þínum slóðum væri hægt að koma upp sendum á fjarskiptastað við Reykjaneshyrnu (sem er í landi Litlu-Ávíkur ef ég man rétt) eða með því að nota verslunarhúsnæðið í Norðurfirði. Hitt verður þó að segjast, að ekki eru markaðslegar forsendur fyrir slíkri uppsetningu og því afar ólíklegt að af henni verði - nema þá með aðkomu sveitarfélagsins, Fjarskiptasjóðs og/eða annarra hagsmunaaðilar.
Vefurinn kann Hrannari kærar þakkir fyrir.