Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 20. til 27 apríl 2009.
Umferðin gekk ekki alveg óhappalaus fyrir sig. Fjögur umferðaróhöpp urðu í umdæminu. 23 apríl varð útafakstur á Djúpvegi við Engidal, fjarlægja þurfti ökutækið með krana af vettvangi og annað minniháttar umferðaróhapp varð á Ísafirði. 24 apríl var ekið utan í vegrið á Hnífsdalsvegi, talsverðar skemmdir á ökutækinu. 26 apríl varð bílvelta á Djúpvegi í Álftafirði á Kambsnesi. Ökumaður kenndi sér eymsla og fór sjálfur til skoðunar á sjúkrahúsið á Ísafirði. Talsvert tjón varð á ökutækjum í þessum óhöppum.
Þá voru þrír ökumenn kærðir fyrir of hraðann akstur og einn stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.
23 apríl sumardaginn fyrsta seinni part dags var komin stóðhríð og ekkert ferðaveður á Klettshálsi og voru vegfarendur þar í verulegum vandræðum, vegna veðurs og ófærðar og var björgunarsveitin Lónfell kölluð til aðstoðar og voru björgunarsveitarmenn fram eftir kvöldi að aðstoða vegfarendur til byggða.