Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. apríl 2009

Yfirlit yfir veðrið í Mars 2009.

Úr mælaskýli.
Úr mælaskýli.
Veðrið í Mars 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Suðvestanáttir voru fyrstu tvo dagana með frosti og síðan mest Norðaustanáttir framí miðjan mánuð með snjókomu og frosti.Eftir það tóku suðlægar áttir við með þíðviðri í um vikutíma.

Síðan frá 24 Norðan og NA áttir með frosti og snjókomu eða éljum út mánuðinn.

Talsverður snjór var komin á jörðu á láglendi með sköflum um miðjan mánuð,og náði jörð að vera flekkótt í um 7 daga í þíðviðrinu þegar snjór seig talsvert.Síðan bætti mikið á aftur síðustu daga mánaðar.


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. apríl 2009

Lestur Litlahjalla eykst stöðugt.

Reykjaneshyrna og Ávíkur bæjirnir.
Reykjaneshyrna og Ávíkur bæjirnir.
Nú í mars síðastliðnum voru gestir Litlahjalla tæpir níuþúsund eða 8960 og innlit voru 6838 en þeyr sem stoppuðu við og skoðuðu vefin eða flettingar voru 26.366.

Lesturinn á vefnum hefur aukist stöðugt undanfarna mánuði.

Vefnum var gjörbreytt um mánaðarmótin maí-júní í fyrra og gjörbreyttist þá útlit og möguleikar til að koma efni á vefinn varð mun betri.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 31. mars 2009

Flug tókst á Gjögur.

Flugvél Ernis á Gjögri.
Flugvél Ernis á Gjögri.

Flugfélaginu Ernum tókst að fljúgja á Gjögur nú um miðjan daginn þrátt fyrir mikinn éljagang.
Póstur og eitthvað um vörur komu og tveir farþegar sem hafa beðið síðan í gær í höfuðborginni.
Ekki var hægt að fljúga í gær vegna veðurs.
Vegir eru að verða ófærir strax aftur hér innansveitar vegna skafrennings.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 31. mars 2009

Snjómokstur.

Sjómoktsurstæki hreppsins.
Sjómoktsurstæki hreppsins.

Verið er að moka veginn frá Norðurfirði til Gjögurs,talsverðir skaflar og þyljur eru á leiðinni.
Oftast er mokað á mánudögum og fimmtudögum þegar flugdagar eru,en ekki var hægt að fljúga í gær en athugað með flug í dag.
Nú gengur á með dimmum éljum eins og spá hljóðar uppá í dag.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 30. mars 2009

Vikan hjá lögreglunni á Vestfjörðum 23. til 30. mars 2009.

Mynd lögreglan.is
Mynd lögreglan.is

Í s.l. viku urðu fimm umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum.  Miðvikudaginn 25 varð umferðaróhapp á Djúpvegi nr. 61 í Norðdal, þar rákust saman fólksbíll og flutningabíll með tengivagn ekki slys á fólki.  Þá var ekið þann sama dag utan í  bíl við söluskála N1 á Patreksfirði, tjónvaldur lét sig hverfa af vettvangi og fannst ekki.  Föstudaginn 27 urðu tvö óhöpp, það fyrra varð á Ennishálsi  á þjóðvegi 61, á  Ströndum, þar hafnaði vöruflutningabíll út fyrir veg, talsverðar skemmdir á farm og bíl, ökumann sakaði ekki.  Þá var þann sama dag óhapp á Óshlíðinni, þar ók fólksbíll á grjót sem var á veginum, ekki slys á fólki.  Sunnudaginn 29 varð bílvelta í Skötufirði þar hafnaði bíll út fyrir veg.  Farþegi í bílnum kenndi sér eymsla í baki og var fluttur með sjúkrabíl á Sjúkrahúsið á Ísafirði. 

Þá voru tveir ökumenn teknir fyrir of hraðann akstur í umdæminu þrátt fyrir að akstursskilyrði væru ekki sem best.

Sunnudaginn 29 var veður orðið slæmt á norðan verðum Vestfjörðum og lítið ferðaveður þrátt fyrir það var talsverð umferð og lentu nokkrir vegfarendur í vandræðum vegna þess og var Björgunarfélag Ísafjaðar og björgunarsveitin á Hólmavík fengin til aðstoðar vegfarendum. Á sunnudeginum var lýst yfir óvissustigi vegna hættu á snjóflóðum á norðan verðum Vestfjörðum og stendur það enn í dag, mánudag.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 30. mars 2009

Kynjamynd.

Snjóhestur í glugga.
Snjóhestur í glugga.
Margt sniðugt kemur fram á rúðum íbúðarhúsa í snjókomunni undanfarið þegar snjór sígur niður gluggana vegna hitamunarins inni og úti.
Þessi mynd var í morgun á einum glugganum í veðurathugunarhúsinu í Litlu-Ávík,vefritari smellti mynd af þessu fyrirbæri sem gæti verið mynd af hesti sem veður í snjóskafli,fax er og tagl og eyru og búkurinn allur mjög líkt alvöru mynd af hesti.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 30. mars 2009

Flugi aflýst á Gjögur.

Mikið dimmviðri er og allt kolófært.
Mikið dimmviðri er og allt kolófært.
Flugi hefur verið aflýst á Gjögur í dag vegna óveðurs.

Mikil snjókoma hefur verið frá því á föstudag þótt versta veðrið hafi verið í gær og í dag.

Mikil ófærð er nú í hreppnum og allt kolófært.

Athugað verður með flug á morgun.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. mars 2009

Hákarl í netin.

Hákarlin sem kom í netin í dag Siggi og Gulli við hákarlinn stóra.Mynd Edda.
Hákarlin sem kom í netin í dag Siggi og Gulli við hákarlinn stóra.Mynd Edda.
1 af 2
Reimar komin á grásleppu.

Reimar Vilmundarson frá Bolungarvík er komin á Norðurfjörð á Sædísi ÍS 67 ásamt Sigurði Stefánssyni til að stunda grásleppuveiðar eins og undanfarin ár,með Reimari og Sigga er Árneshreppsbúin Guðlaugur Ágústsson á Steinstúni eins og undanfarin ár.

Reimar kom til Norðurfjarðar þann 18 þessa mánaðar og lagði fyrstu netin föstudaginn 20,og fyrst var vitjað um 23 mars og var lítið í eða tæpar 3 tunnur af hrognum og talsvert um rauðmaga,og fengu hreppsbúar vel í soðið af þessu góða nýmeti.

Bræla hefur sett strik í reikninginn en þeyr komust þó á sjó aftur 25 og aftur í dag í sæmilegu veðri.

Það bar til tíðinda í dag þegar trossur voru dregnar út af Selskeri(Sæluskeri) því einn stór hákarl var í netunum.Bátsverjar eru nú nýkomnir í land með fengin í togi því böndum var komið á hákarlinn.
Á sjónum í dag voru Sigurður og Guðlaugur,Reimar var í fríi fyrir vestan.
Vefnum var að berast mynd af hákarlinum sem Edda Hafsteinsdóttir var svo vinsamleg að  senda.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. mars 2009

Ljósmyndasýningin NV Vestfirðir II.

Gorch Fock II siglandi undir seglum fram hjá Bolungarvík.
Gorch Fock II siglandi undir seglum fram hjá Bolungarvík.

Ljósmyndasýningin NV Vestfirðir II verður opnuð á Kaffi Edinborg kl: 5 á fimmtudag(skírdag) 9. apríl. Sýndar verða 12 landslagsmyndir prentaðar á striga eftir áhugaljósmyndarann Ágúst G. Atlason. Er þetta fjórða einkasýning Ágústar. Allir velkomnir.

Er það fyrirtækin Pixel sem prentar myndirnar og Snerpa ehf og eru opinberir styrktaraðlilar sýningarinnar.
Ein mynda Ágústar er hér með sem verður á sýningunni.
Vef Ágústar má sjá hér á vefnum undir tenglar og ljósmyndavefir.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. mars 2009

Norska veðurspáin stóðst.

Línurit og spá fyrir laugardag og sunnudag.Mynd yr.no.
Línurit og spá fyrir laugardag og sunnudag.Mynd yr.no.
Það er varla hægt að segja annað en veðurspá NO hafi staðist fyrir Litlu-Ávík og nágrenni,því það stytti upp um kl 18:30 en spáin í dag hljóðaði uppá að það stytti upp kl 18:00 þetta getur nú varla verið nákvæmar.

Úrkoman mældist aðeins 3 mm en snjódýpt eftir daginn af nýföllnum snjó mældist um 15 cm og er það nýfallin lausamjöll ofaná eldri snjó.

Spáin fyrir morgundagin hljóðar uppá suðlæga vindátt með snjókomu,og ber veðurstofunum VÍ og NO saman þar.

Hér með er línurit frá NO yfir spá á morgun og sunnudag.

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Íshrafl við Selsker 22-08-2009.
  • Húsið fellt.
  • Finnbogastaðir 1938-2008.Húsið brann til kaldra kola 16 júní 2008.
  • Við Árnesstapa 15-03-2005.
  • Slegið upp fyrir grunni.04-09-08.
Vefumsjón