Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. mars 2009

Snjómokstur.

Frá snjómokstri.
Frá snjómokstri.
Nú í morgun er verið að moka veginn Norðurfjörður-Gjögur.
Talsverður mokstur er víða skaflar en sumstaðar autt.
Talsvert skóf í skafla í síðasta hreti.
Nú gengur á með éljum og NNA 11 til 13 m/s.
Flugdagur er í dag og lítur sæmilega út með flug.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 4. mars 2009

Búferlaflutningar innanlands hafa mikil áhrif á íbúaþróun.

Mynd Fjármálaráðuneytið.ís
Mynd Fjármálaráðuneytið.ís

Mikill aðflutningur til landsins undanfarin ár hefur verið mjög í umræðunni. Minna hefur farið fyrir umfjöllun um búsetuþróun innanlands.

Á síðustu 5 árum hafa tæplega 46.000 manns flutt til landsins. Þar af voru rúmlega 34 þúsund með erlent ríkisfang. Af landinu hafa flutt tæplega 30 þúsund. Á sama tíma hafa 47 þúsund manns flutt milli landshluta innanlands. Með landshlutum er átt við höfuðborgarsvæðið og gömlu kjördæmin. Innan landshluta, en milli sveitarfélaga fluttu tæplega 55 þúsund en 170 þúsund hafa flutt lögheimili innan sama sveitarfélags á þessum fimm árum. Auk beinna breytinga á íbúafjölda gefa miklir búferlaflutningar tilefni til breytinga á hlutföllum milli kynja og aldursskiptingu ef þeir sem flytja skera sig úr brottflutnings- eða aðflutningssvæðinu í þeim efnum. Slíkt getur haft áhrif á vinnuframboð og þörf fyrir ýmsa þjónustu.

Á myndinni sem er hér með má sjá hvernig landshlutunum hefur reitt af í búferlaflutningum undanfarinna ára og þar sést hversu miklu máli innanlandsflutningarnir skipta. Á myndinni sést að síðastliðin fimm ár hafa innanlandsflutningar skipt mjög litlu fyrir íbúaþróun höfuðborgarsvæðisins. Þeir hafa bætt 0,3% við íbúafjöldann á tímabilinu meðan flutningar milli landa hafa aukið hann um tæplega 6%.

Suðurnes annars vegar og Suðurland hins vegar eru einu landshlutarnir þar sem innanlandsflutningar hafa bætt við íbúafjöldann. Í öðrum landshlutum hafa innanlandsflutningar fækkað íbúum en í öllum landshlutum hafa millilandaflutningar bætt við hann. Suðurnes skera sig úr en þar hafa innanlandsflutningar bætt 15% við mannfjöldann auk þess sem millilandaflutningar hafa aukið hann um 8%. Búferlaflutningar hafa þannig bætt næstum því fjórðungi við þann íbúafjölda sem bjó á Suðurnesjum fyrir fimm árum. Mestur er nettóbrottflutningur innanlands á Vestfjörðum þar sem hann nam 18,5% af íbúafjölda. Þar ná millilandaflutningar ekki að vega upp fækkunina og hið sama á við um Norðurland bæði austurhlutann og þann vestari.
Nánar hér.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 4. mars 2009

Viðbúnaður færður á óvissustig og rýmingu aflétt.

Frá Trékyllisvík.Myndasafn.
Frá Trékyllisvík.Myndasafn.

Frá Ríkislögreglustjóra Almannavarnadeild.
Ákveðið hefur verið að færa viðbúnað vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum af hættustigi á óvissustig. Rýmingu hefur verið aflétt og hafa íbúar fengið leyfi til að snúa til síns heima.
Fjöldi snjóflóða hafa fallið síðasta sólarhring víðsvegar um Vestfirði, sérstaklega í byrjun óveðurshrinunnar.
Áfram verða helstu svæði vöktuð, athuganir gerðar á snjóalögum og jafnframt verður fylgst með framvindunni.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 4. mars 2009

Forval VG í Norðvesturkjördæmi í dag.

Forval Vinstri grænna í NV-kjördæmi

Í dag verða send kjörgögn til allra félaga í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði í Norðvesturkjördæmi, en þar mun fara fram póstkosning til að stilla upp á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Reynt verður að hraða talningu og í kjölfarið að stilla upp á lista flokksins og þurfa póstatkvæði að vera komin í póst fyrir 10. mars næstkomandi. Frestur til að skila inn framboði er liðinn og gáfu 20 félagar kost á sér. Hægt er að nálgast upplýsingar um frambjóðendur í kynningarbæklingi sem er kominn á netið:  http://www.vg.is/kjordaemi/nv . Nánari upplýsingar veitir formaður kjörstjórnar Gísli Árnason í síma 895-4408

Frambjóðendur eru í stafrófsröð:

Arnar Snæberg Jónsson, Hólmavík (3.-4. sæti)

Ársæll Guðmundsson, Borgarnesi (2.-4. sæti)

Ásmundur Einar Daðason, Búðardal (2.-4. sæti)

Björg Gunnarsdóttir, Hvanneyri (1.-2. sæti)

Eva Sigurbjörnsdóttir, Djúpavík í Árneshreppi (1.-6. sæti)

Grímur Atlason, Búðardal (1.-2. sæti)

Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, Reykholti (2.-4. sæti)

Hjördís Garðarsdóttir, Akranesi (3.-5. sæti)

Ingibjörg Gestsdóttir, Akranesi (tilgreinir ekki sæti)

Jón Bjarnason, Blönduósi (1. sæti)

Jóna Benediktsdóttir, Ísafirði (2.-3. sæti)

Katla Kjartansdóttir, Hólmavík (3.-6. sæti)

Lilja Rafney Magnúsdóttir, Suðureyri (2. sæti)

Matthías Sævar Lýðsson, Húsavík í Strandabyggð (3.-6. sæti)

Ólafur Sveinn Jóhannesson, Tálknafirði (1.-2. sæti)

Páll Rúnar Heinesen Pálsson, Sauðárkróki (4.-6. sæti)

Ragnar Frank Kristjánsson, Hvanneyri (3.-8. sæti)

Sigurður Ingvi Björnsson, Hvammstanga (tilgreinir ekki sæti)

Telma Magnúsdóttir, Blönduósi (3.-6. sæti)

Viðar Guðmundsson, Miðhúsum í Strandabyggð (3.-6. sæti)

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. mars 2009

Hvassviðri og mikil snjókoma.

Mikil snjókoma er og hvassviðri.
Mikil snjókoma er og hvassviðri.
Mikil snjókoma er nú og hvassviðri,annars var veðrið svona kl 09:00 í morgun frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík:
Norðan 19 m/s til 22 m/s mikil snjókoma skyggni minna en hundrað metrar,hiti -1,8 stig,hámark -0,8 stig,lágmark -4,6 stig,stórsjór.Snjódýpt 46 cm.Úrkoman mældist 9 mm.
Rafmagn fór af um kl sjö í morgun en kom á aftur eftir um tíumínútur til korter,útsláttur var á Hólmavík.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. mars 2009

Óvissustig- Viðbúnaður vegna snjóflóðahættu á Norðanverðum Vestfjörðum.

Spáð er mikilli snjókomu og snjóflóðahættu.
Spáð er mikilli snjókomu og snjóflóðahættu.

Tilkynning frá Ríkislögreglustjóra Almannavarnadeild.
Snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands lýsti nú kl: 18.00 yfir Óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Norðanverðum Vestfjörðum. Mikið hefur snjóað í dag og með tilliti til veðurspár er hætta á snjóflóðum á svæðinu.

Áfram verður fylgst náið með ástandi og horfum.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. mars 2009

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 23.febrúar til 2. mars 2009.

Mynd Lögregluvefurinn.
Mynd Lögregluvefurinn.

Fjögur umferðaróhöpp urðu á Vestfjörum í liðinni viku.  Þriðjudaginn 24 . varð umferðaóhapp á þjóðvegi nr. 1 Holtavörðuheiði, þar fór dráttarbíll á hliðina og valt vagninn inn á veg og teppti aðra akreinina.  Akstursskilyrði frekar slæm og skyggni lélegt.  Ökumaður kenndi sér eymsla og fór sjálfur á Heilsugæslustöðina í Borgarnesi til skoðunar.  Björgunarsveitarmenn frá Hvammstanga voru fengnir til aðstoðar við að losa farm bílsins sem var fiskur og aðstoða við að koma bílnum upp á veginn. Laugardaginn 1 . mars var  eitt  minniháttar umferðaróhapp á Ísafirði, litlar skemmdir og ekki slys á fólki.   Á sama sólahring varð annað  umferðaróhapp, á Djúpvegi í Mjóafirði, þar hafnaði bifreið út fyrir veg og var óökuhæf á eftir, ökumaður og tveir farþegar kenndu sér eymsla og fóru sjálfir til skoðunar.  Bifreiðin fjarlægð af vettvangi með kranabíl.  Aðfaranótt 2 . mars varð síðan bílvelta á   Djúpvegi við  Borgarháls á Ströndum, þar lenti flutningabíll með eftirvagn útaf.  Ökumaður var  fluttur með sjúkrabíl á Heilsugæslustöðina á Hvammstanga, ekki vitað um meiðsli.  Reynt verður að ná bílnum upp í dag eða morgun.

Það má brýna fyrir ökumönnum sem eru á ferðinni á þessum árstíma að fylgjast með veðri og færð, sumir fjallvegir eru lokaðir og þá eru þeir yfirleitt merktir sem slíkir, en talsvert er um að menn fari samt á þessa fjallvegi og hafa þá björgunarsveitir þurft að aðstoða þá til byggða.  Sunnudaginn 1. mars fór Björgunarsveit frá Hólmavík ökumanni til aðstoðar sem var fastur í bíl sínum á Eyrarfjalli í Ísafjarðardjúpi, ökumaður lagði á fjallið, þrátt fyrir að lokunarmerkingar væru á veginum.

Tveir voru teknir fyrir ölvun við akstur í vikunni í umdæminu þá voru fjórir teknir fyrir of hraðann akstur.

Enn og aftur vill lögregla benda vegfarendum á það að misnota ekki slökkvitæki í Vestfjarðargöngunum, því enn og aftur var tæmt úr einu tæki í  Súgundarfjarðarleggnum.  Ekki þarf að fjölyrða um það, ef í neyð þarf að nota þessi tæki og einhverjir eru búnir að tæma þau að leikaraskap.  Svona árétting til þeirra sem þarna eiga hlut að máli.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. mars 2009

Orkubú Vestfjarða hækkar verðskrár.

Orkubú Vestfjarða Hólmavík.Mynd Strandir.is
Orkubú Vestfjarða Hólmavík.Mynd Strandir.is

Á fundi stjórnar Orkubús Vestfjarða ohf. þann 28. janúar s.l. var ákveðið að hækka verðskrár Orkubús Vestfjarða fyrir dreifingu raforku að jafnaði um 13% frá og með 1. mars. Tengigjöld verða óbreytt að sinni. Helsta breyting í uppbyggingu gjaldskrár er að tveggja þrepa verðlagningu dreifingar orkunnar er hætt og fast árlegt gjald hækkað til að mæta tekjutapi ásamt hækkun á ódýrara þrepinu sem eftir breytingu nær til allrar orku. Hækkun þessi er rökstudd með vísan til verðlagshækkana frá síðustu breytingu verðskrárinnar 1/8 2008. Vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 23,6% síðustu 6 mánuði og vísitala neysluverðs um 8,4% og verðbólga síðustu 12 mánaða mælist rúm 18%. Þá er einnig bent á á undanförnum árum hefur Orkubú Vestfjarða aðeins nýtt um 90% af tekjuramma sínum fyrir dreifingu raforku.
Nánar hér á bb.is

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. mars 2009

Yfirlit yfir veðrið í Febrúar 2009.

Lágmarkshitamælir við jörð.
Lágmarkshitamælir við jörð.
Veðrið í Febrúar 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var kaldur í heild.

Mánuðurinn byrjaði með kulda og var talsvert frost fram til 12,en vindur oftast hægur.Þá gerði smá blota hlýnaði og kólnaði á víxl með svellalögum þannig að gífurleg hálka myndaðist.Snjóaði svo talsvert þ,20,smá bloti aftur þ,21.

Síðan að mestu Norðaustan út mánuðinn með frosti,éljum og snjókomu.

Nú í þessum mánuði voru Norðan og NA áttirnar kaldar en voru nokkuð hlýjar í janúar síðastliðnum.


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 28. febrúar 2009

Níu í forvali Framsóknar í NV kjördæmi.

Frestur til að tilkynna um þátttöku í póstkosningu Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi rann út kl. 22.00 föstudaginn 27. febrúar. Níu einstaklingar tilkynntu um þátttöku en þeir eru í stafrófsröð:

Björg Reehaug Jensdóttir, launafulltrúi og nemi, Ísafirði
Elín Líndal, bóndi og framkvæmdastjóri, Lækjamóti, Húnaþingi -vestra
Friðrik Jónsson, alþjóðastjórnmálafræðingur, Akranesi
Guðmundur Steingrímsson, blaðamaður, Reykjavík
Gunnar Bragi Sveinsson, formaður byggðaráðs, Skagafirði
Halla Signý Kristjánsdóttir, skrifstofu- og fjármálastjóri, Bolungarvík
Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður, Bolungarvík
Margrét Þóra Jónsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, Akranesi
Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, bóndi, Bakkakoti, Borgarbyggð.

Kjörnefnd fer um helgina yfir þau gögn sem frambjóðendur sendu nefndinni og stefnir að því að staðfesta framboðin á kynningarfundi í Borgarnesi 1. mars ásamt því að draga um röð frambjóðenda á kjörseðli. Póstkosningin fer fram dagana 3. til 13. mars og rétt til þátttöku hafa allir félagar í Framsóknarfélögum í kjördæminu. Kosið verður um fimm efstu sætin.

Nánari upplýsingar um póstkosninguna og frambjóðendur má fljótlega nálgast á vefslóðinni http://framsokn.is/Kjordaemi/Nordvesturkjordaemi.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Agnes ÍS kominn með allann flotann í tog og siglir fyrir Nestangann.
  • Gunnsteinn Gíslason og Reimar Vilmundarson skálar fyrir afmælisbarninu og gestum.
Vefumsjón