Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 14. mars 2009

Lokaniðurstaða í póstkosningu framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi.

Talningu atkvæða er lokið í póstkosningu framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi.
Atkvæði greiddu 1539, ógildir seðlar voru 34, gildir seðlar 1505.
 Lokastaðan er þannig í 5 efstu sætin:
1. Gunnar Bragi Sveinsson, 782 atkvæði í 1. sæti
2. Guðmundur Steingrímsson, 635 atkvæði í 1.-2. sæti
3. Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, 897 atkvæði í 1.-3. sæti
4. Elín Líndal, 1.135 atkvæði í 1.-4. sæti
5. Halla Signý Kristjánsdóttir, 937 atkvæði í 1.-5. sæti
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. mars 2009

Enn og aftur Rafmagnsleysi.

Orkubú Vestfjarða Hólmavík.Mynd strandir.is
Orkubú Vestfjarða Hólmavík.Mynd strandir.is
Rafmagn fór af línunni norður í Árneshrepp tuttugu mínútur fyrir sjö í morgun einnig Drangsneslínu þar var keyrð díselrafstöð og einnig sló út á Hólmavík í smátíma.

Að sögn Orkubúsmanna var bilunin við Hrófberg í Steingrímsfirði og var unnið að viðgerð strax í morgun og komst rafmagn á aftur nú kl 09:20.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. mars 2009

Slitið við Djúpavík.

Frá Djúpavík.Myndasafn.
Frá Djúpavík.Myndasafn.
Þegar orkubúsmenn voru á leið heim í nótt eftir rafmagnsviðgerðina á Krossnesi sáu þeyr að rafmagnslaust var í Djúpavík.

Þeyr gátu ekki gert við þá því það vantaði samsetningarefni og fleira.

Að sögn Þorsteins Sigfússonar svæðisstjóra Orkubúsins á Hólmavík fóru aðrir tveir norður í dag til að gera við bilunina,slitin var lína rétt innan við Djúpavík.

Rafmagn fór af hreppnum í smá tíma á meðan að línan var sett saman.

Mikil ísing hefur verið með köflum í dag.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. mars 2009

Rafmagn komið á Krossnes.

Krossnes fremst á nesinu.
Krossnes fremst á nesinu.
Í kvöld um kl 21 komu menn norður frá Orkubúini á Hólmavík á snjósleðum yfir Trékyllisheiði í dimmviðri og bullandi skafrenning þar uppi.

Farið var strax í að athuga með að koma rafmagni á Krossnes og var rafmagn komið á Krossnes nokkru uppúr miðnætti.

Skipt var um múffu sem er á milli spennis og kapals sem liggur niður staurinn og í jörð og inn í hús.

Það hefur gengið á með slydduéljum í kvöld á láglendi og NA allhvössum vindi.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 11. mars 2009

Rafmagnsleysi og rafmagnlaust á Krossnesi.

Frá Krossnesi.Myndasafn.
Frá Krossnesi.Myndasafn.
Miklar truflanir hafa verið hér í Árneshreppi frá því snemma í morgun og í allan dag.

Rafmagn fór af öllum Árneshreppi frá því rúmlega fimm í morgun og til rúmlega átta að mestu leyti,þá komst rafmagn ekki á fyrir norðan Mela.Síðan fyrir hádegið komst rafmagn á Norðurfjarðarbæjina en ekki á Krossnesi og sjónvarpsendurvarpsstöðina enn komst á sundlaugahúsið og Fell.

Síðan í hádeginu fór rafmagn af Drangsneslínu og meðan að verið var að koma henni inn sló alltaf út hér í hreppnum í um tvo tíma.Á þeyrri línu var ísing og sjávarselta.

Síðan hafa menn verið að vinna við að koma rafmagninu á Krossnes,aftengja bæjinn og prófa línuna án Krossness.

Rafmagn komst ekki á Krossnes nú undir kvöld,nú er keyrð þar rafstöð fyrir sjónvarpsendurvarpsstöðina sem er þar svo fólk geti horft á sjónvarp í kvöld.Hitaveita er á Krossnesi til upphitunar íbúðarhúss.

Nú eru menn frá Orkubúinu á Hólmavík á leið norður á snjósleðum og ætla að reyna viðgerð í kvöld.

Talsverð selta var á línum í morgun og gæti hún hafa ollið útslætti í fyrstu.

Að sögn Þorsteins Sigfússonar svæðisstjóra hjá Orkubúinu á Hólmavík hafa þetta verið viðburðaríkir dagar í viðgerðum hjá starfsmönnum Orkubúsins,mest fyrir vestan í Mjóafirði.

| mánudagurinn 9. mars 2009

Viskunnar fugl í heimsókn

1 af 4
Brandugla er nú í heimsókn í Trékyllisvík, og hefur leitað skjóls frá norðanbálinu undir brúnni yfir Árnesá. Krummarnir líta ugluna hornauga, en þeim hefur ekki tekist að flæma hana í burtu.

Branduglur er mjög fágætar. Talið er að einungis 100 til 200 pör verpi árlega á Íslandi, einkum í Þingeyjarsýslum, Eyjafirði og Borgarfirði. Á Íslandsvefnum kemur fram að þær lifa aðallega á músum, en litlir vað- og spörfuglar mega líka passa sig. Vænghaf branduglunnar er í kringum metri, en þær eru aðeins 3-400 grömm á þyngd.

Uglur sjást annað veifið í Árneshreppi, en ekki er vitað til þess að þær hafi gert sér heimili hér í sveit.

Branduglan er alfriðuð, en hrafnarnir í Trékyllisvík taka lítið mark á slíkum tilskipunum, enda uglan skæður keppinautur í músaveiðum. Það má því gera ráð fyrir því að þessi sviflétti viskunnar fugl kveðji þegar storma lægir.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 9. mars 2009

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 2. mars til 9. mars 2009.

Mynd Lögreglan .is.
Mynd Lögreglan .is.

Í síðastliðinni viku urðu 6 umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum.  Miðvikudaginn 4. mars varð minniháttar umferðaróhapp á Ísafirði, sem rekja má til ófærðar og einnig á fimmtudag þar sem bakkað var á bíl á Ísafirði.  laugardaginn 7. mars varð bílvelta í tungudal í Skutulsfirði, þar hafnaði jeppi út fyrir veg og má rekja óhappið til aðstæðna, blint og hálka á vegi.  Tvö önnur umferðaróhöpp urðu einnig á þessum sólahring.  Í Tálknafirði rann mannlaus bíll úr bílastæði við hús við Móatún, rann yfir götuna og hafnaði úti í móa.  Engan sakaði og óverulegar skemmdir á bílnum.  Þá hafnaði bíll utanvegar í Álftafirði, engin slys á fólki og bíllinn lítið skemmdur.  Kl. 19:15 á sunnudag 8. mars  var tilkynnt til lögreglu um bílveltu í Ennishálsi á Ströndum, þar valt flutningabíll á hliðina og lokaði veginum, veður og aðstæður mjög slæmar á vettvangi.  Björgunarsveit kom þar til aðstoðar og þurfti að fá kranabíla úr Reykjavík til að koma bílnum á hjólin aftur og var því verki ekki lokið fyrr en um kl. 06:00 í morgun, mánudaginn 9. mars.  Eins og áður sagði var vegurinn lokaður að mestu, en jeppar gátu komist fram hjá vettvangi, en umferð var ekki mikil vegna færðar og veðurs.

Mánudaginn 2. mars voru fjögur hús rýmd í Bolungarvík og 14 manns fluttu úr húsum sínum.  Talin var veruleg snjóflóðahætta á reit 4, samkvæmt rýmingarkorti fyrir bæinn, veður fór verulega versnandi.  Þá var Óshlíðinni lokað vegna snjóflóðahættu og ekkert ferðaveður á svæðinu.

Á þriðjudag var veður mjög leiðinlegt á norðanverðum Vestfjörðum og þurfti lögregla og björgunarsveitir að aðstoða vegfarendur, bæði þá sem fastir voru í bílum sínum og einnig að koma fólki til vinnu.  Þá var umferð um Skutulsfjarðarbraut takmörkuð á tímabili á þriðjudag og var bílum hleypt í hollum eftir brautinni og fylgst með, en talin var talsverð sjóflóðahætta á svæðinu.   Rýmingu og hættuástandi  var ekki aflýst fyrr en miðvikudaginn 4. mars, þá fékk fólk að snú til síns heima aftur.  Á fimmtudaginn 5. mars voru starfsmenn Funa á Ísafirði beðnir að hafa varan á sér þar sem menn höfðu áhyggjur af því að snjóalög ofan við Funa væru ótrygg.  Það má segja að lögregla og björgunarsveitir hafi haft í nógu að snúast fyrri part vikunnar, vegna veðurs og snjóflóðahættu, aðstoða vegfarendur og íbúa eins og kostur var.

laugardaginn 7. mars var tilkynnt til lögreglu að vélbáturinn Hrönn ÍS væri sokkinn í höfninni á Ísafirð og jafnframt að vélbáturinn Jón forsesti  væri einnig við að sökkva, en sá bátur var bundinn utan á Hrönn ÍS.  kallaðir voru til hafnarstarfsmenn og bátaflokkur Björgunarfélags ísafjarðar til aðstoðar og var skorðið að festar Jóns forseta og þannig komið í veg fyrir að hann sykki einnig, var báturinn færður annað í höfninni.  Ekki er viðtað um orsakir þess að Hrönn sökk og verður unnið við að koma bátnum á flot eftir helgi á mánudag.

það má því segja að s.l. vika hafi verið talsvert erilsöm hjá lögreglu og má það að mestu rekja til veðurfars og erfiðleika tengdum því.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 8. mars 2009

Prófkjörsúrslit í Norðvesturkjördæmi.

Úrslit eru ljós í netprófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi 6. - 8. Mars. Kosningu lauk kl. 16:00 í dag, sunnudaginn 8. mars.
Alls greiddu 854 atkvæði. 1 seðill var auður
Kosningin er bindandi fyrir sex efstu sætin. Þau raðast þannig:

1. sæti Guðbjartur Hannesson - 601
2. sæti Ólína Þorvarðardóttir - 405 í 1 - 2 sæti
3. sæti Arna Lára Jónsdóttir - 324 í 1 - 3 sæti
4. sæti Karl V. Matthíasson - 281 í 1 - 4 sæti
5. sæti Anna Kristín Gunnarsdóttir - 456 í 1 - 5 sæti
6. sæti Þórður Már Jónsson - 420 í 1 - 6 sæti


Vegna reglna um paralista færðist Karl V. Matthíasson upp um sæti og Anna Kristín Gunnarsdóttir færðist sæti niður.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 8. mars 2009

Óvæntur sauðburður á Steinstúni.

Júlíana og ærin Gyðja með lambhrútinn Byl.Mynd Edda Hafsteinsdóttir.
Júlíana og ærin Gyðja með lambhrútinn Byl.Mynd Edda Hafsteinsdóttir.

Sauðburður.

Þegar Guðlaugur Ágústsson á Steinstúni kom í fjárhúsin í morgun til að gefa morgungjöfina var ærin Gyðja borin einum hvítum lambhrút.

Ærin hefur komist í hrút áður en fé var tekið á hús í haust eða um líkt leyti og íslensku bankarnir hrundu.

Þetta er mjög óvæntur sauðburður nú á Góu.

Heimasætan Júlíana Lind Guðlaugsdóttir er búin að gefa lambinu nafnið Bylur.

Ærin og Bylur eru mjög spræk enda eru þaug inni í hlýjum húsum þótt óveður geysi úti.

 

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. mars 2009

Áhugaljósmyndarinn Gústi.

Góustaðir í Skutulsfirði.Mynd Ágúst G Atlason.
Góustaðir í Skutulsfirði.Mynd Ágúst G Atlason.
Áhugaljósmyndarinn Ágúst G Atlason hefur tekið og tekur mikið af ljósmyndum bæði af náttúru,landi og fólki,og eru myndirnar mjög vinsælar í Vestfirskum netmiðlum.
Flestar myndanna eru að vestan og einnig hér úr Árneshreppi. 

Gústa er margt til lista lagt,en hann vinnur hjá netfyrirtækinu Snerpu ehf á Ísafirði og hannar þar tildæmis vefsíður og annað sem netheimar nútímans biðja um.

Tildæmis hannaði Ágúst vefsíðuna Litlahjalla.it.is svo frábærlega og marga aðra fréttavefi á Vestfjörðum.

Litlihjalli hefur nú sett inn fyrir nokkru,undir tenglum og þar undir Ljósmyndavefir myndavef Ágústs G Atlasonar,en hana má einnig sjá hér.

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • 28-12-2010.Borgarísjakinn sem sést hefur frá Litlu-Ávík hefur nú færst austar og er nú ca 15 km NNA af Reykjaneshyrnu.
  • Árnesey-06-08-2008.
  • Tvær góðar,Krístín og Edda.
  • Hafís Reykjaneshyrna 15-03-2005.
  • Mundi fygist með yfir smiðnum hækjulausum upp á þaki 11-11-08.
Vefumsjón