Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. mars 2009
Prenta
Óvissustig- Viðbúnaður vegna snjóflóðahættu á Norðanverðum Vestfjörðum.
Tilkynning frá Ríkislögreglustjóra Almannavarnadeild.
Snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands lýsti nú kl: 18.00 yfir Óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Norðanverðum Vestfjörðum. Mikið hefur snjóað í dag og með tilliti til veðurspár er hætta á snjóflóðum á svæðinu.
Áfram verður fylgst náið með ástandi og horfum.