Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 20. ágúst 2009

Sædísin náði ekki metsumri með ferðafólk í sumar frá Norðurfirði á Horn-Strandir.

Reimar Vilmundarson kafteinn á skemmtiferðabátnum Sædísi ÍS-67.Mynd Jón G G litlihjalli.it.is
Reimar Vilmundarson kafteinn á skemmtiferðabátnum Sædísi ÍS-67.Mynd Jón G G litlihjalli.it.is
1 af 2
Áætlunarsiglingum þetta árið er nú lokið með Sædísinni ÍS 67 frá Norðurfirði á Hornstrandir og  er nú komin vestur til Bolungarvíkur og er klár í siglingar þar ef á þarf að halda.
Í sumar voru fluttir um 1700 manns sem er um fækkun að ræða á milli ára,enn í fyrra voru farþegar um 1800 manns en vont veður seinni hluta júlímánaðar á stærstan hlut í þeirri fækkun þar má nefna dæmi um að tveir 30 manna hópar urðu að afpanta og komust ekki norður á Horn-Strandir og höfðu ekki tækifæri nema á þessum tíma.Og einnig var  um að ræða smærri hópa og einstaklinga.
 Sædísin verður höfð klár til farþegaflutninga eitthvað fram í September en þá verður farið að huga að fiskveiðum en áætlað er að reyna vera á netum þennan veturinn.
;Að sögn Reimars Vilmundarsonar er hann mjög ánægður með sumarið og þótt ekki kæmu tvö ár í röð með metflutning ferðamanna þá er þetta mjög gott og farsælt sumar og öll er þessi ferðaþjónusta og framtímapantanir byggðar á að veður sé sæmilegt og gott í sjó;
Heimasíða Freydísar s/f sem gerir bátinn út er www.freydis.is 
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 18. ágúst 2009

Hrútadómar, Bændahátíð og Þuklaraball á Ströndum.

Frá hrútaþukli í fyrra og kannski einhverju meyru en þukli.
Frá hrútaþukli í fyrra og kannski einhverju meyru en þukli.
1 af 2
Það verður stórhátíð í Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum  laugardaginn 22. ágúst nk. nk.sunnudag. Þá verður haldið í sjötta skipti Landsmót í Hrútadómum, en þessi íþróttagrein hefur smám saman náð almennri hylli landans síðan Sauðfjársetrið hóf að halda mótið árið 2003. Um kvöldið verður síðan haldin Bændahátíð og Þuklaraball fram á rauða nótt. Reyndir og óreyndir þuklarar hvaðanæva að af landinu eru boðnir innilega velkomnir á þessa miklu hátíð.

Landsmótið í Hrútadómum hefst við Sævang kl. 14:00. Nóg annað verður um að vera; andlitsmálning verður í boði fyrir yngstu kynslóðina, ókeypis verður inn á safnið og sýningu þess, Strandahestar bjóða upp á hestaferðir, ljúffengt kaffihlaðborð verður í boði í kaffistofu setursins, skemmtiferðir verða farnar í dráttarvélavagni og að sjálfsögðu verður farið í leiki á íþróttavellinum.

Hrútadómarnir sjálfir fara þannig fram að Jón Viðar Jónmundsson ráðunautur fer fyrir dómnefnd  sem metur fjóra íturvaxna hrúta með nútíma tækjum og tólum og raðar þeim í gæðaröð fyrirfram. Síðan reyna keppendur sig við matið á hrútunum með hendur og hyggjuvit að vopni og reyna að komast að sömu niðurstöðu og dómararnir. Þeir óvönu láta duga að raða hrútunum í sæti frá eitt til fjögur og færa rök fyrir máli sínu. Þeir vönu fara hins vegar eftir stigakerfi sem bændur gjörþekkja. Veglegir vinningar eru í boði fyrir sigurvegara í báðum flokkum.

Um kvöldið kl. 20:00 hefst síðan Bændahátíð og Þuklaraball í Félagsheimilinu á Hólmavík. Þar verður borðað holugrillað lambakjöt að hætti Strandamanna, Kómedíuleikhúsið á Ísafirði sér um skemmtiatriðin og hinir frábæru hólmvísku tónlistarmenn Stebbi og Bjarni spila síðan undir dansi fram á rauða nótt. Aðgangur að bændahátíðinni og þuklaraballinu er kr. 5.500.- og nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrirfram í netfangið saudfjarsetur@strandir.is eða í síma 661-2009 eða 451-3324. Aldurstakmark er 18 ár.

Nánari upplýsingar fást hjá framkvæmdastjóra Sauðfjársetursins:

Arnar S. Jónsson
Símar: 661-2009 / 588-8641 / 451-3324
Netfang: saudfjarsetur@strandir.is

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 15. ágúst 2009

Loksins heflað í Árneshreppi.

Veghefill frá Vegagerðinni á Hólmavik við heflun í Árneshreppi í gær.
Veghefill frá Vegagerðinni á Hólmavik við heflun í Árneshreppi í gær.
Loksins sást veghefill hér í hrepp og heflaðir vegir og var klárað í gær að hefla.
Vegirnir voru orðnir hræðilegir bara þvottabretti eða hola við holu.
Heflað var síðast snemma í vor enn vanin er að heflað sé fyrir verslunamannahelgina fyrir mestu umferðahelgi ársins.
Að sögn eins flutingabílstjóra sem vefritari hitti á dögunum og spurður að hvernig væri að keyra svona bíla á slíkum vegum sagði þessi ágæti bílstjóri;Ja tennurnar tolla uppi mér ennþá en ég biði ekki í það ef ég væri með falskar þá væru gómarnir sennilega út um allan bíl;sagði þessi bílstjóri sem vanur er öllum vegum slæmum sem góðum.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 14. ágúst 2009

LÝÐVELDIÐ VIÐ FJÖRÐINN.

Guðbjörg Lind Jónsdóttir vinnur við uppsetningu verka sinna.
Guðbjörg Lind Jónsdóttir vinnur við uppsetningu verka sinna.
1 af 3

Um síðastliðna Verslunarmannahelgi var sett upp sýning í Ólafsbragga á Ströndum, og var honum þá breytt tímabundið í kvennabragga í tilefni þess að 8 myndlistarkonur hreiðruðu um sig í matsalnum og íbúðinni kennd við Ófeig á neðri hæð braggans.

Sýningin er sjálfstætt framhald af samsýningu hópsins "Lýðveldið Ísland" sem haldin var í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ árið 2004, í gamla mötuneytinu, og tileinkuð var 60 ára afmæli íslenska lýðveldisins.

Sýningin í Ólafsbragga er hluti af þríþættu sýningarhaldi. Fyrsta sýningin í ár var haldin í vor í gamalli heyhlöðu við Mývatn og Reykjahlíðakirku og nefndist "Lýðveldið við vatnið". Þriðja og síðasta sýning þessa árs verður opnuð í september í Álafosskvosinni.

Myndlistarkonurnar sköpuðu verk sín út frá hugmyndum um íslenska lýðveldið í tengslum við menningarsögu og nátturulegt umhverfi sýningarstaðanna.

Opnunin gekk vonum framan og taldist mönnum til að um 250 manns hafi mætt á fyrsta sýningardegi þann 1. ágúst, en 50 á þeim seinni, 2.

ágúst. Kom það skemmtilega á óvart því haft var á orði að þar hefðu

komið fleiri sýningargestir en á margar opnanir í höfuðborginni.

Sýningaraðstaðan var með besta móti þó að þar hafi ekki verið hvítir veggir og rafmagnsljós til að lýsa upp verkin, en þokumóða og kertaljós gáfu sýningunni dulrænan blæ á þann hátt að seint verður leikið eftir.

Myndlistarkonurnar voru allar hæstánægðar yfir viðtökunum og mun þessi sýning lifa lengi í minningunni.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 13. ágúst 2009

Djúpavíkurdagar 14 til 16 Ágúst.

Hótel Djúpavík.Mynd www.djupavik.com.
Hótel Djúpavík.Mynd www.djupavik.com.

Þá er að koma að hinum árlegu Djúpavíkurdögum.
Á dagskránni verður ýmislegt fyrir alla fjölskylduna til skemmtunar.

Föstudagur 14. ágúst:

Kvöldmatur á hótelinu verður að þessu sinni frá kl. 18:00-20:00.
Kl. 21:00 mun Margrét B. Sigurbjörnsdóttir leika nokkur létt lög á altó-saxófón í lýsistanknum. Öllum er velkomið að spila með og syngja. Að tónleikunum loknum verður kvöldkaffi á hótelinu í boði hússins. Óvæntar uppákomur gætu orðið og eru áhugasamir beðnir að gefa sig fram við Evu hótelstýru.

Laugardagur 15. ágúst:

Kl. 11:00 Kerlingar fleyttar í fjörunni framan við hótelið.
Kl. 13:00 Sjóferð á Djúpfara. Siglt verður í Kúvíkur, þaðan í Naustvík og til baka í Djúpavík.
Kl. 13:00 Létt gönguferð um nágrennið.
Kl. 14:00 Verksmiðjuferð með leiðsögn. Verð kr. 500.- fyrir fullorðna.
Kl. 14:00 Krakkaleikir á flötinni framan við hótelið. Farið verður í ýmsa skemmtilega leiki og þrautir. Fullorðnir velkomnir líka.
Kl. 16:00 Sjóferð á Djúpfara. Farin verður sama leið og fyrr um daginn.
Kl. 16:00 Dorgað á bryggjunni. Allir velkomnir með færi og stangir. Verðlaun fyrir stærsta fiskinn.
Kl. 18:30-21:00 Fiskréttahlaðborð á Hótel Djúpavík. Verð kr. 3.500.- fyrir fullorðna. Hljómsveitin Hraun leikur undir borðum.
Kl. 22:00 Tónleikar. Hljómsveitin Hraun og Svavar Knútur heldur uppi frábærri stemmningu fram til miðnættis. Aðgangseyrir á tónleika kr. 1.000.-
Kl. 00:00 Samkomunni lýkur á hefðbundinn hátt með aðstoð Svavars Knúts og annara fjörusöngvara.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 12. ágúst 2009

Bændur skipta um járn á fjárhúsþökum.

Þakjárnið komið á í Litlu-Ávík.
Þakjárnið komið á í Litlu-Ávík.
1 af 3
Nú er þakjárn á fjárhúsum komið á tíma hjá mörgum bændum hér í sveit þakjárn viðast hvar orðið mjög ryðgað og mjög ílla farið á nokkrum bæjum.Sérstaklega útaf sjávarseltunni sem er mikil víðast hvar.

Víða var búið að bæta þakjárn til bráðabirgðar.

Kristján Albertsson bóndi á Melum 2 skipti um þakjárn á sínum fjárhúsum í vor eftir sauðburð.

Björn bóndi Torfason skipti um seinni helminginn af þakjárni í fyrrasumar.

Eins og menn muna þá fauk hluti þar af fjárhúsþaki þar 13 desember 2007 og var þá skipt um helminginn af þakinu.Einnig er Björn búin að endurbæta og breyta innréttingum inni í fjárhúsunum.

Á Kjörvogi var skipt um þakjárn á hlöðu í fyrra.

Guðlaugur Ágústson á Steinstúni skipti um þakjárn á flatgrifjunni hjá sér.

Nú er Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík að skipta um þakjárn á sínum fjárhúsum enda járnið mjög ílla farið.Skipt er um lektur og þær settar þéttar og allt skrúfað niður með ryðfríum skrúfum.

Eins ætlar Gunnar bóndi Dalkvist í Bæ að skipta um járn á flatgryfjunni hjá sér í haust.

Þessi fjárhús og hlöður voru byggð á árunum frá 1975 til 1978 þegar átak í byggingu á peningshúsum stóð í Árneshreppi.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. ágúst 2009

Borgarísjakar nærri Hornbjargi.

Borgarísjaki á Húnaflóa 29-09-2002.Myndasafn.
Borgarísjaki á Húnaflóa 29-09-2002.Myndasafn.

Samkvæmt hafísdeild Veðurstofu Íslands hafa skip tilkynnt um borgarís úti fyrir Vestfjörðum á þessum stöðum:

1. 66°40,5'N og 22°41,3'V kl. 21:25  6. ágúst.

2. 66°48,0'N og 25°04,5'V kl. 00:51  7. ágúst, sást vel á radar.

3.  66°52,2'N og 22°46,16'V kl. 05:09, 7. ágúst, sást illa á radar.

4.  7. ágúst kl. 14:00. Tveir stórir borgarísjakar (sennilega fleiri) u.þ.b. 2 sjómílur frá Hornvík (nærri Hornbjargi), reka í austur.
Eru skip og bátar beðin um að sýna aðgát á þessum slóðum.
Nánar á hafísvef Veðurstofunnar hér.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. ágúst 2009

Fundargerð stjórnarfundar haldinn 5.ágúst-2009.

Dynjandisheiði séð niðri Arnarfjörð.Mynd Mats Wibe Lund.
Dynjandisheiði séð niðri Arnarfjörð.Mynd Mats Wibe Lund.
Fundargerð stjórnarfundar haldinn miðvikudaginn 5. ágúst 2009, kl 12.00, á skrifstofu Fjórðungssambands Vestfirðinga, Árnagötu 2-4, Ísafirði og með aðstoð síma frá Hólmavík og Tálknafirði.

 

Til fundarins var boðað með dagskrá sem send var út þann 4 ágúst s.l..  Formaður setti fundinn og bauð stjórnarmenn velkomna til fundar.  Í síma voru Ari Hafliðason á Tálknafirði og Valdemar Guðmundsson á Hólmavík.  Á Ísafirði voru mætt til fundar Anna G Edvardsdóttir, Birna Lárusdóttir Sigurður Pétursson og Aðalsteinn Óskarsson framkvæmdastjóri sem ritaði einnig fundargerð.


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. ágúst 2009

Yfirlit yfir veðrið í Júlí 2009.

Heyskap lauk í mánuðinum og var heyfengur talinn góður.
Heyskap lauk í mánuðinum og var heyfengur talinn góður.
1 af 2
Veðrið í Júlí 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Í júlí voru vindáttir mest Norðlægar.

Mánuðurinn var nokkuð hlýr framanaf en kólnaði talsvert með þokusúld um tíma þegar hundadagar byrjuðu þann 13.

Úrkomulítið var framanaf mánuði en oftast þokuloft og rakt.Aftur mjög kalt í veðri 23 og 24 með kalsarigningu eða skúrum og jafnvel hagléljum,og þá snjóaði í fjöll allt niðri 400 m.Og aftur vætusamt síðustu daga mánaðar.Bændur hófu almennt slátt í annari viku júlí mánaðar og er það líkt og í fyrra,og heyskap lauk í síðustu viku mánaðar og er heyfengur talin góður.


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 1. ágúst 2009

Frá Myndlistarsýningunni á Eyri.Lýðveldið við fjörðinn.

Konurnar sem standa að sýningunni.Það vantar eina á myndina.
Konurnar sem standa að sýningunni.Það vantar eina á myndina.
1 af 3
Þetta er stórkostleg sýning sem er í Ólafsbragga á Eyri í Ingólfsfirði sem stendur yfir í dag og á morgun á milli kl 14:00 og 19:00 báða dagana.
Góð aðsókn var strax við opnun í dag.
Fréttamaður Litlahjalla var við opnunina í dag og tók nokkrar myndir sem tala sínu máli.
Þær sem standa að sýningunni eru:
Anna Jóa
Bryndís Jónsdóttir
Guðbjörg Lind Jónsdóttir
Hildur Margrétardóttir
Hlíf Ásgrímsdóttir
Kristín Geirsdóttir
Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá og
Ólöf Oddgeirsdóttir.
Verefnið er sjálfstætt framhald af samsýningu hópssins;Lýðveldið Ísland.
Áður var sýningin kynnt hér á vefnum 24 júlí hér.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Kort Árneshreppur.
  • Sigursteinn Sveinbjörnsson í Litlu-Ávík.
  • Krossnessundlaug-31-08-2002.
  • Lagðar lagnir í grunn.24-09-08.
Vefumsjón