Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 31. mars 2009
Prenta
Flug tókst á Gjögur.
Flugfélaginu Ernum tókst að fljúgja á Gjögur nú um miðjan daginn þrátt fyrir mikinn éljagang.
Póstur og eitthvað um vörur komu og tveir farþegar sem hafa beðið síðan í gær í höfuðborginni.
Ekki var hægt að fljúga í gær vegna veðurs.
Vegir eru að verða ófærir strax aftur hér innansveitar vegna skafrennings.