Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 14. apríl 2009
Prenta
Stungið í gegn.
Vegagerðin er nú að moka frá Bjarnarfirði og norður til Gjögurs,til að koma bílum suðuryfir sem komu norður þegar opnað var fyrir páska.
Vegurinn var talin ófær yfir páskana.
Nokkrir komu á bílum norður í páskafríinu og komast ekki nema mokað sé.
Að sögn vegagerðarmanna á Hólmavík verður vegurinn strax ófær aftur þegar snjóruðningstæki fara til baka aftur,það skefur talsvert þar sem vegur stendur hátt þótt hiti sé um 0 stig á láglendi og gengur á með mjög dimmum éljum.
Margt fólk fór í gær með flugi enda varð flugfélagið Ernir að fara tvær ferðir í gær á Gjögur,þannig að mikið útfjar var og er úr hreppnum í gær og í dag.