Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 5. júní 2009

AssA, þekking & þjálfun – nýjung í ferðaþjónustu í Trékyllisvík.

Fallegt er á Ströndum.Mynd IV.
Fallegt er á Ströndum.Mynd IV.
1 af 3
Fréttatilkynning.

AssA, þekking & þjálfun er nýtt fyrirtæki í Trékyllisvík á Ströndum sem býður upp á undirbúningsnámskeið fyrir göngufólk á leið á Hornstrandir, upplifunarleiðsögn um Trékyllisvík og hópefli fyrir alla þá sem vilja eiga skemmtilegar stundir á Ströndum í sumar, hvar sem er á svæðinu frá Hólmavík norður í Ófeigsfjörð.  Þjónustan er sérsniðin að þörfum viðskiptavinarins hvað varðar áherslur, tímasetningu, tímalengd og staðsetningu.

Veganesti er undirbúningsnámskeið fyrir göngufólk á leið á Hornstrandir.  Tilvalið að staldra við þar sem vegurinn endar og óbyggðirnar taka við og undirbúa sig undir ógleymanlegt ferðalag.  Lögð er áhersla á innra ferðalagið sem á sér stað samhliða göngu um þetta einstaka svæði.  Hvernig getur þú/þið fengið sem mest út úr ferðinni?  Öðruvísi námskeið fyrir bæði byrjendur og vana. 


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 4. júní 2009

Áætlunarferðir Strandafraktar hafnar.

Flutningabíll Strandafraktar og Gæi bílstjóri.Myndasafn.
Flutningabíll Strandafraktar og Gæi bílstjóri.Myndasafn.
Nú í gær hóf Strandafrakt áætlunarferðir með flutningabíl frá Reykjavík Hólmavík-Norðurfjörður.
Bíllinn fer úr Reykjavík á þriðjudögum og þann dag til Hólmavíkur og til Norðurfjarðar á miðvikudögum.
Þessar ferðir standa út október.
Áður var bíllinn búin að koma að sækja grásleppuhrogn.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 3. júní 2009

Kraftur í vestfirsku menningarlífi.

Styrkþegar.Mynd Menningaráð Vestfjarða.
Styrkþegar.Mynd Menningaráð Vestfjarða.
Fréttatilkynning.
Það var mikið um dýrðir í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í gær þegar úthlutað var styrkjum til menningarverkefna á Vestfjörðum. Þetta var fjórða úthlutun Menningarráðs Vestfjarða og var nú úthlutað samtals 21 milljón til 48 verkefna af margvíslegum toga. Framlög til einstakra verkefna voru á bilinu 50 þúsund til 1,4 milljón og voru verkefni sem fengu milljón eða meira óvenjulega mörg að þessu sinni eða 7 talsins. Margvíslegt samstarf og samvinna milli einstaklinga og stofnanna, listgreina og svæða, setti svip á úthlutunina að þessu sinni og kraftmikil samstarfsverkefni eru býsna áberandi í hópi þeirra verkefna sem fengu styrki. Næst verður auglýst eftir umsóknum í haust.
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 3. júní 2009

Yfirlit yfir veðrið í maí 2009.

Fjöll eru enn talin flekkótt 31 maí.Örkin 634 metrar.
Fjöll eru enn talin flekkótt 31 maí.Örkin 634 metrar.
Veðrið í Maí 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með suðlægum vindáttum fyrstu þrjá dagana með sæmilegum hita,síðan voru N og NA áttir fram til 9 mánaðar,með allmiklu hreti sjöunda og áttunda.

Suðlægar vindáttir frá tíunda til fjórtánda með hlýindum og snjór bráðnaði hratt á láglendi og í fjöllum.

Síðan Norðlæg eða breytilegum vindáttum og kólnaði talsvert með þokulofti og úrkomu með köflum.Það snarhlýnaði aftur þann 28 með suðlægum vindáttum út mánuðinn.

Byrjað var að setja lambfé  á tún nokkru fyrr enn í fyrra eða um 18,í stað 23 í fyrra.

Ræktuð tún farin að taka vel við sér stax um 20 og orðin vel græn um mánaðarmót,og úthagi farin að taka vel við sér.

Jörð á láglendi hefur verið talin alauð frá 10 maí,og er það þrem dögum fyrr en í fyrra.

Flekkótt fjöll eru enn í lok mánaðar.


Meira
| þriðjudagurinn 2. júní 2009

Minningarmót um Guðmund í Stóru-Ávík haldið í Djúpavík 19. og 20. júní

Ingólfur í Árnesi og Guðmundur í Stóru-Ávík að tafli sumarið 2005.
Ingólfur í Árnesi og Guðmundur í Stóru-Ávík að tafli sumarið 2005.
1 af 5
Skákhátíð verður haldin í Árneshreppi á Ströndum dagana helgina 19. til 21. júní. Í Djúpavík verður efnt til Minningarmóts Guðmundar Jónssonar í Stóru-Ávík og hraðskákmót haldið í Kaffi Norðurfirði.

Skákfélagið Hrókurinn stendur að hátíðinni í Árneshreppi, annað árið í röð. Í fyrra sigraði Helgi Ólafsson stórmeistari á vel skipuðu og skemmtilegu atskákmóti í Djúpavík.

Tíu umferðir verða tefldar á Minningarmóti Guðmundar Jónssonar, þar af fjórar föstudagskvöldið 19. júní og sex daginn eftir. Hraðskákmót verður svo haldið sunnudaginn 21. júní.

Gestum á skákmótinu gefst kostur á að kynnast stórbrotinni náttúru og fjölbreyttu mannlífi í Árneshreppi, sem er afskekktasta sveit á Íslandi. Akstur frá Reykjavík og Akureyri tekur um það bil 5 klukkustundir.

Hægt er að panta gistingu í Hótel Djúpavík (sími 4514037), hjá Margréti á Bergistanga (sími 4514003), hjá Eddu í Norðurfirði (sími 5544089) og hjá Guðbjörgu sem leigir út svefnpokapláss og tjaldstæði hjá Finnbogastaðaskóla (sími 4514012). Einnig er hægt að fá tjaldstæði í Djúpavík. Gestir eru hvattir til að bóka gistingu sem fyrst.

Skráning á mótið er hjá Róbert Harðarsyni í chesslion@hotmail.com og síma 6969658 og Hrafni Jökulssyni í hrafnjokuls@hotmail.com og síma 6633257.

Guðmundur Jónsson (1945-2009) í Stóru-Ávík var mikill og ástríðufullur skákáhugamaður og tók meðal annars þátt í hátíðinni á síðasta ári. Hann lést 25. apríl síðastliðinn og með hátíðinni í júní vilja vinir hans og félagar heiðra minningu góðs drengs.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. júní 2009

Fréttatilkynning frá Orkubúi Vestfjarða.

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.Mynd Strandir.is
Orkubú Vestfjarða á Hólmavík.Mynd Strandir.is
Fréttatilkynning.

Aðalfundur Orkubús Vestfjarða ohf. var haldinn á Ísafirði 29. maí 2009.

Árið 2008 var gott ár fyrir rekstur Orkubús Vestfjarða og varð hagnaður af venjubundnum rekstri fjórða árið í röð. Framleiðsla vatnsaflsvirkjana Orkubúsins var yfir meðallagi og ekki urðu nein stærri rekstraráföll í flutningskerfum Orkubúsins. 

 

Á árinu 2008 varð afkoma Orkubús Vestfjarða heldur betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstraráætlun ársins gerði ráð fyrir rekstrarhagnaði að upphæð 28 Mkr. en samkvæmt rekstrarreikningi varð hagnaður af venjubundnum rekstri fyrir skatta, sem nam um 108,7 Mkr., en þegar tekið er tillit til breytinga á tekjuskattsprósentu og bókfærðs tekjuskatts 2008 er hagnaður ársins um 57,8 Mkr..  Afskriftir námu alls 202 Mkr.. Eignir Orkubús Vestfjarða ohf. í árslok 2008 voru alls 5.125 Mkr. og heildarskuldir alls 672 Mkr. Eigið fé nam því alls 4.452 Mkr. sem er um 86,9 % af heildarfjármagni. Eignir Orkubús Vestfjarða ohf. hafa ekki verið endurmetnar.

 

Á árinu 2008 var 413,8 Mkr. varið til fjárfestinga og auk var um 180 Mkr varið í borholu í Tungudal, en árangur af boruninni varð því miður enginn.


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. júní 2009

Melrakkinn sem auðlind.

Tófa.
Tófa.
Fyrsta námskeið Melrakkaseturs Íslands verður haldið miðvikudaginn 3. júní kl. 18:00 - 20:00 í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Námskeiðinu verður varpað í gegnum fjarfundabúnað til Hólmavíkur, Patreksfjarðar og Reykhóla.
Námskeiðið er ætlað fyrir leiðsögumenn og aðra sem ferðast um í íslenskri náttúru og langar að kynnast þessu fágæta dýri sem melrakkinn er.
Fjallað verður um líffræði tegundarinnar, útbreiðslu, búsvæðaval og lífshætti ásamt því að kynna hvernig hægt er að kynnast dýrunum án þess að valda þeim skaða eða of mikilli truflun.

Á vef Fræðslumiðstöðvarinnar má sjá lýsingu á námskeiðinu og hægt er að skrá sig hér
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 30. maí 2009

Strandastelpa komin í heiminn!

Elín-Óskírð og Hrafn.
Elín-Óskírð og Hrafn.
1 af 3
Hinn 20. maí fæddist nýr íbúi í Árneshreppi, dóttir Elínar Öglu Briem skólastjóra og Hrafns Jökulssonar. Hún var 14 merkur og 52 sentimetrar og fæddist á fæðingardeildinni á Akranesi. Fjölskyldan er nú komin heim í sveitina og heilsast öllum vel.
 
Börnum fjölgar nú óðum í Árneshreppi og er það mikið gleðiefni. Á síðustu tveimur árum hafa Gunnar og Pálína í Bæ eignast tvær dætur, og nú eru ungu hjónin Elísa og Ingvar að flytja í Árnes með tvö ung börn, Kára og Þóreyju. Kári verður í Finnbogastaðaskóla í vetur, ásamt Ástu í Árnesi og Júlíönu úr Norðurfirði.
 
Litla dóttir Hrafns og Elínar fær nafn 4. júlí.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 30. maí 2009

Frá Sauðburði.

Sigursteinn og Katrín Pétursdóttir í vagninum og Sponsa hundur Katrínar við vagninn.
Sigursteinn og Katrín Pétursdóttir í vagninum og Sponsa hundur Katrínar við vagninn.
1 af 4
Sauðburður hefur gengið nokkuð vel hjá bændum í Árneshreppi,en eitthvað hefur drepist af lömbum bæði í fæðingu eða fæðst dauð.

Óvenju mikið var um geldar lamgimbrar hjá Sigursteini bónda í Litlu-Ávík eða yfir 21 af 45 gimrum.Þetta hefur ekki skeð í Litlu-Ávík til margra ára.

Flestar ærnar eru tvílembdar en lambgimbrar yfirleitt einlembdar þótt dálítið sé um tvílemdar lambgimbrar.Alltaf er eitthvað um þrílembur.

Nú er sauðburði að verða lokið enn einhver tíningur er eftir fram í næsta mánuð.

Bændur gátu byrjað að setja lambfé snemma út á tún eða nokkru fyrr en í fyrra,nú er byrjað að keyra fé í afrétt en aðallega þó í byrjun næsta mánaðar.

Svalt var í veðri um tíma og nokkur væta sem er verst fyrir lömbin nýkomin út.

Nokkrar myndir koma hér með þegar lambfé var keyrt útá tún hér í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 29. maí 2009

Finnbogastaðaskóli fámennastur.

Finnbogastaðaskóli í Trékyllisvík.
Finnbogastaðaskóli í Trékyllisvík.
BB.ís
Skólum hefur fækkað um þrjá á Vestfjörðum undanfarinn áratug en þeim hefur fækkað 22 á landsvísu. Þar hefur fámennustu og fjölmennustu skólunum fækkað mest. Þessar upplýsingar koma fram í Hagtíðindum um grunnskóla, sem Hagstofa Íslands hefur gefið út. Fámennasti skóli landsins er Finnbogastaðaskóli í Árneshreppi á Ströndum, en þar voru tveir nemendur síðasta skólaár. Skólaárið 2008-2009 voru 33 grunnskólar með 50 nemendur eða færri og þar af voru tíu á Vestfjörðum. Fjölmennasti skóli fjórðungsins er Grunnskólinn á Ísafirði með 500 nemendur en þar á eftir koma Grunnskóli Bolungarvíkur og Grunnskóli Vesturbyggðar með um 125 nemendur.
Nánar á Bæjarins Besta.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Drangavík 18-04-2008.
  • Hafísfrétt 11-09-2024.Stakur borgarísjaki um 3.KM. útaf Reykjanesströnd, sem er á milli Reykjaneshyrnu og Gjögursflugvallar. Rekur inn Húnaflóann.
  • Gengið út fyrir Björg á leið í Ófeigsfjörð.
  • Kristján Albertsson á Melum og Njáll Gunnarsson.
Vefumsjón