Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 4. júlí 2009

Yngsti íbúi Árneshrepps fær nafn.

Frá V:Jóhanna Kristjónsdóttir-Elin Agla-Jóhanna Engilráð og Hrafn Jökulsson.
Frá V:Jóhanna Kristjónsdóttir-Elin Agla-Jóhanna Engilráð og Hrafn Jökulsson.
Skírnarveisla í Trékyllisvík.

Hjónin Elín Agla Briem og Hrafn Jökulsson héldu mikla skírnarveislu í Félagsheimilinu í Árnesi í dag.

Tilefnið var skírn dóttir þeyrra sem fæddist 20 maí síðastliðin.

Hinn nýji Árneshreppsbúi fékk nafnið Jóhanna Engilráð Hrafnsdóttir.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 4. júlí 2009

Allt fór vel fram á fyrsta degi Hamingjadaga.

Mynd strandir.is
Mynd strandir.is
1 af 4
Allt fór vel fram á fyrsta degi Hamingjudaga á Hólmavík sem hófust formlega í gærkvöldi. Meðal dagskrárliða í gær var fjölmennt mótorkrossmót í Skeljavíkurbraut, diskótek fyrir 12-16 þar sem DJ Danni hélt uppi stuðinu og varðeldur. Þá sá galdramaður Strandagaldurs um að setja hátíðina formlega. Þá voru stórtónleikar með Gunnari Þórðarsyni, sem er hólmvíkingur að uppruna  og kom nú í fyrsta skipti fram á Hamingjudögum. Þá léku þeir Bjarni Ómar og Stefán Jónsson fyrir dansi á Café Riis. Talið er að á fimmta hundrað manns hafi verið við varðeld og brekkusöng þar sem presthjónin Sigga og Gulli héldu upp fjörinu ásamt Gunnari Þórðarsyni. Að sögn Björgunarsveitarmanna var allt með friði og spekt á tjaldsvæðinu í nótt. Búast má við að gestum Hamingjudaga fjölgi jafnt og þétt í dag, en mikil skemmtidagskrá er framundan sem líkur með Hamingjudansleik í kvöld með hljómsveitinni Von. Á morgun verða síðan furðuleikar í Sauðfjársetri á Ströndum en þeir eru jafnan einn af hápunktum Hamingjudaga.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. júlí 2009

Nýtt fyrirkomulag á ferilvöktun og fjarskiptum skipa frá 1. júlí 2009.

Frá vaktstöð.Mynd af vef Siglingastofnunar.
Frá vaktstöð.Mynd af vef Siglingastofnunar.
Samgönguráðuneytið hefur sett reglugerð nr. 565/2009 um breytingu á reglugerð nr. 672/2006 um vaktstöð siglinga og eftirlit með umferð skipa. Með gildistöku reglugerðarinnar geta skip tilkynnt staðsetningu sína til vaktstöðvar siglinga með sjálfvirku auðkennikerfi skipa (AIS - Automatic Identification System) með sama hætti og með svokölluðum STK tækjum. Gert er ráð fyrir að eftir 1. janúar 2011 muni AIS kerfið taka við af STK kerfi í ferilvöktun skipa. Evrópureglur ná til skipa yfir 15 metrum að lengd og notast þau við AIS-A tæki. Skipum undir 15 metrum verður heimilt að nota AIS-B tæki sem eru einfaldari að gerð og ódýrari.
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. júlí 2009

Yfirlit yfir Veðrið í Júní 2009.

Oft var þokuloft í júní.Krossnesfjall-Kálfatindar.Krossnes og Fell í þokunni og Selskersviti(Sælusker).
Oft var þokuloft í júní.Krossnesfjall-Kálfatindar.Krossnes og Fell í þokunni og Selskersviti(Sælusker).
Veðrið í Júní 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðrinn var hægviðrasamur og úrkomulítill enn oft þokuloft.

Júní í ár er hlýrri en júní 2008.

Fjöll voru fyrst talin alauð þann 30, mánaðar.

Bændur báru tilbúin áburð á tún í byrjun mánaðar og fram til 10.

Tún spretta seint vegna þurrka.


Yfirlit dagar vikur.

1-3:Suðvestan stinningsgola eða kaldi,þurrt í veðri,hiti 6 til 11 stig.

4:Breytileg vindátt með golu þurrt,hiti 6 til 8 stig.

5-15:Yfirleitt hafáttir kul eða gola en kaldi þann 12,oft þokuloft,úrkomuvottur 9,11,12 og 15,annars þurrt,hiti 4 til 13 stig.

16-19:Norðvestan og N gola,síðan kaldi,þokuloft og súld,hiti 4 til 11 stig.

20:Suðaustan eða breytileg vindátt kul,rigning um kvöldið,hiti 4 til 12 stig.

21-22:Suðvestan gola eða stinningsgola,skúrir,hiti 7 til 13 stig.

23-24:Breytilegar vindáttir kul síðan stinningsgola,rigning smá skúrir 24,hiti 5 til 10 stig.

25-30:Norðan eða hafáttir kul eða gola,þokuloft og súld á köflum,hiti 5 til 14 stig.


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 28. júní 2009

Súpufundur Kaffi Norðurfirði á morgun.

Fundurinn er í Kaffi Norðurfirði.
Fundurinn er í Kaffi Norðurfirði.
  Súpufundur Kaffi Norðurfirði
 -mánudaginn 29. júní 2009 kl. 12:00

Þróunarsetrið á Hólmavík mun efna til atvinnu- og menningarsýningar á Ströndum 29. ágúst 2009.  Sýningin verður haldin í félagsheimilinu á Hólmavík og er markmiðið tvíþætt:

-Efla tengsl milli ólíkra svæða og athafna á Ströndum
-Efla ímynd Stranda út á við

Árneshreppsbúar og allir velunnarar svæðisins eru hvattir til að mæta á súpufund í Kaffi Norðurfirði, mánudaginn 29. júní 2009 þar sem sýningin verður kynnt nánar.   Aðrir súpufundir á Ströndum verða sem hér segir: 
 
-Þriðjudaginn 30. júní 2009:  Malarkaffi, Drangsnesi
 -Miðvikudaginn 1. júlí 2009: Café Riis, Hólmavík
 -Fimmtudaginn 2. júlí 2009:  Grunnskólinn á Borðeyri

Vaxtarsamningur Vestfjarða og Menningarráð Vestfjarða eru styrktaraðilar að sýningunni.  Fyrirtækið AssA, þekking & þjálfun í Trékyllisvík sér um framkvæmd hennar og er hægt að nálgast frekari upplýsingar hjá Ingibjörgu Valgeirsdóttur í síma 451 4025 eða senda fyrirspurn og þátttökuskráningu í netfangið ingibjorg@assaisland.is

 

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 26. júní 2009

Tónleikar Bjarna Ómars annað kvöld á Kaffi Norðurfirði.

Kaffi Norðurfjörður.
Kaffi Norðurfjörður.
Bjarni Ómar Haraldsson tónlistamaður og deildarstjóri Tónskólans á Hólmavík  gaf út diskinn Fyrirheit sl. Haust.

Diskurinn inniheldur 12 lög eftir Bjarna og eru flestar lagasmíðarnar melódískt popp í rólegri kantinum.

Ástin og samskipti kynjanna skipa stórt hlutverk í textagerð.

Bjarni mun kynna plötuna ásamt Stefáni Steinari Jónssyni píanóleikara á veitingastaðnum Kaffi Norðurfirði laugardagskvöldið 27.júní og hefjast tónleikarnir kl:20:00.

Vakin er athygli á að frítt er á tónleikana en að þeim loknum mun Bjarni selja og árita diskinn fyrir áhugasama.

Tónleikarnir eru styrktir af Menningarráði Vestjarða.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 25. júní 2009

Fréttatilkynning um Hamingjudaga.

Hólmavíkurkirkja trjónir á hæð í kauptúninu á Hólmavik og er stollt Hólmvíkinga.Mynd Jón Halldórsson.
Hólmavíkurkirkja trjónir á hæð í kauptúninu á Hólmavik og er stollt Hólmvíkinga.Mynd Jón Halldórsson.

 Bæjarhátíðin Hamingjudagar á Hólmavík verður haldin í fimmta sinn dagana 2.-5. Júlí næstkomandi. Á Hamingjudögum er lögð áhersla á fjölskylduvæna afþreyingu í fallegu umhverfi í Strandabyggð. Tónlist hefur frá upphafi sett mikinn svip á hátíðina. Að þessu sinni verða m.a. þrennir tónleikar, með  Svavari Knúti, Árstíðum og Helga Val á fimmtudagskvöldi, Gunnarði Þórðarsyni á föstudagskvöldi  og KK og Magga Eiríks á laugardagskvöldi. Hamingjudansleikurinn í ár verður með hljómsveitinni Von frá Sauðárkróki. Þá verður útiskemmtun þar sem heimamenn standa fyrir veglegri dagskrá ásamt Felix Bergssyni sem kynnir dagskrána og skemmtir börnum á öllum aldri. Einnig munu kraftakeppnin Vestfjarðavíkingurinn, Furðuleikar í Sævangi, Tómas Ponzi teiknari og Hrönn spámiðill setja svip á hátíðina. Á Hamingjudögum er líka ávallt fjölbreytt afþreying í boði, svo sem lasertag, sjóstangveiði, golf, mótorkross, gönguferðir, hestaferðir og árlegt kassabílarallý.  Á Hólmavík eru vel útbúin og skjólgóð tjaldsvæði, við hliðina á glæsilegri sundlaug staðarins.

 

Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna á strandabyggd.is/hamingjudagar og hamingjudaga @holmavik.is

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 25. júní 2009

Eldri borgarar á faraldsfæti.

Rúmlega 40 eldri borgarar úr Strandasýslu á ferðalagi.Mynd Þorsteinn J.Tómasson.
Rúmlega 40 eldri borgarar úr Strandasýslu á ferðalagi.Mynd Þorsteinn J.Tómasson.
BB.ÍS
Eldri borgarar í Strandasýslu luku þriggja daga viðburðarríkri ferð um Ísafjörð og nágrenni í fyrradag. Um fjörutíu manns voru í ferðinni sem vakti mikla lukku enda áhugaverð og skemmtileg dagskrá í boði alla dagana. Ferð eldri borgarana hófst á sunnudag er lagt var upp frá Hólmavík. Stoppað var í Vatnsfirði í Ísafjarðardjúpi þar sem sr. Baldur Vilhelmsson kynnti merka sögu staðarins eins og honum er einum lagið. Þaðan var haldið til Bolungarvíkur þar sem gestirnir fengu leiðsögn Finnboga Bernódussonar um safnið í Ósvör.

Á mánudag fór hópurinn í siglingu um Jökulfirði með Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar og var farið í land á Hesteyri. Þessi vinsæli ferðamannastaður vakti mikla lukku meðal gestanna enda nutu þeir gestrisni Birnu Pálsdóttur, staðarhaldara Læknishússins á Hesteyri. Um kvöldið var síðan slegið upp alvöru harmonikkuballi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Ferðinni lauk síðan í gær með siglingu út í Vigur. Að sögn Sigursteins Sveinbjörnssonar, eins meðlima Félags eldri borgara í Strandasýslu, var ferðin vel heppnuð. „Ég heyrði ekki annað en að allir hafi verið hæstánægðir með ferðina," segir Sigursteinn. „Svo vorum við mjög heppin með veður þannig að hún tókst vel til í alla staði."
Fleyri myndir á bb.is
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 23. júní 2009

Sirkussýning á morgun í Verksmiðjunni á Djúpuvík.

Mynd Shoeboxtour.
Mynd Shoeboxtour.

Miðvikudaginn 24 júní kl. 21.00 verður sirkussýning í Verksmiðjunni á Djúpuvík.

Þau sem sýna eru sirkuslistamennirnir Jay Gilligan frá Bandaríkjunum, Mirja Jauhiainen frá Finnlandi og Erik Aberg frá Svíþjóð. Hópurinn sýndi í Djúpavík á síðasta ári og sýnir nýja dagskrá í þessari heimsókn.

Aðgangur er ókeypis.

Meira upplysingar á:www.shoeboxtour.com

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. júní 2009

Grásleppuhrogn verkuð á Norðurfirði.

Hrognatunnur.
Hrognatunnur.
1 af 2
Á síðustu grásleppuvertíð var verkað í 182 tunnur af fjórum bátum á Norðurfirði.Bátar byrjuðu grásleppuvertíð á misjöfnum tíma og enduðu vertíð því á mismunandi tímum.Aflahæstur var báturinn Sædís ÍS 67 með 102 tunnur verkaðar.Þeyr á Sædísinni verkuðu sjálfir.
Síðan verkaði Gunnsteinn Gíslason og Margrét Jónsdóttir af hinum bátunum þrem 80 tunnur af Sörla ÍS 66 og af Straum ST 70 og af Óskari III ST 40.
Alls voru því verkaðar á Norðurfirði á nýlokinni grásleppuvertíð hundrað og áttatíu og tvær tunnur.

Atburðir

« 2026 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Úr sal Gestir.
  • Hilmar Hjartarson þenur nikkuna.
  • Borgarísjaki vestan við Sælusker, 19-06-2018.
Vefumsjón