Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 25. júní 2009

Eldri borgarar á faraldsfæti.

Rúmlega 40 eldri borgarar úr Strandasýslu á ferðalagi.Mynd Þorsteinn J.Tómasson.
Rúmlega 40 eldri borgarar úr Strandasýslu á ferðalagi.Mynd Þorsteinn J.Tómasson.
BB.ÍS
Eldri borgarar í Strandasýslu luku þriggja daga viðburðarríkri ferð um Ísafjörð og nágrenni í fyrradag. Um fjörutíu manns voru í ferðinni sem vakti mikla lukku enda áhugaverð og skemmtileg dagskrá í boði alla dagana. Ferð eldri borgarana hófst á sunnudag er lagt var upp frá Hólmavík. Stoppað var í Vatnsfirði í Ísafjarðardjúpi þar sem sr. Baldur Vilhelmsson kynnti merka sögu staðarins eins og honum er einum lagið. Þaðan var haldið til Bolungarvíkur þar sem gestirnir fengu leiðsögn Finnboga Bernódussonar um safnið í Ósvör.

Á mánudag fór hópurinn í siglingu um Jökulfirði með Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar og var farið í land á Hesteyri. Þessi vinsæli ferðamannastaður vakti mikla lukku meðal gestanna enda nutu þeir gestrisni Birnu Pálsdóttur, staðarhaldara Læknishússins á Hesteyri. Um kvöldið var síðan slegið upp alvöru harmonikkuballi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Ferðinni lauk síðan í gær með siglingu út í Vigur. Að sögn Sigursteins Sveinbjörnssonar, eins meðlima Félags eldri borgara í Strandasýslu, var ferðin vel heppnuð. „Ég heyrði ekki annað en að allir hafi verið hæstánægðir með ferðina," segir Sigursteinn. „Svo vorum við mjög heppin með veður þannig að hún tókst vel til í alla staði."
Fleyri myndir á bb.is
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 23. júní 2009

Sirkussýning á morgun í Verksmiðjunni á Djúpuvík.

Mynd Shoeboxtour.
Mynd Shoeboxtour.

Miðvikudaginn 24 júní kl. 21.00 verður sirkussýning í Verksmiðjunni á Djúpuvík.

Þau sem sýna eru sirkuslistamennirnir Jay Gilligan frá Bandaríkjunum, Mirja Jauhiainen frá Finnlandi og Erik Aberg frá Svíþjóð. Hópurinn sýndi í Djúpavík á síðasta ári og sýnir nýja dagskrá í þessari heimsókn.

Aðgangur er ókeypis.

Meira upplysingar á:www.shoeboxtour.com

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 22. júní 2009

Grásleppuhrogn verkuð á Norðurfirði.

Hrognatunnur.
Hrognatunnur.
1 af 2
Á síðustu grásleppuvertíð var verkað í 182 tunnur af fjórum bátum á Norðurfirði.Bátar byrjuðu grásleppuvertíð á misjöfnum tíma og enduðu vertíð því á mismunandi tímum.Aflahæstur var báturinn Sædís ÍS 67 með 102 tunnur verkaðar.Þeyr á Sædísinni verkuðu sjálfir.
Síðan verkaði Gunnsteinn Gíslason og Margrét Jónsdóttir af hinum bátunum þrem 80 tunnur af Sörla ÍS 66 og af Straum ST 70 og af Óskari III ST 40.
Alls voru því verkaðar á Norðurfirði á nýlokinni grásleppuvertíð hundrað og áttatíu og tvær tunnur.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 20. júní 2009

Tvíburar á minningarmóti afa síns.

Inga og Kjartan með tvíburana Maríu og Hörpu.
Inga og Kjartan með tvíburana Maríu og Hörpu.
1 af 2
Í dag er minningarskákmótið um Guðmund Jónsson (F.16-10-1945-D.25-4-2009), í Stóru-Ávík í gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpavík.

Meðal þeyrra sem heiðruðu mótið var dóttir Guðmundar Ingibjörg Berglind ásamt tvíburunum sínum þeim Maríu Mekkin og Hörpu Líf fæddum 16-08 2008 og Kjartani manni sínum ásamt eldri börnunum Magna Snær og Unni Jónínu Stefánsdóttur.

Inga og fjölskylda búa austur á landi á Egilsstöðum enn eru nú í sumarfríi og halda til í Stór-Ávík sínu gamla heimili.
Benidikt Guðmundsson sonur Guðmundar komst ekki á skákmótið,en sendi kveðju á skákmótið.
Nánar um skákmótið hér.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 19. júní 2009

Skákhátíð í Árneshreppi hefst í dag.

Frá Djúpavík.
Frá Djúpavík.
Skákhátíð í Árneshreppi hefst í dag og eru veðurguðir í sólskinsskapi af því tilefni. Von er á mörgum góðum gestum, stórmeisturum sem byrjendum, sem munu etja kappi við vaska sveit heimamanna.

Hátíðin verður sett í gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpavík klukkan 20 í kvöld, föstudag. Teflt verður í glæsilegum og óvenjulegum skáksal, sem forðum var mjölgeymsla í stærstu verksmiðju á Íslandi. Eftir setningarathöfn verður slegið upp tvískákmóti, þar sem tveir eru saman í liði.

Á morgun, laugardag klukkan 12, hefst Minningarmót Guðmundar Jónssonar frá Stóru-Ávík. Guðmundur, sem lést í apríl, var mikill skákáhugamaður og lét sig aldrei vanta á skákþingum. Meðal keppenda á mótinu verða fjórir stórmeistarar, þeir Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson, Henrik Danielsen og Þröstur Þórhallsson.

Mótið er öllum opið og þátttaka er ókeypis. Tefldar verða 9 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma.

Til mikils er að vinna og verðlaun glæsileg. Sigurvegarinn hlýtur 50 þúsund krónur og skúlptúr eftir Guðjón Kristinsson frá Dröngum. Meðal annarra vinninga er listaverk úr rekaviði eftir Valgeir Benediktsson í Árnesi, margskonar handverk og hannyrðir eftir íbúa í Árneshreppi, sigling á Hornstrandir, gisting í Hótel Djúpavík og gistiheimilum Árneshrepps og lambalæri frá Melum.

Þá eru vinningar frá Forlaginu, Henson, Skugga, 66° Norður, Kaupfélagi Steingrímsfjarðar, Ungmennafélaginu Leifi heppna og Jóhanna Travel, sem leggur til arabískar slæður og sjöl. Sérstök verðlaun eru fyrir bestan árangur barna, heimamanna og stigalausra. Síðast en ekki síst verða best klæddu keppendurnir verðlaunaðir, auk þess sem veitt eru sérstök háttvísisverðlaun.

Á sunnudaginn klukkan 13 verður svo hraðskákmót í Kaffi Norðurfirði. Tefldar verða 6 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma.

Þetta er annað árið í röð sem skákhátíð er haldin í Árneshreppi.

Allir eru hjartanlega velkomnir!
Nánar á Skákhátíð í Árneshreppi.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 18. júní 2009

NV Vestfirðir á Kaffi Sælu á Tálknafirði.

Dynjandi.Mynd Ágúst G Atlason.
Dynjandi.Mynd Ágúst G Atlason.

NV Vestfirðir heldur áfram för sinni um Vestfirði, en næsta stopp mun vera á Tálknafirði á nýopnuðu kaffihúsi Ársæls Níelssonar og Birnu Guðnadóttur,Kaffi Sælu.

Sýndar verða 7 ljósmyndir prentaðar á striga eftir áhugaljósmyndarann Ágúst G. Atlason.

Er þessi sýning liður í verkefni sem sótti um styrk til Menningarráðs Vestfjarða og fékk styrk til þessa ferðalags um Vestfirði. Mun verða nýbreytni í opnun á þessum stað, en hljómsveitin Megakukl mun spila við opnun sýningarinnar en það er liður í samstarfi Guðmundar Hjaltasonar og Ágústar Atlasonar, en Guðmundur hlaut einnig styrk frá Menningarráði til að flytja tónlist um alla Vestfirði. Hugur er á áframhaldandi samstarfi beggja aðila til að gera sem mest úr tónleikum/ opnun á hverjum stað sem hægt er að nota þetta fyrirkomulag. Eru allir hvattir til að mæta á Kaffi Sælu á föstudagskvöldið kemur!

http://kaffi.westfjords.com/

http://gusti.is

Meiri upplýsingar:

Ágúst G. Atlason 840 4002

Ársæll Níelsson 847 3832

Guðmundur Hjaltason 8924568

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 17. júní 2009

Sumargleði og barnapössun á Melum.

Frá Melum.
Frá Melum.

Nýjasta nýtt á Ströndum:  Badda og Björn ætla nú í sumar að bjóða upp á

barnapössun á Melum í Trékyllisvík. Þetta er tilvalið fyrir fólk, sem ætlar í gönguferðir á Hornströndum og í siglingu með Reimari á Sædísinni. Sumargleði á Melum er fyrir börn 5 til 12 ára. Þetta er líka tilvalið fyrir börn sem vilja kynnast skemmtilegu sveitalífi.

 

Bjarnheiður Fossdal og Björn Torfason eru bændur á Melum í Trékyllisvík. Badda er búin að vera leiðbeinandi við Finnbogastaðaskóla nær 30 ár. Þau hjón bjóða upp á barnapössun frá 22. júní til 5. ágúst eða eftir samkomulagi.  Einstök upplifun fyrir öll börn á aldrinum frá 5- 12 ára! Tekið er á móti þremur til fjórum börnum í einu þannig að ekki mun skorta fjörið á bænum. 

 

Ýmislegt er gert með börnunum og verður næg útivist í boði. Farið verður í gönguferðir, fjöruferðir og í sund. Börnin fá að gefa heimalningum og ærslast í heyinu. Nóg pláss er fyrir ýmsa leiki utandyra sem innan, boltaleiki og feluleiki. Svo verður ábyggilega bakað ofan í mannskapinn. 

 

Hafið samband í síma 4514015 eða sendið póst á netfangið bjf@ismennt.is.

Einnig er hægt að nálgast upplýsingar og sjá fleiri myndir á www.melar.blog.is

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 17. júní 2009

Frábær sýning Leikfélags Hólmavíkur í Trékyllisvík í gærkvöldi.

1 af 4
Leikfélagið sýndi leikritið Viltu finna milljón? sem er gamanfarsi eftir Ray Cooney í leikstjórn Arnars S Jónssonar.

Leikritið er í tveimur þáttum með stuttu hléi á milli.

Leikfélag Hólmavíkur er þriðja leikfélagið á Íslandi sem setur leikverkið upp,en áður var það sett upp í Borgarleikhúsinu 2007 við fádæma vinsældir og síðan hjá Leikfélagi Sauðárkróks í Sæluviku 2008.

Um fimmtíu manns komu á sýninguna  í Félagsheimilinu í Árnesi  í gærkvöldi og hlógu gestir mikið allan tímann.Í lok sýningar voru leikendur margklappaðir upp og fagnað mikið.
Nokkrar myndir koma hér með frá leikritinu.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 16. júní 2009

Ár frá brunanum mikla á Finnbogastöðum.

Elín og dóttirin Jóhanna afhenda Munda bókina Strandamenn Æviskrár.
Elín og dóttirin Jóhanna afhenda Munda bókina Strandamenn Æviskrár.
1 af 3
Nú í dag er eitt ár frá brunanum mikla á Finnbogastöðum,þar sem Guðmundur Þorsteinsson slapp naumlega út enn missti allt sitt,og einnig hundana sína tvo.

Guðmundur hefur dvalið í Bæ hjá systur sinni á meðan að uppbyggingu stóð,og smiðir og aðrir sem komu að til að vinna í húsinu héldu til og voru í fæði hjá Guðbjörgu Þorsteinsdóttur.

Nú er Guðmundur Þorsteinsson á Finnbogastöðum fluttur inn þótt ókláruð séu svo sem loft nema í svefnherbergisálmu,í eldhúsi er Mundi komin með allar græjur en skápahurðir vantar enn.Í stofu er komið sjónvarp og stólar en allt óklárað þar.

Mundi flutti inn um sauðburðinn eða 21 maí,enda styttra í fjárhúsin og sofið var á dýnum á gólfinu.Dóttir Munda Linda kom heim um miðjan maí í sauðburðinn hjá föður sínum og fór hún strax að sofa í nýja húsinu sem og Þorsteinn sonur Munda og Guðbrandur fóstursonur hans,en hann vann mikið í húsinu í vetur og vor.

Fyrsta póst fékk Mundi á Uppstigningadag 21 maí,þegar Jón Guðbjörn færði honum fyrsta póst í nýja húsið á Finnbogastöðum.

Nú er komin nýr köttur sem hlotið hefur nafnið Lína,og einnig er þar nú hundur sem Þorsteinn Guðmundsson á sem heitir Perla,enn verður ekki þar til frambúðar.

Þannig að heimilisdýr eru komin sum til að vera enn önnur um tíma.

Í dag færði Elín Agla Briem skólastjóri ásamt dótturinni Jóhönnu,Guðmundi bókina Strandamenn Æviskrár 1703-1953.

Hrafn gat ekki verið við vegna þess að hann er að standsetja Skákmótið sem verður í Djúpavík um helgina.

| mánudagurinn 15. júní 2009

Meistarar af öllum stærðum í Djúpavík

Meistarar. Róbert og Helgi Ólafsson glíma í Djúpavík 2008. Skákinni lauk með jafntefli eftir miklar sviptingar.
Meistarar. Róbert og Helgi Ólafsson glíma í Djúpavík 2008. Skákinni lauk með jafntefli eftir miklar sviptingar.
1 af 2
Fjöldi skákmanna hefur skráð sig til leiks á Minningarmóti Guðmundar Jónssonar frá Stóru-Ávík, sem fram fer í Djúpavík á laugardaginn. Stigahæstur er Jóhann Hjartarson, en af öðrum meisturum má nefna Henrik Danielsen, Þröst Þórhallsson, Róbert Lagerman, Gylfa Þórhallsson, Björn Þorfinnsson, Guðfríði Lilju Grétarsdóttur og Gunnar Björnsson, nýkjörinn forseta Skáksambands Íslands.

Þá er og útlit fyrir góða þátttöku heimamanna og eru skákmenn á öllum aldri hvattir til að vera með. Vinningar eru veittir í nokkrum flokkum, enda gnægð verðlauna á mótinu, ekki síst fyrir börn.

Á heimasíðu mótsins er hægt að finna allar upplýsingar, en að auki er hægt að hringja þráðbeint í Hrafn Jökulsson (sími 4514026) eða Róbert Lagerman (6969658).

Slóðin á heimasíðuna er: www.skakhatid.blog.is

Þá eru allir Strandamenn og gestir í Árnesherppi hjartanlega velkomnir á setningu skákhátíðar í Árneshreppi, sem fram fer í síldarverksmiðjunni í Djúpavík á föstudagskvöldið klukkan 20.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Söngur.
  • Úr svefnherbergisálmu.05-02-09.
  • Gunnar-Steini-Sigursteinn og Gunnsteinn.
  • Fyrsti flotinn verður skilin eftir út á rúmsjó meðan að verða sóttar fleyri ferðir í fjöruna.
Vefumsjón