Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 5. apríl 2009

Frá uppbyggingu á Finnbogastöðum.

Finnbogastaðir.
Finnbogastaðir.
Það er nú orðin talsverður tími síðan vefurinn hefur sagt eitthvað frá uppbyggingu á Finnbogastöðum nú verður reynt að segja frá einhverju:

Guðbrandur Albertsson hefur verið að vinna við að klæða veggi og tvöfalda og þylja í sundur herbergi og fleira.

Einnig var Björn Torfason með Guðmundi Þorsteinssyni að klára að setja upp lista undir klæðningu í loft í endaðan febrúar,en ekkert er farið að klæða loft ennþá.

Þórólfur Guðfinnsson hefur lagt rafmagnsrör og dósir í veggi áður en veggir eru tvöfaldaðir.

Einnig er Mundi búin að setja flotefni á öll gólf í svefnherbergisálmu og grunna þaug.

Á morgun mánudaginn 6 apríl mun rafvirkinn Kristján Kristjánsson koma með flugi og draga í allar rafmagnslagnir.En hann sá um að setja upp rafmagnstöfluna og fleira í haust.

Nokkrar myndir hafa nú bæst í myndasafn um Finnbogastaði.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 4. apríl 2009

Átti tvær gimbrar.

Ærin Adda með gimbrarnar tvær.
Ærin Adda með gimbrarnar tvær.

Ærin Adda á Finnbogastöðum bar tveim lömbum í gær,og voru það tvær gimbrar sem hún átti.
Guðmundur Þorsteinsson bóndi vissi um að ærin hefði komist í hrút rétt um það leyti sem hrútar voru hýstir.
Þetta er önnur ærin sem ber snemma í Árneshreppi.
8 mars bar ær á Steinstúni einu lambi óvænt.
Hefðbundin sauðburður hefst ekki fyrr en í maí.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 3. apríl 2009

Vorhátíð Finnbogastaðaskóla.

Frá borðhaldi.
Frá borðhaldi.
1 af 5
Í gærkvöldi héldu nemendur og gestanemendurnir skólans Vorhátíð skólans svona heldur í fyrra lagi en vanalega.

Byrjað var með kvöldmáltíð og eftirrétti og kaffi í lokin,sem starfsfólk skólans sáu um ásamt nemendum.

Nemendurnir tveir við skólann,þær Júlíana L Guðlaugsdóttir og Ásta Þ Íngólfsdóttir og gestanemendurnir,systurnar Unnur S og Vilborg G Guðnadætur fóru með ýmis skemmtiatriði,svo sem söng leikrit og héldu spurningakeppni með aðstoð gesta úr sal svona í líkingu við Útsvar sem var í Sjónvarpinu í vetur,og þótti það bráðskemmtilegt hjá þeim.

Nokkrar myndir eru hér með af skemmtuninni.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 3. apríl 2009

Sveitarfélög á Vestfjörðum fyrst til að ná markmiði Blátt áfram.

Hólmavík.Mynd Mats Wibe Lund.
Hólmavík.Mynd Mats Wibe Lund.
Sveitarfélög á Vestfjörðum fyrst til að ná markmiði Blátt áfram
Fjögur sveitarfélög á Vestfjörðum hafa náð þeim áfanga að fræða 5% allra þeirra sem starfa með börnum og unglingum í byggðarlaginu um forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum. Það eru Blátt áfram samtökin á Íslandi sem hrintu úr vör fimm ára forvarnarátaki sl. haust, grundvallað á námskeiðinu Verndarar barna. Markmið átaksins er að fræða 5% allra fullorðinna á Íslandi um hvernig eigi að fyrirbyggja, greina og bregðast við kynferðislegu ofbeldi á börnum. Sjá nánar
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. apríl 2009

Göngu- og útivistarkort FMSV eru öll komin út.

Hin fjögur fyrstu göngukort sem komu út 2007.
Hin fjögur fyrstu göngukort sem komu út 2007.
Ferðamálasamtök Vestfjarða hafa undanfarin þrjú ár unnið að gerð veglegra göngu- og útivistarkorta fyrir Vestfirði og Dali. Fyrstu fjögur kortin komu út árið 2007 og nú hafa síðustu þrjú kortin verið prentuð og fara í dreifingu strax eftir helgi. Nýju kortin ná yfir Hornstrandir, Ísafjarðardjúp ásamt fjörðunum suður af því og Strandir norðan Hólmavíkur. Áður komu út kort sem náðu yfir sunnanverðar Strandir og Dali, Reykhólasveit og Breiðafjarðareyjar og Vesturbyggð og Tálknafjörð. Kortin verður vonandi hægt að nálgast á sem flestum ferðamannastöðum á svæðunum. Þetta er lang viðamesta verkefni sem Ferðamálasamtök Vestfjarða hafa ráðist í og heildarkostnaður vegna þess er um 12 milljónir króna. Góðir styrkir hafa fengist í verkefnið frá Ferðamálastofu og Pokasjóði.
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. apríl 2009

Yfirlit yfir veðrið í Mars 2009.

Úr mælaskýli.
Úr mælaskýli.
Veðrið í Mars 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Suðvestanáttir voru fyrstu tvo dagana með frosti og síðan mest Norðaustanáttir framí miðjan mánuð með snjókomu og frosti.Eftir það tóku suðlægar áttir við með þíðviðri í um vikutíma.

Síðan frá 24 Norðan og NA áttir með frosti og snjókomu eða éljum út mánuðinn.

Talsverður snjór var komin á jörðu á láglendi með sköflum um miðjan mánuð,og náði jörð að vera flekkótt í um 7 daga í þíðviðrinu þegar snjór seig talsvert.Síðan bætti mikið á aftur síðustu daga mánaðar.


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. apríl 2009

Lestur Litlahjalla eykst stöðugt.

Reykjaneshyrna og Ávíkur bæjirnir.
Reykjaneshyrna og Ávíkur bæjirnir.
Nú í mars síðastliðnum voru gestir Litlahjalla tæpir níuþúsund eða 8960 og innlit voru 6838 en þeyr sem stoppuðu við og skoðuðu vefin eða flettingar voru 26.366.

Lesturinn á vefnum hefur aukist stöðugt undanfarna mánuði.

Vefnum var gjörbreytt um mánaðarmótin maí-júní í fyrra og gjörbreyttist þá útlit og möguleikar til að koma efni á vefinn varð mun betri.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 31. mars 2009

Flug tókst á Gjögur.

Flugvél Ernis á Gjögri.
Flugvél Ernis á Gjögri.

Flugfélaginu Ernum tókst að fljúgja á Gjögur nú um miðjan daginn þrátt fyrir mikinn éljagang.
Póstur og eitthvað um vörur komu og tveir farþegar sem hafa beðið síðan í gær í höfuðborginni.
Ekki var hægt að fljúga í gær vegna veðurs.
Vegir eru að verða ófærir strax aftur hér innansveitar vegna skafrennings.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 31. mars 2009

Snjómokstur.

Sjómoktsurstæki hreppsins.
Sjómoktsurstæki hreppsins.

Verið er að moka veginn frá Norðurfirði til Gjögurs,talsverðir skaflar og þyljur eru á leiðinni.
Oftast er mokað á mánudögum og fimmtudögum þegar flugdagar eru,en ekki var hægt að fljúga í gær en athugað með flug í dag.
Nú gengur á með dimmum éljum eins og spá hljóðar uppá í dag.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 30. mars 2009

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 23. til 30. mars 2009.

Mynd lögreglan.is
Mynd lögreglan.is

Í s.l. viku urðu fimm umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum.  Miðvikudaginn 25 varð umferðaróhapp á Djúpvegi nr. 61 í Norðdal, þar rákust saman fólksbíll og flutningabíll með tengivagn ekki slys á fólki.  Þá var ekið þann sama dag utan í  bíl við söluskála N1 á Patreksfirði, tjónvaldur lét sig hverfa af vettvangi og fannst ekki.  Föstudaginn 27 urðu tvö óhöpp, það fyrra varð á Ennishálsi  á þjóðvegi 61, á  Ströndum, þar hafnaði vöruflutningabíll út fyrir veg, talsverðar skemmdir á farm og bíl, ökumann sakaði ekki.  Þá var þann sama dag óhapp á Óshlíðinni, þar ók fólksbíll á grjót sem var á veginum, ekki slys á fólki.  Sunnudaginn 29 varð bílvelta í Skötufirði þar hafnaði bíll út fyrir veg.  Farþegi í bílnum kenndi sér eymsla í baki og var fluttur með sjúkrabíl á Sjúkrahúsið á Ísafirði. 

Þá voru tveir ökumenn teknir fyrir of hraðann akstur í umdæminu þrátt fyrir að akstursskilyrði væru ekki sem best.

Sunnudaginn 29 var veður orðið slæmt á norðan verðum Vestfjörðum og lítið ferðaveður þrátt fyrir það var talsverð umferð og lentu nokkrir vegfarendur í vandræðum vegna þess og var Björgunarfélag Ísafjaðar og björgunarsveitin á Hólmavík fengin til aðstoðar vegfarendum. Á sunnudeginum var lýst yfir óvissustigi vegna hættu á snjóflóðum á norðan verðum Vestfjörðum og stendur það enn í dag, mánudag.

Atburðir

« 2026 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Lagðar lagnir í grunn.24-09-08.
  • Séð til Drangaskarða 15-03-2005.
  • Blandað í steypubílinn.06-09-08.
  • Norðvesturhlið komin.28-10-08.
  • Alexsander Hafþórsson setur eingangrun í loft.12-12-2008.
  • Stóra-Ávík-23-07-2008.
Vefumsjón