Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. mars 2009 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í Febrúar 2009.

Lágmarkshitamælir við jörð.
Lágmarkshitamælir við jörð.

Veðrið í Febrúar 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var kaldur í heild.

Mánuðurinn byrjaði með kulda og var talsvert frost fram til 12,en vindur oftast hægur.Þá gerði smá blota hlýnaði og kólnaði á víxl með svellalögum þannig að gífurleg hálka myndaðist.Snjóaði svo talsvert þ,20,smá bloti aftur þ,21.

Síðan að mestu Norðaustan út mánuðinn með frosti,éljum og snjókomu.

Nú í þessum mánuði voru Norðan og NA áttirnar kaldar en voru nokkuð hlýjar í janúar síðastliðnum.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-2:Suðlæg vindátt andvari eða gola,þurrt í veðri,hiti frá +1 stig niðri -5 stig.

3-12:Norðan,NA eða A,lægar vindáttir,gola og uppí stinningskalda og jafnvel kaldi,lítilsháttar él,hiti frá 0 og niðri -8 stig.

13-16:Breytilegar vindáttir eða A lægar,logn,kul eða gola,él þann 13 annars slydda eða rigning,hiti frá -3 stig til +6 stig.

17-19:Sunnan og SV,oftast kaldi en stormur aðfaranótt 19 og fram á morgun,rigning,skúrir og síðan él,hiti frá +9 stigum niðri -2 stiga frost.

20:Norðaustan stinningsgola eða kaldi með snjókomu hiti frá +1 stigi niðri -1 stig.

21:Logn eða breytileg vindátt í fyrstu síðan V stinningskaldi og allhvass um kvöldið,snjókoma um morgunin síðan lítils háttar rigning en þurrt um kvöldið,hiti +0 til +5 stig.

22:Norðvestan og N stinningsgola,snjókoma með köflum,frost -1 til -5 stig.

23-25:Norðaustan eða A oftast allhvass eða hvassviðri með snjókomu,frost -1 til -5 stig.

26:Norðaustan stinningsgola síðan A gola,lítils háttar él,frost -3 til -5 stig.

27-28:Logn eða suðlæg vindátt með andvara,snjókoma með köflum þann 27 annars þurrt,frost 0 til -7 stig.

 

Úrkoman mældist:53,0 mm.  (í febrúar 2008:69,8 mm.)

Úrkomulausir dagar voru 6.

Mestur hiti var aðfaranótt 18:+9,3 stig.

Mest frost var að morgni 12:-8,1 stig.

Jörð alhvít í 22 daga.

Jörð flekkótt í 5 daga.

Auð jörð því í 1 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 28: 28 cm.

Meðalhiti við jörð var:-4,34 stig (í febrúar 2008:-3,66.)

Sjóveður:Gott eða sæmilegt dagana 1 til 9 og 12 til 16 og dagana 27 og 28,annars slæmt eða ekkert sjóveður,vegna hvassviðra eða sjógangs.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Hafskipabryggjan Norðurfirði-06-07-2004.
  • Björn Torfason heldur ræðu.Barnabarn hans fylgist með afa sínum.
  • Gíslína-Júlíana-Villi-Eysteinn og Jenssína.
  • Saumaklúbbur á Krossnesi 05-01-2007.
  • Séð yfir Ófeigsfjörð-Seljanes-Drangajökull.
Vefumsjón