Veðurathugun á Grænhóli.
Níels Jónsson var með veðurathugun fyrstur manna í Árneshreppi frá 1921 til 1934.
Níels lést árið 1934 tæplega sextugur.
Hér á vef Veðurstofunnar má fara beint inná fróðleik af gömlum blöðum frá Níelsi.
www.vedur.is
Síðan verður nokkuð stopp á slátrun framyfir næstu helgi,en þá er smalað syðra svæðið leitarsvæði tvö og þrjú.
Í s.l. viku urðu tvö umferðaróhöpp í umdæminu, sem teljast minniháttar, föstudaginn 11 var ekið utan í bíl við Hótel ísafjörð og laugardaginn 12 varð óhapp í Vestfjarðargöngunum.
Þá var einn ökumaður tekin grunaður um ölvun við akstur. 6 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðann akstur, 5 í nágreni Ísafjarðar og 1 í nágreni Patreksfjarðar. Sá sem hraðast ók, ók á 123 km/klst. þar sem 90 km/klst er leyfður.
Laugardaginn 12, lagði lögreglu hald á 1400 ólöglega DVD myndbandadiska sem verið var að selja í Hnífsdal. Málið er í rannsókn.
Lögregla vill benda foreldrum og forráðamönnum barna og unglinga á útivistartímann, að farið sé eftir þeim reglum sem þar gilda. Þá vill lögregla einnig benda á nauðsyn þessa að viðeigandi búnaður sé til staðar á reiðhjólum þegar þau eru notuð í myrkri og að sjálfssögðu að nota hjálma og ekki gleyma endurskinsmerkjunum.
Ófeigsfjarðar leitað eftir því, sem þurfa þótti og komið að Ófeigsfirði um kvöldið. Síðari daginn,
laugardaginn 12. september, var fjalllendið austan Húsár leitað, að Reykjarfjarðartagli um Sýrárdal
og Seljaneshlíð. Einnig var leitað svæðið út með Glifsu, um Seljadal og Eyrardal, að Hvalhamri. Féð var síðan rekið yfir Eyrarháls og réttað í Melarétt.
Leitarmenn fengu ágætisveður mikið til þurrt enn allhvasst var af suðvestri í dag.
Fé virtist koma mjög vænt af fjalli.
Í s.l. viku urðu 4 umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum. Mánudaginn 31 ágúst valt bíll á Hnífsdalsvegi, þar var ekki slys á fólki. Þá var ekið á kyrrstæðan bíl á bifreiðastæði við Bónus, tjónvaldur lét sig hverfa af vettvangi. 2.sept og 6.sept urðu bílveltur í Arnarfirði nálægt Mjólkárvirkjun, ekki slys á fólki, en talsvert eignartjón. Þar voru erlendir ferðamenn á ferð.
Þá var talsvert um hraðakstur í umdæminu og voru fimm teknir fyrir of hraðann akstur í nágreni Ísafjarðar og sá sem hraðast ók, ók á 145 km/klst þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.
Í vikunni hefur lögregla sinnt eftirliti við grunnskóla og leikskóla umdæmisins og fylgst með notkun öryggisbúnaðar, farþega og ökumann. Þá er enn nokkuð um að sé ekið á búfé og nokkrar tilkynningar hafa komið til lögreglu vegna þess.
Nú styttist í fyrstu leitir sem byrja um næstu helgi,leitað verður norðursvæðið 11 og 12 september og réttað í Melarétt síðari daginn.
Dagana 17 og 18 verður smalað eyðijarðirnar Kolbeinsvík-Byrgisvík og allt frá Kaldbak til Veiðileysu og á þeim slóðum.
Og seinni daginn smalað kringum Kamb og það fé rekið í Kjósarrétt.
Þarna eru ekki skylduleitir og óskast því sjálfboðaliðar þessa daga.
Laugardaginn 19 september verður leitað annað leitarsvæði það er Reykjarfjarðarsvæðið og réttað í Kjósarrétt.
Vefurinn vill minna á fjallskilaseðilinn sem birtist hér á vefnum fyrir nokkru,enn hann má sjá hér.
54. Fjórðungsþing Vestfirðinga haldið á Ísafirði, 4.-5. september 2009 skorar á sveitarfélög og stjórnvöld að taka upp náið samstarf um mótun framtíðarsýnar og sóknaráætlunar fyrir Vestfirði.
Allt frá stofnun Fjórðungssambands Vestfirðinga fyrir sextíu árum hefur sambandið haldið hagsmunum Vestfirðinga á lofti og ítrekað ályktað um grunnþarfir vestfirskra byggða. Þótt ýmsir stórir áfangar hafi náðst hafa þessar áherslur að mörgu leyti verið hunsaðar af stjórnvöldum, einkum ef litið er til þróunar í öðrum landshlutum. Fjórðungsþing áréttar að enn er svo margt ógert í uppbyggingu á grunnþjónustu í fjórðungnum að það stendur framförum á Vestfjörðum fyrir þrifum. Til að snúa vörn í sókn leggur Fjórðungsþing áherslu á eftirfarandi:
Opinber verkefni
Áframhaldandi starfsemi og fjárveitingar til opinberra stofnanna á Vestfjörðum verði tryggðar. Þingið áréttar að þótt oft sé auðveldast að skera niður það sem fjærst er, þá er slíkt ekki alltaf hagkvæmast til lengdar.
Samstarfssamningur vestfirskra sveitarfélaga og ríkisins á sviði menningarmála verði framlengdur til tveggja ára með óbreyttri fjárveitingu og óbreyttu starfssvæði. Árangur samningsins verði metinn að gildistíma loknum.
Áframhaldandi rekstur atvinnuþróunarfélaganna verði tryggður og vaxtarsamningar endurnýjaðir.
Stjórnvöld beiti sér fyrir því að tryggja áframhaldandi fjármagn til verkefna sem lögð voru til í skýrslu Vestfjarðanefndarinnar sem og í verkefni sem sett voru á laggirnar til mótvægis við samdrátt í þorskveiðum.
Tryggja þarf rekstur og ráðgjöf Fjölmenningarseturs til framtíðar en breyttar þjóðfélagsaðstæður geta valdið því að innflytjendur eigi frekar undir högg að sækja á Íslandi og lendi í hópi þeirra sem minnst mega sín.
Lagt er til að skattkerfið og ýmsar ívilnanir verði nýttar sem tæki til jöfnunar búsetuskilyrða milli landshluta líkt og gert er víða um heim.
Nánar frá þinginu hér.Eða á www.fjordungssamband.is
Nú hefur Íslandspóstur h/f samið við Kaupfélag Steingrímsfjarðar að sjá um póstinn í Árneshreppi.
Þannig að nú verður ein bréfhirðing í hreppnum,Ragnheiður Edda Hafsteinsdóttir sér um póstþjónustuna á Norðurfirði og hefur reyndar gert síðan í vor að Gunnsteinn Gíslason sagði póstinum upp.
Kaupfélag Steingrímsfjarðar og Íslandspóstur samdi í ágúst við Jón Guðbjörn Guðjónsson um að vera póstur Gjögurflugvöllur-Norðurfjörður og dreifa póstinum á bæjina,en almennur póstur á að koma sorteraður að sunnan á heimilin,en póstkröfur og pakka sem þarf að borga undir afgreyðir pósturinn um leið og dreift er á bæina svo framarlega að einhver sé heima og borgar um leið,annars fer viðkomandi pakki á póststöðina á Norðurfirði og fólk verður að sækja þangað á póststöðina.
Fyrsta póstferðin eftir breytingar var farin í gær fimmtudaginn 3 september.
Fréttatilkynning.
Fimmtugasta og fjórða Fjórðungsþing Vestfirðinga verður sett á Ísafirði kl. 10.30 föstudaginn 4. september næstkomandi. Helstu umfjöllunarefni þingsins verða framtíðarsýn og sóknaráætlun fyrir Vestfirði, en í tilefni af 60 ára afmæli Fjórðungssambands Vestfirðinga verður þingið að þessu sinni með nokkrum hátíðarbrag, með sérstakri hátíðardagskrá eftir hádegi á föstudag.
Þingið fer fram í Edinborgarhúsinu, auk þess sem nefndarstörf munu að einhverju leiti fara fram í Háskólasetri Vestfjarða. Kristján L Möller, samgönguráðherra og Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga munu ávarpa þingið eftir hádegið á föstudag. Meðal fyrirlesara á þinginu eru Claire M. O‘Neill PhD og Dr Lorraine Gray en þær munu fjalla um gerð strandsvæðaskipulags og hvernig móta má nýja framtíðarsýn fyrir landsvæði. Þá mun Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi og formaður stýrihóps verkefnis um sóknaráætlun fyrir alla landshluta til eflingar atvinnulífs og lífsgæða til framtíðar fjalla um gerð sóknaráætlunar ríkisstjórnarinnar á laugardagsmorgun. Þá munu Aðalsteinn Óskarsson framkvæmdastjóri Fjórðungssambandsins og Þorgeir Pálsson framkvæmdastjóri atvest fjalla um sóknaráætlun landshluta, Jón Páll Hreinsson forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða um sókn í ferðaþjónustu og Jón Jónsson Menningarfulltrúi Vestfjarða um sókn í menningarmálum.
Þá verður að venju hefðbundin dagskrá, afgreiðsla þingmála og fleira.
Dagskrána má nálgast í heild á vef Fjórðungssambands Vestfirðinga, www.fjordungssamband.is