Súpufundur Kaffi Norðurfirði á morgun.
-mánudaginn 29. júní 2009 kl. 12:00
Þróunarsetrið á Hólmavík mun efna til atvinnu- og menningarsýningar á Ströndum 29. ágúst 2009. Sýningin verður haldin í félagsheimilinu á Hólmavík og er markmiðið tvíþætt:
-Efla tengsl milli ólíkra svæða og athafna á Ströndum
-Efla ímynd Stranda út á við
Árneshreppsbúar og allir velunnarar svæðisins eru hvattir til að mæta á súpufund í Kaffi Norðurfirði, mánudaginn 29. júní 2009 þar sem sýningin verður kynnt nánar. Aðrir súpufundir á Ströndum verða sem hér segir:
-Þriðjudaginn 30. júní 2009: Malarkaffi, Drangsnesi
-Miðvikudaginn 1. júlí 2009: Café Riis, Hólmavík
-Fimmtudaginn 2. júlí 2009: Grunnskólinn á Borðeyri
Vaxtarsamningur Vestfjarða og Menningarráð Vestfjarða eru styrktaraðilar að sýningunni. Fyrirtækið AssA, þekking & þjálfun í Trékyllisvík sér um framkvæmd hennar og er hægt að nálgast frekari upplýsingar hjá Ingibjörgu Valgeirsdóttur í síma 451 4025 eða senda fyrirspurn og þátttökuskráningu í netfangið ingibjorg@assaisland.is