Fleiri fréttir

| þriðjudagurinn 14. júlí 2009

Strandastelpur (og einn heppinn strákur) í Kaffi Norðurfirði

Það er jafnan líf og fjör í Kaffi Norðurfirði, enda koma þangað jafnt gestir í Árneshreppi sem heimamenn. Á þriðjudögum hittast konur úr sveitinni og bollaleggja um heima og geima.

Á myndinni eru, frá vinstri: Rakel Valgeirsdóttir með Gauta (eina strákinn sem fékk að vera með), Elín Agla Briem, Bjarnheiður Júlía Fossdal, Margrét Jónsdóttir, Elísa Valgeirsdóttir, Ingibjörg Valgeirsdóttir og Hrefna Þorvaldsdóttir.

Einar vert í Kaffi Norðurfirði, sem tók við rekstrinum í sumar, hefur bryddað upp á ýmsum nýjungum á matseðlinum og getur þessi ritari hér ekki stillt sig um að mæla sérstaklega með kjötsúpunni og skyrtertunni. Og kaffið verður varla betra norðan Alpafjalla.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 13. júlí 2009

Sjósund við Norðurfjörð.

Félagarnir úr hjólaklúbbnum eftir sund í Norðurfirði.
Félagarnir úr hjólaklúbbnum eftir sund í Norðurfirði.

Undirritaður vill endilega koma á framfæri við ykkur Árneshreppsbúa hve frábæra sjósund-strönd þið eigið í botni Norðurfjarðar, á móts við Valgeirsstaði Ferðafélagshúsið.

Einnig sýndist mér botn Kaldbaksvíkur vera svipaður. Læt fylgja mynd af okkur meðlimum hjólaklúbbs, sem fara árlega um hálendið og aðra áhugaverða staði landsins, að loknu sjósundi í Norðurfirði. Skora á ykkur, og Ferðafélagið, sem hefur yfir skipti- og sturtuaðstöðu að ráða á Valgeirsstöðum, að auglýsa þennan stað sem einstakan sjósundsstað.

Fyrir hönd hjólafélaga, Ófeigur T. Þorgeirsson

Á myndinni eru frá vi. til hægri: Tryggvi Þórir Egilsson, Breki Karlsson, Ófeigur, Ólafur Þór Gunnarsson og Guðbrandur Gimmel.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 10. júlí 2009

Ályktun stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga samþykkt á stjórnarfundi 8. júlí 2009.

Frá vegagerð í Árneshreppi.
Frá vegagerð í Árneshreppi.
Á stjórnarfundi í Fjórðungssambandi Vestfirðinga þann 8. júlí s.l. voru til umfjöllunar áhrif efnahagsmála á vöxt og viðgang í vestfirskum samfélögum.  Samþykkt var ályktun í tveim liðum, annarsvegar um samgöngumál en hinsvegar um efnahagsmál.  Nánari upplýsingar og viðtöl veitir formaður stjórnar Anna Guðrún Edvardsdóttir í síma 864 0332. 

Samgöngumál.

Vestfirðingar hafa um áratugaskeið beðið eftir að lokið væri uppbyggingu nútíma vegasamgangna innan fjórðungsins og tengingu við aðra landshluta.  Í gildandi vegaáætlun 2007-2010 og í mótvægisaðgerðum ríkisstjórnar á árinu 2007 vegna þorskaflasamdráttar , mátti loks sjá fyrir endann á helstu verkefnum. Vegna stöðu efnahagsmála þurfa stjórnvöld að skera niður í öllum málaflokkum og er ljóst að nýframkvæmdir í vegagerð munu dragast saman.  Því verður að leggja höfuðáherslu á að við ákvarðanir um vegaframkvæmdir næstu tvö árin, verði byggðir upp þeir hlutar vegakerfisins sem setið hafa á hakanum mörg undanfarin ár.  Vegir þessir eru sumir hverjir orðnir hálfrar aldar gamlir og koma í veg fyrir eðlileg samskipti milli þéttbýlisstaða á Vestfjörðum yfir vetrartímann.  Þetta er staða sem engin önnur samfélög þurfa að  búa við hér á landi.


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 9. júlí 2009

Sláttur hafin.

Sláttur á Vatnsbrekkunum í Litlu-Ávík í morgun.
Sláttur á Vatnsbrekkunum í Litlu-Ávík í morgun.
1 af 2
Nú er sláttur byrjaður hjá bændum í Árneshreppi,eithvað var byrjað að slá þann 6 enn almennt voru bændur að byrja í gær og í dag og byrja nú um helgina.

Þetta er svipaður tími og í fyrra,enn mjög þurrt hefur verið og er mjög misjafnlega sprottið hjá bændum.

Smá súld hefur bjargað sprettunni hjá bændum þótt lítil úrkoma hafi verið rétt vottur sem af er þessum mánuði.

Allt er heyjað í rúllur eins og undanfarin ár.

Í Litlu-Ávík byrjaði Sigursteinn bóndi slátt í dag.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 6. júlí 2009

Reykjaneshyrnan kalin.

Reykjaneshyrnan er kalin.
Reykjaneshyrnan er kalin.
1 af 2
Það sést allvel á meðfylgjandi myndum hvað Reykjaneshyrnan er kalin efst.

Menn hafa mikið verið að pæla í hvað veldur þessu kali,ein skýringin er sú að snjóminna hafi verið þarna ofarlega í vetur og engin snjór því hlíft jörðinni þar,sem reyndar oftast er,en neðar er raki úr mýrlendinu.

Engu líkara er að tibúinn áburður hafi verið borin á hluta Reykjaneshyrnunnar með flugvél,enn sú er nú ekki raunin.

Menn muna ekki eftir að slíkt hafi sést áður.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 4. júlí 2009

Yngsti íbúi Árneshrepps fær nafn.

Frá V:Jóhanna Kristjónsdóttir-Elin Agla-Jóhanna Engilráð og Hrafn Jökulsson.
Frá V:Jóhanna Kristjónsdóttir-Elin Agla-Jóhanna Engilráð og Hrafn Jökulsson.
Skírnarveisla í Trékyllisvík.

Hjónin Elín Agla Briem og Hrafn Jökulsson héldu mikla skírnarveislu í Félagsheimilinu í Árnesi í dag.

Tilefnið var skírn dóttir þeyrra sem fæddist 20 maí síðastliðin.

Hinn nýji Árneshreppsbúi fékk nafnið Jóhanna Engilráð Hrafnsdóttir.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 4. júlí 2009

Allt fór vel fram á fyrsta degi Hamingjadaga.

Mynd strandir.is
Mynd strandir.is
1 af 4
Allt fór vel fram á fyrsta degi Hamingjudaga á Hólmavík sem hófust formlega í gærkvöldi. Meðal dagskrárliða í gær var fjölmennt mótorkrossmót í Skeljavíkurbraut, diskótek fyrir 12-16 þar sem DJ Danni hélt uppi stuðinu og varðeldur. Þá sá galdramaður Strandagaldurs um að setja hátíðina formlega. Þá voru stórtónleikar með Gunnari Þórðarsyni, sem er hólmvíkingur að uppruna  og kom nú í fyrsta skipti fram á Hamingjudögum. Þá léku þeir Bjarni Ómar og Stefán Jónsson fyrir dansi á Café Riis. Talið er að á fimmta hundrað manns hafi verið við varðeld og brekkusöng þar sem presthjónin Sigga og Gulli héldu upp fjörinu ásamt Gunnari Þórðarsyni. Að sögn Björgunarsveitarmanna var allt með friði og spekt á tjaldsvæðinu í nótt. Búast má við að gestum Hamingjudaga fjölgi jafnt og þétt í dag, en mikil skemmtidagskrá er framundan sem líkur með Hamingjudansleik í kvöld með hljómsveitinni Von. Á morgun verða síðan furðuleikar í Sauðfjársetri á Ströndum en þeir eru jafnan einn af hápunktum Hamingjudaga.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. júlí 2009

Nýtt fyrirkomulag á ferilvöktun og fjarskiptum skipa frá 1. júlí 2009.

Frá vaktstöð.Mynd af vef Siglingastofnunar.
Frá vaktstöð.Mynd af vef Siglingastofnunar.
Samgönguráðuneytið hefur sett reglugerð nr. 565/2009 um breytingu á reglugerð nr. 672/2006 um vaktstöð siglinga og eftirlit með umferð skipa. Með gildistöku reglugerðarinnar geta skip tilkynnt staðsetningu sína til vaktstöðvar siglinga með sjálfvirku auðkennikerfi skipa (AIS - Automatic Identification System) með sama hætti og með svokölluðum STK tækjum. Gert er ráð fyrir að eftir 1. janúar 2011 muni AIS kerfið taka við af STK kerfi í ferilvöktun skipa. Evrópureglur ná til skipa yfir 15 metrum að lengd og notast þau við AIS-A tæki. Skipum undir 15 metrum verður heimilt að nota AIS-B tæki sem eru einfaldari að gerð og ódýrari.
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. júlí 2009

Yfirlit yfir Veðrið í Júní 2009.

Oft var þokuloft í júní.Krossnesfjall-Kálfatindar.Krossnes og Fell í þokunni og Selskersviti(Sælusker).
Oft var þokuloft í júní.Krossnesfjall-Kálfatindar.Krossnes og Fell í þokunni og Selskersviti(Sælusker).
Veðrið í Júní 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðrinn var hægviðrasamur og úrkomulítill enn oft þokuloft.

Júní í ár er hlýrri en júní 2008.

Fjöll voru fyrst talin alauð þann 30, mánaðar.

Bændur báru tilbúin áburð á tún í byrjun mánaðar og fram til 10.

Tún spretta seint vegna þurrka.


Yfirlit dagar vikur.

1-3:Suðvestan stinningsgola eða kaldi,þurrt í veðri,hiti 6 til 11 stig.

4:Breytileg vindátt með golu þurrt,hiti 6 til 8 stig.

5-15:Yfirleitt hafáttir kul eða gola en kaldi þann 12,oft þokuloft,úrkomuvottur 9,11,12 og 15,annars þurrt,hiti 4 til 13 stig.

16-19:Norðvestan og N gola,síðan kaldi,þokuloft og súld,hiti 4 til 11 stig.

20:Suðaustan eða breytileg vindátt kul,rigning um kvöldið,hiti 4 til 12 stig.

21-22:Suðvestan gola eða stinningsgola,skúrir,hiti 7 til 13 stig.

23-24:Breytilegar vindáttir kul síðan stinningsgola,rigning smá skúrir 24,hiti 5 til 10 stig.

25-30:Norðan eða hafáttir kul eða gola,þokuloft og súld á köflum,hiti 5 til 14 stig.


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 28. júní 2009

Súpufundur Kaffi Norðurfirði á morgun.

Fundurinn er í Kaffi Norðurfirði.
Fundurinn er í Kaffi Norðurfirði.
  Súpufundur Kaffi Norðurfirði
 -mánudaginn 29. júní 2009 kl. 12:00

Þróunarsetrið á Hólmavík mun efna til atvinnu- og menningarsýningar á Ströndum 29. ágúst 2009.  Sýningin verður haldin í félagsheimilinu á Hólmavík og er markmiðið tvíþætt:

-Efla tengsl milli ólíkra svæða og athafna á Ströndum
-Efla ímynd Stranda út á við

Árneshreppsbúar og allir velunnarar svæðisins eru hvattir til að mæta á súpufund í Kaffi Norðurfirði, mánudaginn 29. júní 2009 þar sem sýningin verður kynnt nánar.   Aðrir súpufundir á Ströndum verða sem hér segir: 
 
-Þriðjudaginn 30. júní 2009:  Malarkaffi, Drangsnesi
 -Miðvikudaginn 1. júlí 2009: Café Riis, Hólmavík
 -Fimmtudaginn 2. júlí 2009:  Grunnskólinn á Borðeyri

Vaxtarsamningur Vestfjarða og Menningarráð Vestfjarða eru styrktaraðilar að sýningunni.  Fyrirtækið AssA, þekking & þjálfun í Trékyllisvík sér um framkvæmd hennar og er hægt að nálgast frekari upplýsingar hjá Ingibjörgu Valgeirsdóttur í síma 451 4025 eða senda fyrirspurn og þátttökuskráningu í netfangið ingibjorg@assaisland.is

 

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Gamla vindmyllan við Karlshús á Gjögri bognaði svona í SV ofsaveðri 14-03-2011.
  • Úr sal.Gestir.
  • Hilmar Hjartarson pípari við vinnu í aðalbaðherbergi.02-05-2009.
  • Maddý-Sirrý og Selma.
Vefumsjón