Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 14. ágúst 2009

LÝÐVELDIÐ VIÐ FJÖRÐINN.

Guðbjörg Lind Jónsdóttir vinnur við uppsetningu verka sinna.
Guðbjörg Lind Jónsdóttir vinnur við uppsetningu verka sinna.
1 af 3

Um síðastliðna Verslunarmannahelgi var sett upp sýning í Ólafsbragga á Ströndum, og var honum þá breytt tímabundið í kvennabragga í tilefni þess að 8 myndlistarkonur hreiðruðu um sig í matsalnum og íbúðinni kennd við Ófeig á neðri hæð braggans.

Sýningin er sjálfstætt framhald af samsýningu hópsins "Lýðveldið Ísland" sem haldin var í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ árið 2004, í gamla mötuneytinu, og tileinkuð var 60 ára afmæli íslenska lýðveldisins.

Sýningin í Ólafsbragga er hluti af þríþættu sýningarhaldi. Fyrsta sýningin í ár var haldin í vor í gamalli heyhlöðu við Mývatn og Reykjahlíðakirku og nefndist "Lýðveldið við vatnið". Þriðja og síðasta sýning þessa árs verður opnuð í september í Álafosskvosinni.

Myndlistarkonurnar sköpuðu verk sín út frá hugmyndum um íslenska lýðveldið í tengslum við menningarsögu og nátturulegt umhverfi sýningarstaðanna.

Opnunin gekk vonum framan og taldist mönnum til að um 250 manns hafi mætt á fyrsta sýningardegi þann 1. ágúst, en 50 á þeim seinni, 2.

ágúst. Kom það skemmtilega á óvart því haft var á orði að þar hefðu

komið fleiri sýningargestir en á margar opnanir í höfuðborginni.

Sýningaraðstaðan var með besta móti þó að þar hafi ekki verið hvítir veggir og rafmagnsljós til að lýsa upp verkin, en þokumóða og kertaljós gáfu sýningunni dulrænan blæ á þann hátt að seint verður leikið eftir.

Myndlistarkonurnar voru allar hæstánægðar yfir viðtökunum og mun þessi sýning lifa lengi í minningunni.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 13. ágúst 2009

Djúpavíkurdagar 14 til 16 Ágúst.

Hótel Djúpavík.Mynd www.djupavik.com.
Hótel Djúpavík.Mynd www.djupavik.com.

Þá er að koma að hinum árlegu Djúpavíkurdögum.
Á dagskránni verður ýmislegt fyrir alla fjölskylduna til skemmtunar.

Föstudagur 14. ágúst:

Kvöldmatur á hótelinu verður að þessu sinni frá kl. 18:00-20:00.
Kl. 21:00 mun Margrét B. Sigurbjörnsdóttir leika nokkur létt lög á altó-saxófón í lýsistanknum. Öllum er velkomið að spila með og syngja. Að tónleikunum loknum verður kvöldkaffi á hótelinu í boði hússins. Óvæntar uppákomur gætu orðið og eru áhugasamir beðnir að gefa sig fram við Evu hótelstýru.

Laugardagur 15. ágúst:

Kl. 11:00 Kerlingar fleyttar í fjörunni framan við hótelið.
Kl. 13:00 Sjóferð á Djúpfara. Siglt verður í Kúvíkur, þaðan í Naustvík og til baka í Djúpavík.
Kl. 13:00 Létt gönguferð um nágrennið.
Kl. 14:00 Verksmiðjuferð með leiðsögn. Verð kr. 500.- fyrir fullorðna.
Kl. 14:00 Krakkaleikir á flötinni framan við hótelið. Farið verður í ýmsa skemmtilega leiki og þrautir. Fullorðnir velkomnir líka.
Kl. 16:00 Sjóferð á Djúpfara. Farin verður sama leið og fyrr um daginn.
Kl. 16:00 Dorgað á bryggjunni. Allir velkomnir með færi og stangir. Verðlaun fyrir stærsta fiskinn.
Kl. 18:30-21:00 Fiskréttahlaðborð á Hótel Djúpavík. Verð kr. 3.500.- fyrir fullorðna. Hljómsveitin Hraun leikur undir borðum.
Kl. 22:00 Tónleikar. Hljómsveitin Hraun og Svavar Knútur heldur uppi frábærri stemmningu fram til miðnættis. Aðgangseyrir á tónleika kr. 1.000.-
Kl. 00:00 Samkomunni lýkur á hefðbundinn hátt með aðstoð Svavars Knúts og annara fjörusöngvara.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 12. ágúst 2009

Bændur skipta um járn á fjárhúsþökum.

Þakjárnið komið á í Litlu-Ávík.
Þakjárnið komið á í Litlu-Ávík.
1 af 3
Nú er þakjárn á fjárhúsum komið á tíma hjá mörgum bændum hér í sveit þakjárn viðast hvar orðið mjög ryðgað og mjög ílla farið á nokkrum bæjum.Sérstaklega útaf sjávarseltunni sem er mikil víðast hvar.

Víða var búið að bæta þakjárn til bráðabirgðar.

Kristján Albertsson bóndi á Melum 2 skipti um þakjárn á sínum fjárhúsum í vor eftir sauðburð.

Björn bóndi Torfason skipti um seinni helminginn af þakjárni í fyrrasumar.

Eins og menn muna þá fauk hluti þar af fjárhúsþaki þar 13 desember 2007 og var þá skipt um helminginn af þakinu.Einnig er Björn búin að endurbæta og breyta innréttingum inni í fjárhúsunum.

Á Kjörvogi var skipt um þakjárn á hlöðu í fyrra.

Guðlaugur Ágústson á Steinstúni skipti um þakjárn á flatgrifjunni hjá sér.

Nú er Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík að skipta um þakjárn á sínum fjárhúsum enda járnið mjög ílla farið.Skipt er um lektur og þær settar þéttar og allt skrúfað niður með ryðfríum skrúfum.

Eins ætlar Gunnar bóndi Dalkvist í Bæ að skipta um járn á flatgryfjunni hjá sér í haust.

Þessi fjárhús og hlöður voru byggð á árunum frá 1975 til 1978 þegar átak í byggingu á peningshúsum stóð í Árneshreppi.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. ágúst 2009

Borgarísjakar nærri Hornbjargi.

Borgarísjaki á Húnaflóa 29-09-2002.Myndasafn.
Borgarísjaki á Húnaflóa 29-09-2002.Myndasafn.

Samkvæmt hafísdeild Veðurstofu Íslands hafa skip tilkynnt um borgarís úti fyrir Vestfjörðum á þessum stöðum:

1. 66°40,5'N og 22°41,3'V kl. 21:25  6. ágúst.

2. 66°48,0'N og 25°04,5'V kl. 00:51  7. ágúst, sást vel á radar.

3.  66°52,2'N og 22°46,16'V kl. 05:09, 7. ágúst, sást illa á radar.

4.  7. ágúst kl. 14:00. Tveir stórir borgarísjakar (sennilega fleiri) u.þ.b. 2 sjómílur frá Hornvík (nærri Hornbjargi), reka í austur.
Eru skip og bátar beðin um að sýna aðgát á þessum slóðum.
Nánar á hafísvef Veðurstofunnar hér.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. ágúst 2009

Fundargerð stjórnarfundar haldinn 5.ágúst-2009.

Dynjandisheiði séð niðri Arnarfjörð.Mynd Mats Wibe Lund.
Dynjandisheiði séð niðri Arnarfjörð.Mynd Mats Wibe Lund.
Fundargerð stjórnarfundar haldinn miðvikudaginn 5. ágúst 2009, kl 12.00, á skrifstofu Fjórðungssambands Vestfirðinga, Árnagötu 2-4, Ísafirði og með aðstoð síma frá Hólmavík og Tálknafirði.

 

Til fundarins var boðað með dagskrá sem send var út þann 4 ágúst s.l..  Formaður setti fundinn og bauð stjórnarmenn velkomna til fundar.  Í síma voru Ari Hafliðason á Tálknafirði og Valdemar Guðmundsson á Hólmavík.  Á Ísafirði voru mætt til fundar Anna G Edvardsdóttir, Birna Lárusdóttir Sigurður Pétursson og Aðalsteinn Óskarsson framkvæmdastjóri sem ritaði einnig fundargerð.


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. ágúst 2009

Yfirlit yfir veðrið í Júlí 2009.

Heyskap lauk í mánuðinum og var heyfengur talinn góður.
Heyskap lauk í mánuðinum og var heyfengur talinn góður.
1 af 2
Veðrið í Júlí 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Í júlí voru vindáttir mest Norðlægar.

Mánuðurinn var nokkuð hlýr framanaf en kólnaði talsvert með þokusúld um tíma þegar hundadagar byrjuðu þann 13.

Úrkomulítið var framanaf mánuði en oftast þokuloft og rakt.Aftur mjög kalt í veðri 23 og 24 með kalsarigningu eða skúrum og jafnvel hagléljum,og þá snjóaði í fjöll allt niðri 400 m.Og aftur vætusamt síðustu daga mánaðar.Bændur hófu almennt slátt í annari viku júlí mánaðar og er það líkt og í fyrra,og heyskap lauk í síðustu viku mánaðar og er heyfengur talin góður.


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 1. ágúst 2009

Frá Myndlistarsýningunni á Eyri.Lýðveldið við fjörðinn.

Konurnar sem standa að sýningunni.Það vantar eina á myndina.
Konurnar sem standa að sýningunni.Það vantar eina á myndina.
1 af 3
Þetta er stórkostleg sýning sem er í Ólafsbragga á Eyri í Ingólfsfirði sem stendur yfir í dag og á morgun á milli kl 14:00 og 19:00 báða dagana.
Góð aðsókn var strax við opnun í dag.
Fréttamaður Litlahjalla var við opnunina í dag og tók nokkrar myndir sem tala sínu máli.
Þær sem standa að sýningunni eru:
Anna Jóa
Bryndís Jónsdóttir
Guðbjörg Lind Jónsdóttir
Hildur Margrétardóttir
Hlíf Ásgrímsdóttir
Kristín Geirsdóttir
Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá og
Ólöf Oddgeirsdóttir.
Verefnið er sjálfstætt framhald af samsýningu hópssins;Lýðveldið Ísland.
Áður var sýningin kynnt hér á vefnum 24 júlí hér.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. júlí 2009

Mikið af ferðafólki í sumar.

Hús Ferðafélags Íslands í Norðurfirði.Grillskálinn með torfþakinu.
Hús Ferðafélags Íslands í Norðurfirði.Grillskálinn með torfþakinu.
1 af 3
Það hefur allt verið vitlaust að gera á ferðamannastöðum og gististöðum í Árneshreppi í sumar.

Að sögn Evu Sigurbjörnsdóttur hótelstýru á Hótel Djúpavík hefur yfirleitt verið yfirbókað og meira að gera heldur enn í fyrra þó það ár hafi verið metár.

Sömu sögu er að segja um gistiaðstöðuna í Finnbogastaðaskóla bæði inni og á tjaldstæðinu.

Á gistiheimilunum í Norðurfirði hefur allt verið fullt í sumar.

Góð aðsókn hefur verið á Kaffi Norðurfirði í allt sumar.

Reimar Vilmundarson segir að það stefni í enn eitt metárið með ferðafólk á Hornstrandir á Sædísinni.

Að sögn Guðrúnar Á Lárusdóttur skálavarðar Ferðafélags Íslands í Norðurfirði (Valgeirsstöðum) ásamt Áslaugu Guðmundsdóttur;hefur allt verið vitlaust að gera bæði á tjaldstæðinu og í gistingu í aðalhúsinu,mikið um stærri og minni hópa sem og einstakar fjölskyldur sem eru á eigin vegum.Og stundum væri hægt að tvíbóka í gistiaðstöðu og á tjaldstæðið;

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. júlí 2009

Listamannaverbúð og lífróður á Ströndum.

Árnesstapar Krossnes í baksýn.
Árnesstapar Krossnes í baksýn.
Nú stendur yfir á vegum Þjóðfræðistofunnar á Hólmavík svokölluð Listamannaverbúð á Ströndum. Þar er um að ræða stefnumót þátttakenda í sýningu og málþingi Hafnarborgar sem halda á syðra í haust undir yfirskriftinni Lífróður, við heimamenn á Ströndum. Lista- og fræðimenn eru nú staddir á Ströndum í tengslum við þetta verkefni og vinna að listsköpun, hitta kollega sína og heimamenn og velta fyrir sér grunnhugmynd sýningarinnar sem á að fjalla um hafið í sjálfsmynd Íslendinga, táknmyndir og merking hafsins í hugum fólks. Leitað verður fanga í náttúru og mannlífi Stranda, skroppið út á sjó og inn í beitingarskúr, fornleifar og minjar skoðaðar, farið í fjöruferðir og kannaðir möguleikar á listsköpun úr rekaspýtum og fleiru sem rekur á fjörur Strandamanna.

Forstöðumaður Þjóðfræðistofunnar, Kristinn Schram, samstarfskona hans Katla Kjartansdóttir þjóðfræðingur og Ásta Þórisdóttir myndlistarmaður eru þátttakendum innan handar, sjá um skipulagningu og tengja saman gesti og heimamenn. Verkefnið er styrkt af Menningarráði Vestfjarða.
Þetta kemur fram á www.strandir.is

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 28. júlí 2009

Heyskapur gekk vel í Árneshreppi.

Frá heyskap í sumar.
Frá heyskap í sumar.
Heyskapur gekk yfirleitt vel en í byrjun heyskapar í annari viku í júlí var mjög þurrt og hlýtt í veðri en þegar hundadagar byrjuðu gerði dálitla súld og var þá stopp í heyskap í 3 daga eða svo,en bændur notuðu tíman til að keyra rúllum heim af túnum.

Síðan var ágætis veður en rakt og súldarvottur með köflum.
Bændur þurfa helst að fá einn góðan þurrkdag eftir að slegið er og áður en það er rúllað.
Heyskapur var langt komin hjá bændum 23 og 24 júlí þegar kuldakastið gekk í garð með rigningu og hagléljum.

Síðan um helgina þá á eftir var byrjað að fullu aftur við heyskap og lauk heyskap yfirleitt í gær 27 júlí.Enn bændur eru nú að klára að keyra heyrúllum heim af túnum.

Bændur eru almennt ánægðir með heyfeng og víða fengust fleiri rúllur af túnum nú enn í fyrra.

Það rættist því vel úr grassprettu miðað við þurrkana í júní og framanaf þessum mánuði.

Nokkrir bændur munu slá seinnislátt (há) í ágúst.

Atburðir

« 2026 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Börn Maddýar með skemtiatriði.
  • Úr sal.Gestir.
  • Hafís útaf Reykjanesströnd.
  • Sement sett í.06-09-08.
  • Fell-06-07-2004.
  • Storð í Trékyllisvík-06-07-2004.
Vefumsjón