Tvímenningur í Árnesi.
Alls tóku þátt 9 pör,átta heimamenn og tíu frá Hólmavík.
Með flest stig urðu heimamennirnir Björn Torfason og Kristján Albertsson á Melum.
Annars er stigataflan hér með.
Ingimundur Pálsson á Hólmavík var svo vinsamlegur að senda vefnum þessar myndir af mótinu.
Reimar Vilmundarson tók hópmyndina á vél Ingimundar.
|
Nafn |
skor |
|
Björn Pálsson og Jón Stefánsson |
63 |
|
Vignir Pálsson og Guðbrandur Björnsson |
88 |
|
Maríus Kárason og Lýður Magnússon |
92 |
|
Ingimundur Pálsson og Engilbert Ingvason |
73 |
|
Helgi Ingimundarson og Áskell Benediktsson |
56 |
|
Björn Torfason og Kristján Albertsson |
99 |
|
Úlfar Eyólfsson og Ingólfur Benediktsson |
45 |
|
Gunnar Dalkvist og Oddný Þórðardóttir |
71 |
|
Ágúst Gíslason og Gunnsteinn Gíslason. |
61 |
|
|
|
|
Samtals |
648 |
Sumardagurinn fyrsti.Harpa byrjar.
Það er nú ekki hægt að segja að það sé sumarlegt hér í Árneshreppi að morgni Sumardagsins fyrsta,allt alhvítt og minnir mann frekar á jólasnjó eins og meðfylgjandi mynd sýnir.
Rigning var í gærkveldi og slydda í nótt og síðan var bullandi snjókoma en stytt upp núna þegar þetta er skrifað.
Gleðilegt Sumar.
Raforkuöryggi á Vestfjörðum.
Kaffi Norurfjörður komin með heimasíðu.
Kaffi Norðurfjörður er nú búin að opna nýja heimasíðu þar sem kemur fram matseðil og allt um starfsemina,eða eins og segir á forsíðu Kaffi Norðurfjarðar:
Við í Kaffi Norðurfirði bjóðum alla hjartanlega velkomna í sumar þar sem gestir og gangandi geta fengið sér hressingu og notið einstaks útsýnis yfir fjörðinn. Stefnt verður á að opna staðinn um miðjan júní og verður auglýstur opnunartími milli 11:00 og 19:30 alla daga, eða eftir samkomulagi. Hlökkum til að sjá ykkur í sumar og allar ábendingar og fyrirspurnir vel þegnar á póstfangið kaffi@nordurfjordur.is
Síða Kaffi Norðurfjarðar er hér.
Áskorun um virkjun Hvalár í Ófeigsfirði.
Fuglanámskeið á Hólmavík 2. maí.
Kennari: Böðvar Þórisson
Verð kr 9900.- kr
Staður: Þróunarsetrið á Hólmavík
Tími: laugardaginn 2. maí kl 10-16 Skráning til 27. apríl, mánudag.
Efni námskeiðsins verður um íslenska varpfugla og farfugla sem fara hér um. Farið í greiningar á nokkrum tegundum, búsvæði, hvar og hvenær ákveðnar tegundir er best að sjá. Einnig verður farið í stofnstærðir ákveðna tegunda, lög, reglur og alþjóðlegar samþykktir. Að lokum farið í vettvangsferð á Hólmavík eða nágrenni Hólmavíkur.
Námskeiðið er einkum ætlað fólki í ferðaþjónustu sem tekur á móti gestum sem áhuga hafa á fuglum og fuglaskoðun en allir eru velkomnir
Fræðslumiðstöð Vestfjarða sími 4510080 og 8673164. stina@holmavik.is
Sædísin ÍS-67 á Netaralli.
Þórsnes II SH fer síðan eftir páska á svæðið frá Eyjafirði að Langanesi. Um 45-50 trossur eru að meðaltali lagðar á svæðunum, misjafnt eftir stærð þeirra og er þeim dreift innan svæða á helstu hrygningarslóðir þorsks.
Markmið verkefnisins er að safna upplýsingum um lengdar-/þyngdasamsetningu, kynþroska, og vöxt eftir aldri á helstu hrygningarsvæðum þorsks. Einnig að meta árlega magn kynþroska þorsks er fæst í þorskanet á hrygningarstöðvum og meta breytingar í gengd hrygningarþorsks á mismunandi svæðum.
Þetta kemur fram á vef Hafró.
www.hafro.is/
Sigurður Atlason er nýr formaður.
Meira
Sjö listar.
Á fundi landskjörstjórnar kl. 15.00,föstudaginn 17. apríl, var í samræmi við 44. gr. laga um kosningar til Alþingis gert kunnugt um þá lista sem verða í bornir fram í alþingiskosningunum 25. apríl næst komandi.
Eftirtaldir listar verða bornir fram í öllum kjördæmum landsins við komandi alþingiskosningar:
B-listi borinn fram af Framsóknarflokknum.
D-listi borinn fram af Sjálfstæðisflokknum.
F-listi borinn fram af Frjálslyndaflokknum.
O-listi borinn fram af Borgarahreyfingunni - Þjóðin á þing.
P-listi borinn fram af Lýðræðishreyfingunni.
S-listi borinn fram af Samfylkingunni.
V-listi borinn fram af Vinstri hreyfingunni - grænu framboði.
Samkvæmt Hagstofunni eru á Kjörskrá á öllu landinu 227.896 kjósendur.
Konur eru 114.295 og karlar 113.601.





