Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 26. mars 2009

Iframe -veðurþjónustan komin inn.

Úrkomuspá kl 12 í dag.Mynd VÍ.
Úrkomuspá kl 12 í dag.Mynd VÍ.
Nú er Iframe veðurþjónustan komin inn aftur,en hún lá niðri vegna breytinga á vef Veðurstofu Íslands síðan á laugardagskvöld.
Nú geta lesendur Litlahjalla farið inná Veðuspá hér til vinstri og skoðað veðurspá,textaspár og eða veðurathuganir fyrir Strandir og Norðurland vestra eins og áður.
Eins á þetta að vera komið inná aðra netmiðla sem eru með þessa Iframe þjónustu.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 24. mars 2009

Dagskrá aðalfundar.

Dagskrá aðalfundar og málþingsins Börn og ferðalög sem haldið verður í tengslum við aðalfund Ferðamálasmtaka Vestfjarða er nú tilbúin. Hana er hægt að nálgast með því að smella hér. Fundurinn verður haldinn á Drangsnesi dagana 17. - 19. apríl. Aðalfundir FMSV færast á milli svæða innan Vestfjarðakjálkans og var haldinn á Reykhólum á síðasta ári. Drangsnes var fyrir valinu á Ströndum að þessu sinni vegna sérstaklega mikils dugnaðar við uppbyggingu ferðaþjónustu þar undanfarin ár. Dagskrá málþingsins er afar metnaðarfull en sex fyrirlesarar víðsvegar að fjalla um börn og ferðaþjónustu á Íslandi út frá mörgum hliðum. Ferðaþjónustuaðilar á Vestfjörðum og aðrir sem áhuga hafa fyrir uppbyggingu greinarinnar eru hvattir til að fjölmenna á fundinn og taka þátt í dagskránni og þeim viðburðum sem verða í boði á Drangsnesi yfir helgina.

Allar frekari upplýsingar fást hjá Sigurði Atlasyni í síma 897 6525 eða netfangi arnkatla2008@strandir.is
www.vestfirskferdamal.is
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. mars 2009

Umhverfisráðherra opnar nýja útgáfu vefs VÍ.

Nýtt merki Veðurstofu Íslands.
Nýtt merki Veðurstofu Íslands.

Umhverfisráðherra, Kolbrún Halldórsdóttir, opnaði nýja útgáfu af vef Veðurstofu Íslands í dag, á alþjóðaveðurdeginum 23. mars.

Nýja útgáfan er birtingarmynd þess að sameining Veðurstofu Íslands og Vatnamælinga Orkustofnunar er um garð gengin. Er það vel við hæfi þar sem í gær var dagur vatnsins.

Stofnunin starfar samkvæmt lögum nr. 70 frá árinu 2008 og hefur fengið nýtt merki (lógó) sem nú birtist í fyrsta sinn á vefsetri hennar. Merkið var hannað á Vinnustofu Atla Hilmarssonar.
Nánar á www.vedur.is

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. mars 2009

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 16. til 23. mars 2009.

Mynd lögreglan.is
Mynd lögreglan.is

S.l. vika var tiltölulega óhappalítil í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum, þó urðu tvö óhöpp annað á Hólmavík, þriðjudaginn 17 mars,  þar sem um var að ræða minnihátta óhapp og ein bílvelta laugardaginn 21 mars,  á Borgarhálsi í Hrútafirði, þar hafnaði bifreið út fyrir veg og valt, engin slys á fólki, en bifreiðin mikið skemmd.   Tveir voru teknir fyrir of hraðann akstur á Ísafirði og nágreni og einn tekinn fyrir ölvun við akstur á Patreksfirði um helgina.  Þá voru nokkrir ökumenn áminntir fyrir ljósanotkun og ástand.

Þriðjudaginn 17 mars var veðurútlit ekki gott fyrir Bolungarvík og var ákveðið að rýma húsnæði á reit 4, en sá reitur hefur hvað oftast verið rýmdur að undanförnu.  Þar voru rýmd 4 hús og íbúar þeirra húsa fengu að snú til síns heima aftur miðvikudaginn 18 mars.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. mars 2009

Iframe kerfið úti.

Vindaspá í dag.Mynd VÍ.
Vindaspá í dag.Mynd VÍ.
Vegna vinnu við að uppfæra og breytinga á vef Veðurstofu Íslands liggur niðri veðurspá sem er hér til vinstri á vefnum,Iframe kerfið datt út á laugardagskvöld,en að sögn þeyrra sem vinna við upfærsluna á Veðurstofunni verður kerfið komið inn aftur á morgun vonandi.

Litlihjalli tók upp Iframe kerfið um miðjan september 2008.

Þetta kerfi er líka úti á öðrum netmiðlum sem eru með þessa þjónustu.

Farið beint inná www.vedur.is til að skoða veðurspá.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. mars 2009

Ásbjörn sigraði í prófkjöri í Norðvesturkjördæmi.

Úrslit liggja fyrir í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi og sigraði Ásbjörn Óttarsson, forseti bæjarstjórnar í Snæfellsbæ, í kjörinu og náði fyrsta sætinu. Einar K. Guðfinnsson þingmaður hafnaði í öðru sæti og Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir bæjarstjóri á Tálknafirði varð þriðja. Birna Lárusdóttir forseti bæjarstjórnar á Ísafirði hafnaði í fjórða sæti. 

Ásbjörn er forseti bæjarstjórnar Snæfellsbæjar. Hann er 46 ára, uppalinn á Hellissandi og búsettur á Rifi. Hann hefur starfað við sjómennsku og útgerð og rak fiskverkun á Rifi um nokkurra ára skeið. Hann rekur útgerðarfyrirtækið Nesver ehf. ásamt Margréti G. Scheving, eiginkonu sinni.

Röð efstu manna var sem hér segir: 

1. Ásbjörn Óttarsson með 1.048 atkvæði í 1. sæti

2. Einar K. Guðfinnsson með 1.088 atkvæði í 1. - 2. sæti

3. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir með 1.045 atkvæði í 1. - 3. sæti

4. Birna Lárusdóttir með 1.193 atkvæði í 1. - 4. sæti

5. Bergþór Ólason með 1.082 atkvæði í 1. - 5. sæti

6. Sigurður Örn Ágústsson með 1.104 atkvæði í 1. - 6. sæti

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 21. mars 2009

Rennsli Hvalár.

Línurit af rennsli Hvalár og hitastig og fleira.
Línurit af rennsli Hvalár og hitastig og fleira.
Ýmislegt nýtt verður og er hægt að skoða á hinum nýuppfærða vef Veðurstofu Íslands,eins og tildæmis rennsli Hvalár í Ófeigsfirði sem línurit,þá er farið inná Vatnafar þá kemur upp kort af vatnasvæði og smellt er á viðkomandi vatnsfall eða stöð annars er hægt að smella á rennsli Hvalár hér.
Vefur Veðurstofu Íslands www.vedur.is
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 21. mars 2009

Kosið í prófkjöri í Norðvesturkjördæmi í dag.

Kosið verður í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í dag. Alls eru sautján frambjóðendur í framboði í prófkjörinu að þessu sinni og má sjá allar nánari upplýsingar á vef kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins.
Úrslit verða birt hér á vefnum þegar þaug liggja fyrir.Atkvæði verða talin í Borgarnesi í fyrramálið.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 20. mars 2009

Aðvörun frá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra.

Upp á síðkastið hefur borið á því að íslenskum aðilum hafi borist tölvupóstar frá erlendum aðilum sem óska eftir að ráða fólk til vinnu. Atvinnutilboð þessi eru gjarnan um að viðkomandi taki að sér að leggja til bankareikninga í sínu nafni sem hinn erlendi aðili geti millifært inn á peninga.  Viðkomandi er síðan beðinn að taka peningana út af reikningunum og senda þá áfram, til dæmis með milligöngu peningasendingafyrirtækja, til þeirra aðila sem í hlut eiga. 

 

Oft fylgja þessum tilboðum loforð um þóknun sem oft er föst prósenta af þeim fjármunum sem millifærðir eru. Tilboð þessi tengjast oftast fjársvikastarfsemi þeirra sem þau gera og hafa það að markmiði að þvætta ágóða af brotunum og koma í veg fyrir að hægt sé að rekja peningaslóðina til þeirra sem brotin frömdu. Peningaþvætti getur varðað allt að 12 ára fangelsi, sbr. 264. gr. almennra hegningarlaga.

 

Hafi einhver svarað tölvupósti með þeim hætti sem lýst er að framan þá er hann vinsamlega beðinn um að hafa samband við efnahagsbrotadeild  RLS.

 

Sjá meðfylgjandi er sýnishorn af einni tegund umræddra tölvupósta.


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 20. mars 2009

Breytingar á vef Veðurstofu Íslands.

Ný forsíða Veðurstofu og Vatnamælinga.Mynd vedur.is
Ný forsíða Veðurstofu og Vatnamælinga.Mynd vedur.is

Á vef Veðurstofu Íslands og nú Vatnamælinga kemur fram að vefurinn mun breytast um helgina.
Í kjölfar sameiningar Veðurstofunnar og Vatnamælinga verða gerðar breytingar á vefnum vedur.is nú um helgina. Veigamestu breytingarnar verða á forsíðunni, en einnig verða fjölmargar breytingar á undirsíðum. Bæði verða breytingar á kvikum síðum og textasíðum.

Efri hluta forsíðunnar verður skipt upp í fjóra hluta: veðurspá, veðurathuganir, jarðskjálfta og vatnafar. Hver hluti tekur yfir allan efri helminginn þegar hann er valinn. Segja má, að um sé að ræða fjórar forsíður.

Meginorsakir þessarar róttæku breytingar á forsíðunni eru:

  • Erfitt er að bæta vatnafars-upplýsingum inn á forsíðuna við núverandi uppsetningu.
  • Af öryggisástæðum verður vinda-, hita- og úrkomu-spákortum gert hærra undir höfði á forsíðunni á kostnað núverandi staðaspákorts. Á vindaspákortum er hægt að sjá hvar og hvenær stormar verða verstir. Það er oft nánast ógerlegt á staðaspákortum.
  • Þessi uppsetning forsíðunnar opnar þann möguleika að bæta fleiri meginþáttum inn á forsíðuna seinna meir.


Hægt er að skoða breytingarnar á www2.vedur.is

Athugið að á þessum prófunarvef er ekki að finna nýjar fréttir og greinar. Verið er að leggja lokahönd á breytingarnar, því kann prófunarvefurinn að verða óvirkur annað veifið.
Sjá nánar á www.vedur.is

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Ástbjörn smiður á einni hækju.08-11-08.
  • Þá er síðasti flotinn fundinn út af Nestanganum.
  • Ásdís Thoroddsen bílstjóri og fararstjóri ásamt 11 erlendum ferðamönnum og Sigursteini í Litlu-Ávík.07-07-2011.
Vefumsjón