Göngu- og útivistarkort FMSV eru öll komin út.
Ef þú hefur áhuga á að taka kortin í endursölu vinsamlega hafðu samband við Áslaugu Alfreðsdóttur á Ísafirði, aslaug@hotelisafjordur.is. Göngukortin eru send hvert á land sem er til endursölu. Leiðbeinandi útsöluverð er 600 krónur í smásölu. Ferðamálasamtökin vilja beina því til sem flestra ferðaþjónustuaðila á Vestfjörðum að hafa kortin í sölu hjá sér og halda þeim vel á lofti og hvetja sem flesta aðra til þess sama.
Göngu- og útivistarkortin eru m.a. til sölu í smásölu í vefverslun Strandagaldurs og eru send þaðan samdægurs hvert á land sem er og um veröld alla. Slóðin inn á sölusíðuna þar er www.strandir.is/gongukort. Stór hluti kaupenda á göngukortum þar eru erlendir ferðamenn sem hyggjast sækja Vestfirði heim. Það væri vel til fundið ef ferðaþjónustuaðilar myndu tengja þá síðu við sína heimasíðu svo verðandi viðskiptavinir geti orðið sér úti um kort til hjálpar þeim við skipulagningu ferðarinnar sem er um leið hvatning til að heimsækja Vestfirði í Íslandsferð sinni. Síðan verður einnig á ensku.