Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 26. apríl 2009

Útstrikanir í NV-kjördæmi breyta engu.

Norðvesturkjördæmi.
Norðvesturkjördæmi.

MBL.ÍS.
Rúmlega 400 kjósendur í Norðvesturkjördæmi strikuðu yfir nöfn þriggja frambjóðenda.

Flestir strikuðu yfir nafn Ólínu Þorvarðardóttur, sem skipaði annað sætið á lista Samfylkingarinnar. Þá voru á annað hundrað útstrikanir yfir nafn Jóns Bjarnasonar, oddvita á lista VG og tæplega 100 strikuðu yfir nafn Ásbjörns Óttarssonar, oddvita Sjálfstæðisflokksins.

Útstrikanirnar breyta engu um röð þingmanna. Ekki er gert ráð fyrir að búið verð að telja útstrikanir í öðrum kjördæmum fyrr en á morgun eða þriðjudag.
Þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins www.mbl.is

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 26. apríl 2009

Málþing á Bíldudal 5 maí.

Þriðjudaginn 5. maí  nk. kl. 17:00 til 20.00  verður málþing „Sókn í eflingu atvinnulífs á suðursvæði Vestfjarða". Það eru Atvinnumálanefndir Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps sem boðar til þingsins sem haldið verður í Félagsheimilinu Baldurshaga á Bíldudal. Þangað eru boðaðir fulltrúar starfandi fyrirtækja og fulltrúar lögbýla á suðursvæðinu. Fyrr í haust var gerð könnun meðal þeirra í Vesturbyggð og verða niðurstöður hennar m.a. kynntar á þinginu.

 

Málþingið er öllum opið.


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 26. apríl 2009

Bráðabrigða úrslit í Norðvestur kjördæmi.

Norðvesturkjördæmi.
Norðvesturkjördæmi.
Þetta er birt með fyrirvara um úrslit vegna talningu á útstrikunum á listum.
Kjördæmakjörnir
Ásbjörn Óttarsson (D)
Jón Bjarnason (V)
Guðbjartur Hannesson (S)
Gunnar Bragi Sveinsson (B)
Einar K. Guðfinnsson (D)
Lilja Rafney Magnúsdóttir (V)
Ólína Þorvarðardóttir (S)
Guðmundur Steingrímsson (B)
Uppbótar 
Ásmundur Einar Daðason (V)
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 25. apríl 2009

Kjörfundur í Árneshreppi.

Kjörstjórn Árneshrepps.
Kjörstjórn Árneshrepps.
1 af 2
Kjörstaður í Árneshreppi var opnaður kl 10.30 vegna alþingiskosninga 25.apríl 2009 og er kosið í Félagsheimilinu í Trékyllisvík.

Á kjörskrá eru 42.

Karlar eru 24 og konur eru 18.
Á myndinni er Þórolfur Guðfinnsson-Guðmundur Þorsteinsson og Hrefna Þorvaldsdóttir,á myndina vantar formann Kjörnefndar Ingólf Benediktsson hann var við snjómokstur.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 25. apríl 2009

Snjómokstur.

Veghefill við snjómokstur.
Veghefill við snjómokstur.
Nú er verið að opna vegina frá Bjarnarfirði og norður til Norðurfjarðar.
Um talsverðan snjó er að ræða.
Það hefur snjóað mikið síðan á fimmtudagskvöld.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. apríl 2009

Tvímenningur í Árnesi.

Hópmynd af keppendum.
Hópmynd af keppendum.
1 af 3
Góðir gestir komu í Árneshrepp frá Hólmavík í gærkveldi og spiluðu Bridds við heimamenn.
Alls tóku þátt 9 pör,átta heimamenn og tíu frá Hólmavík.
Með flest stig urðu heimamennirnir Björn Torfason og Kristján Albertsson á Melum.
Annars er stigataflan hér með.
Ingimundur Pálsson á Hólmavík var svo vinsamlegur að senda vefnum þessar myndir af mótinu.
Reimar Vilmundarson tók hópmyndina á vél Ingimundar.

Nafn

skor

Björn Pálsson og Jón Stefánsson

63

Vignir Pálsson og Guðbrandur Björnsson

88

Maríus Kárason og  Lýður Magnússon

92

Ingimundur Pálsson og Engilbert Ingvason

73

Helgi Ingimundarson og Áskell Benediktsson

56

Björn Torfason og  Kristján Albertsson

99

Úlfar Eyólfsson og Ingólfur Benediktsson

45

Gunnar Dalkvist og Oddný Þórðardóttir

71

Ágúst Gíslason og Gunnsteinn Gíslason.

61

 

Samtals

648

 

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. apríl 2009

Sumardagurinn fyrsti.Harpa byrjar.

Frá Litlu-Ávík að morgni Sumardagsins fyrsta.23-04-2009.
Frá Litlu-Ávík að morgni Sumardagsins fyrsta.23-04-2009.
Gleðilegt sumar góðir lesendur og takk fyrir samfylgdina í vetur.

Það er nú ekki hægt að segja að það sé sumarlegt hér í Árneshreppi að morgni Sumardagsins fyrsta,allt alhvítt og minnir mann frekar á jólasnjó eins og meðfylgjandi mynd sýnir.

Rigning var í gærkveldi og slydda í nótt og síðan var bullandi snjókoma en stytt upp núna þegar þetta er skrifað.

Gleðilegt Sumar.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 22. apríl 2009

Raforkuöryggi á Vestfjörðum.

Fjórðungssamband Vestfirðinga.
Fjórðungssamband Vestfirðinga.
Staða afhendingaröryggis raforku á Vestfjörðum hamlar uppbyggingu nútíma atvinnulífs á Vestfjörðum og hraða verður úrbótum sem gera flutningskerfið samkeppnishæft við aðra landshluta, er sú ályktun sem draga má af nýrri skýrslu Landsnets Bætt afhenindgaröryggi raforku á Vestfjörðum. Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga fjallaði um efni skýrslunnar á fundi sínum þann 3. apríl s.l. og hefur í framhaldinu sent erindi til  nefndar á vegum Iðnaðarráðuneytis, sem fjallar nú um endurskoðun raforkulaga nr 65/2003.  Í erindi stjórnar er þess m.a. krafist að endurskoðað verði ákvæði laganna að leggja beri tengigjald á nýja framleiðendur eða kaupendur.  Þetta ákvæði hamlar m.a. áformum um uppbyggingu Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði.  Erindi stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga má finna hér
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. apríl 2009

Kaffi Norurfjörður komin með heimasíðu.

Merki Kaffi Norðurfjarðar.
Merki Kaffi Norðurfjarðar.

Kaffi Norðurfjörður er nú búin að opna nýja heimasíðu þar sem kemur fram matseðil og allt um starfsemina,eða eins og segir á forsíðu Kaffi Norðurfjarðar:
Við í Kaffi Norðurfirði bjóðum alla hjartanlega velkomna í sumar þar sem gestir og gangandi geta fengið sér hressingu og notið einstaks útsýnis yfir fjörðinn.   Stefnt verður á að opna staðinn um miðjan júní og verður auglýstur opnunartími milli 11:00 og 19:30 alla daga, eða eftir samkomulagi. Hlökkum til að sjá ykkur í sumar og allar ábendingar og fyrirspurnir vel þegnar á póstfangið kaffi@nordurfjordur.is
Síða Kaffi Norðurfjarðar er hér.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. apríl 2009

Áskorun um virkjun Hvalár í Ófeigsfirði.

Vatnasvæði Hvalár.
Vatnasvæði Hvalár.
Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur undirritað áskorun með Orkubúi Vestfjarða og Ísafjarðarbæ til ríkisstjórnar Íslands um virkjun Hvalár í Ófeigsfirði.  Er skorað á ríkisstjórn að kostnaður við tengingu virkjunarinnar við raforkuflutningskerfið verði greiddur úr ríkssjóði. Hér verði komið á móts við kröfu íbúa á Vestfjörðum að búa við sambærilegt öryggi í afhengu raforku líkt og aðrir landshlutar, auk þess sem virkjunin skapar mikilsverð tækifæri í atvinnuþróun á Vestfjörðum til lengri og skemmri tíma litið. 

Atburðir

« 2026 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Mikið til búið að klæða þak.12-11-08.
  • Ísrek í Ávíkinni
  • Ís í Trékyllisvík 15-03-2005.
  • Vatn sótt.
  • Platan steypt.01-10-08.
Vefumsjón