Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. apríl 2009
Prenta
Áskorun um virkjun Hvalár í Ófeigsfirði.
Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur undirritað áskorun með Orkubúi Vestfjarða og Ísafjarðarbæ til ríkisstjórnar Íslands um virkjun Hvalár í Ófeigsfirði. Er skorað á ríkisstjórn að kostnaður við tengingu virkjunarinnar við raforkuflutningskerfið verði greiddur úr ríkssjóði. Hér verði komið á móts við kröfu íbúa á Vestfjörðum að búa við sambærilegt öryggi í afhengu raforku líkt og aðrir landshlutar, auk þess sem virkjunin skapar mikilsverð tækifæri í atvinnuþróun á Vestfjörðum til lengri og skemmri tíma litið.