Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 19. apríl 2009

Sjö listar.

Ísland.
Ísland.

Á fundi landskjörstjórnar kl. 15.00,föstudaginn 17. apríl, var í samræmi við 44. gr. laga um kosningar til Alþingis gert kunnugt um þá lista sem verða í bornir fram í alþingiskosningunum 25. apríl næst komandi.

Eftirtaldir listar verða bornir fram í öllum kjördæmum landsins við komandi alþingiskosningar:

B-listi borinn fram af Framsóknarflokknum.

D-listi borinn fram af Sjálfstæðisflokknum.

F-listi borinn fram af Frjálslyndaflokknum.

O-listi borinn fram af Borgarahreyfingunni - Þjóðin á þing.

P-listi borinn fram af Lýðræðishreyfingunni.

S-listi borinn fram af Samfylkingunni.

V-listi borinn fram af Vinstri hreyfingunni - grænu framboði.
Samkvæmt Hagstofunni eru á Kjörskrá á öllu landinu 227.896 kjósendur.
Konur eru 114.295 og karlar 113.601.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 19. apríl 2009

Sumarmálahret.

Frá Litlu-Ávík í stórhríð.
Frá Litlu-Ávík í stórhríð.
Á fimmtudaginn 23 Sumardaginn fyrsta er spáin svona frá Veðurstofu Íslands:
Suðaustan og austan 5-13 m/s með vætu sunnan- og austanlands, en allhvöss norðaustanátt yfir Vestfjörðum og slydda og síðan snjókoma. Hiti víða 5 til 10 stig, en kringum frostmark norðvestanlands.
Á norsku veðurstofunni er spáin mjög slæm frá 22 og fram yfir þarnæstu helgi og eins langt og framtíðarspáin frá þeim nær,með slyddu og síðan snjókomu.
Hér má sjá framtíðarspá YR-NO.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 17. apríl 2009

Framtíðarsýn Þjóðar.

Fréttatilkynning.
Hugmyndaráðuneytið vekur athygli á verkefninu Framtíðarsýn þjóðar sem stendur yfir dagana 17. til 24. apríl. Verkefnið er heimaverkefni sem skólar geta boðið nemendum að leysa í faðmi fjölskyldunnar. Verkefninu er ætlað að styrkja tengsl barna og foreldra sem og þjóðarinnar allrar með því veita Íslendingum sterka framtíðarsýn og von.

Frumkvæði að verkefninu á Hugmyndaráðuneytið sem eru ópólitísk grasrótarsamtök og starfa án allra fjárveitinga og hagsmunatengsla. Það óskar nú eftir samstarfi við skóla landsins til að tryggja að verkefnið nái til barna og unglinga. Verkefninu er ætlað að vekja yngri kynslóðir, erfingja landsins, til umhugsunar um framtíðina og virkja þau til þátttöku. Án aðkomu skólakerfisins er hætt við að verkefnið nái ekki til barna og unglinga.

Úrlausn verkefnisins fer fram á heimili nemenda og í gegnum vefinn. Kennarar og skólar eru beðnir að dreifa verkefnisblaði til nemenda og veita því móttöku viku síðar. Verkefnið veitir fjölskyldum tækifæri á að setjast niður með börnum sínum og ræða saman um mikilvæg málefni og svara saman spurningum sem horfa til framtíðar.

Menntamálaráðuneytið hvetur til þátttöku í verkefninu og verndari verkefnisins er Vigdís Finnbogadóttir.
Hér má sjá allt um hugmyndaráðuneytið.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 16. apríl 2009

Vegir opnaðir.

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er verið að opna veginn norður frá Bjarnarfirði til Gjögurs í Árneshreppi.
Einnig er verið að moka og hreinsa útaf vegum innansveitar í hreppnum.
Nú er spáð vorhita næstu daga,og þá byrjar aurbleytan á vegum.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 15. apríl 2009

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða um næstu helgi!

Drangsnes.Mynd Mats.
Drangsnes.Mynd Mats.
Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða verður haldinn á Drangsnesi næstu helgi, dagana 17.-19. apríl.

Í tengslum við aðalfundinn verður haldið málþing þar sem fjallað verður um börn og ferðalög. Einnig verður kynning á helstu nýjungum í ferðaþjónustu á Ströndum og farið verður í skemmti- og skoðunarferð um nágrenni Drangsness.
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 15. apríl 2009

Óvæntur sauðburður í Litlu-Ávík.

Ærin Snæfríð nýborin með lömbin sín og þaug komin á spena.
Ærin Snæfríð nýborin með lömbin sín og þaug komin á spena.
Þegar Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík kom í fjárhúsin til að gefa seinni gjöfina í gær var ærin Snæfríð átta vetra borin tveim lömbum gimbrar og hrútlambi.
Þetta er að minnsta kosti 3,óvænti sauðburðurinn í Árneshreppi í vetur og vor.
Nú er um einn mánuður í að sauðburður byrji að fullu.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 14. apríl 2009

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 6. apríl til 13. apríl 2009.

Mynd lögreglan.is
Mynd lögreglan.is
Í síðustu viku var mikill erill hjá lögreglunni á Vestfjörðum vegna páskahelgarinnar, sérstaklega á norður svæði Vestfjarða.  Skíðavikan var á Ísafirði og einnig hátíðin aldrei fór ég suður.  Mikill fjöldi gesta sótti Ísafjörð og nágreni heim og kom fólk bæði akandi og með flugi.  Færð og veður var hið ágætasta allan tímann og gekk umferðin nokkuð vel fyrir sig að öðru leiti en því að 60 ökumenn voru stöðvaðir vegna of hraðs akstur, flestir stöðvaðir á Djúpvegi í og við Hólmavík.  Sá sem hraðast ók var þó stöðvaður á Barðastrandarvegi og var mældur á 128 km/klst.
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 14. apríl 2009

Stungið í gegn.

Veghefill við snjómokstur fyrir páska.
Veghefill við snjómokstur fyrir páska.
Vegagerðin er nú að moka frá Bjarnarfirði og norður til Gjögurs,til að koma bílum suðuryfir sem komu norður þegar opnað var fyrir páska.

Vegurinn var talin ófær yfir páskana.

Nokkrir komu á bílum norður í páskafríinu og komast ekki nema mokað sé.

Að sögn vegagerðarmanna á Hólmavík verður vegurinn strax ófær aftur þegar snjóruðningstæki fara til baka aftur,það skefur talsvert þar sem vegur stendur hátt þótt hiti sé um 0 stig á láglendi og gengur á með mjög dimmum éljum.

Margt fólk fór í gær með flugi enda varð flugfélagið Ernir að fara tvær ferðir í gær á Gjögur,þannig að mikið útfjar var og er úr hreppnum í gær og í dag.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 14. apríl 2009

Umsóknarfrestur til 17 apríl.

Menningarráð Vestfjarða hefur auglýst eftir styrkumsóknum vegna fyrri úthlutunar á árinu 2009 til menningarverkefna á Vestfjörðum. Um er að ræða styrki til afmarkaðra menningarverkefna og eru umsóknir bornar saman á samkeppnisgrundvelli, þannig að fara þurfa saman áhugaverð verkefni og góðar umsóknir til að líkur séu á að styrkur fáist.
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 13. apríl 2009

Tvær vélar á Gjögur í dag.

Ein flugvéla Ernis á Gjögurflugvelli.
Ein flugvéla Ernis á Gjögurflugvelli.
Flugfélagið Ernir flýgur tvær ferðir á Gjögur í dag,margt fólk er að fara eftir páskafrí.
Fyrri vélin var svona nokkuð fyrir venjulega áætlun og kemur svo í seinni ferðina seinnipartinn.
Vegur er nú ófær suðurúr en reiknað er með mokstri á morgun.
Nokkrir bílar eru hér í hreppnum sem komu þegar opnað var fyrir páska.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Hafísfrétt frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Lítill borgarísjaki er um 10 KM NNA af stöðinni, eða 6 KM austur af Sæluskeri.
  • Víganes:Í október 2010.
Vefumsjón