Menningarráð Vestfjarða auglýsir eftir styrkumsóknum.
Meira
Bændur hafa rúið fé sitt sjálfir heldur en að fá aðkeypta vinnu við það.
Samkvæmt verðbæklingi frá Íslenskum búrekstrarvörum Lambeyrum í Búðardal,sem sendur var til bænda fyrir nokkru um verð fyrir snoðklippingu er verðið ef fé er lagt fyrir rúningsmann 210 kr,pr kind,og ef rúningsmaður leggur sjálfur þá á verðið að vera 350 kr,pr kind.
Þannig að ef bóndi er með 300 kindur og leggur fyrir rúningsmann þá væri verðið 63.000.00 kr og ef rúningsmaður leggur sjálfur væri kostnaður fyrir 300 kindur 105.000.00 kr.
Þannig að bændur mega reikna sér ágætiskaup við klippinguna því flestir bændur verða að leggja féið sjálfir.
Edda eins og hún er kölluð og Guðlaugur Ágústsson maður hennar eru við búskap á Steinstúni en búa í einni af íbúðum í kaupfélagsbyggingunni,og eru þar einnig með gistingu fyrir ferðafólk á sumrin.
Edda sá um Kaffi Norðurfjörð í sumar,en það var fyrsta sumarið sem Kaffi Norðurfjörður var opinn.
Edda Hafsteinsdóttir tekur við starfinu 1 maí næstkomandi af Margréti Jónsdóttur.
Vinnuhópur sem skipuð var af iðnaðarráðherra til að meta þörf á tengingu við þriggja fasa rafmagn á landsbyggðinni hefur skilað af sér skýrslu um málið.
Í vinnuhópnum áttu sæti þau Helga Barðadóttir, iðnaðarráðuneyti, formaður, Halldór V. Magnússon, Orkubúi Vestfjarða og Pétur Þórðarson, Rarik. Með vinnuhópnum starfaði Kjartan Rolf Árnason, Rarik.
Niðurstöður skýrslunnar eru þær helstar að enn vantar töluvert upp á að fullnægt sé þörfum um aðgang að þriggja fasa rafmagni og ljóst að miðað við sama hraða endurnýjunar mun það taka allt að 20 ár að koma á þriggja fasa rafmagni um allt land. Í því sambandi er nauðsynlegt að hafa í huga að þegar rætt er um uppbyggingu á þriggja fasa dreifikerfi að sú uppbygging helst í hendur við almenna endurnýjun og uppbyggingu á dreifikerfinu og er sjaldnast um sérstakar aðgerðir að ræða sem einvörðungu snúa að því að tengja þriggja fasa rafmagn.
Nefndin telur að efni skýrslunnar geti nýst orkufyrirtækjunum við forgangsröðun sinna verkefna hvað varðar endurnýjun í dreifikerfinu. Ljóst má vera að verði fyrirtækjunum gert að hraða endurnýjun án þess að leggja þeim til sérstaka fjármuni til verksins mun það óhjákvæmilega leiða til hækkunar á raforkuverði þeirra.
Skýrsluna má lesa hér Skýrslan
Jón Bjarnason, þingmaður, sem skipaði hefur efsta sæti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi frá upphafi, sigraði með yfirburðum í nýafstöðnu forvali og fékk 254 atkvæði í fyrsta sætið. Atkvæði greiddu 375 en 524 voru á kjörskrá.
Í öðru sæti varð Lilja Rafney Magnúsdóttir á Suðureyri með 124 atkvæði í 1 - 2 sæti og í þriðja sæti Ásmundur Einar Daðason, Lambeyrum í Dölum, með 165 atkvæði í 1 - 3. Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, Reykholti hreppti 4 sætið, Telma Magnúsdóttir Blönduósi varð í því fimmta og í sjötta sæti Grímur Atlason í Búðardal. Prófkjörið var framkvæmt með póstkosningu og eru niðurstöður birtar með fyrirvara um samþykki kjördæmisráðs.
Febrúar og fannir
þá læðist geislinn lágt.
Í mars þó blási oft biturt
þá birtir smátt og smátt.
Í apríl sumar aftur
þá ómar söngur nýr.
Í maí flytur fólkið
og fuglinn hreiður býr.
Í júní sest ei sólin
þá brosir blómafjöld.
Í júní er bagginn bundinn
og borðuð töðugjöld.
Í ágúst slá menn engin
og börnin týna ber.
Í september fer söngfugl
og sumardýrðin þver.
Í október fer skólinn
að bjóða börnum heim.
Í nóvember er náttlangt
í norðurljósageim.
Þó desember sé dimmur
þá dýrðleg á hann jól.
Á honum endar árið
og aftur hækkar sól.
Höf. ókunnur.
Sótt úr kolli Guðfinns Jakobssonar
frá Reykjarfirði á Ströndum norður
haustið 1989.
Að sögn Orkubúsmanna var bilunin við Hrófberg í Steingrímsfirði og var unnið að viðgerð strax í morgun og komst rafmagn á aftur nú kl 09:20.