Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 5. apríl 2009
Prenta
Frá uppbyggingu á Finnbogastöðum.
Það er nú orðin talsverður tími síðan vefurinn hefur sagt eitthvað frá uppbyggingu á Finnbogastöðum nú verður reynt að segja frá einhverju:
Guðbrandur Albertsson hefur verið að vinna við að klæða veggi og tvöfalda og þylja í sundur herbergi og fleira.
Einnig var Björn Torfason með Guðmundi Þorsteinssyni að klára að setja upp lista undir klæðningu í loft í endaðan febrúar,en ekkert er farið að klæða loft ennþá.
Þórólfur Guðfinnsson hefur lagt rafmagnsrör og dósir í veggi áður en veggir eru tvöfaldaðir.
Einnig er Mundi búin að setja flotefni á öll gólf í svefnherbergisálmu og grunna þaug.
Á morgun mánudaginn 6 apríl mun rafvirkinn Kristján Kristjánsson koma með flugi og draga í allar rafmagnslagnir.En hann sá um að setja upp rafmagnstöfluna og fleira í haust.
Nokkrar myndir hafa nú bæst í myndasafn um Finnbogastaði.