Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 4. apríl 2009
Prenta
Átti tvær gimbrar.
Ærin Adda á Finnbogastöðum bar tveim lömbum í gær,og voru það tvær gimbrar sem hún átti.
Guðmundur Þorsteinsson bóndi vissi um að ærin hefði komist í hrút rétt um það leyti sem hrútar voru hýstir.
Þetta er önnur ærin sem ber snemma í Árneshreppi.
8 mars bar ær á Steinstúni einu lambi óvænt.
Hefðbundin sauðburður hefst ekki fyrr en í maí.