Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 9. september 2009 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 31 ágúst til 7 sept.2009.

Mynd Lögregluvefurinn.
Mynd Lögregluvefurinn.

Í s.l. viku urðu  4 umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar  á Vestfjörðum. Mánudaginn 31 ágúst valt bíll á Hnífsdalsvegi, þar var ekki slys á fólki.  Þá var ekið á kyrrstæðan bíl á bifreiðastæði við Bónus, tjónvaldur lét sig hverfa af vettvangi.  2.sept og 6.sept urðu bílveltur í Arnarfirði nálægt Mjólkárvirkjun, ekki slys á fólki, en talsvert eignartjón. Þar voru erlendir ferðamenn á ferð.

Þá var talsvert um hraðakstur í umdæminu og voru fimm teknir fyrir of hraðann akstur í nágreni Ísafjarðar og sá sem hraðast ók, ók á 145 km/klst þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.

Í vikunni hefur lögregla sinnt eftirliti við grunnskóla og leikskóla umdæmisins og fylgst með notkun öryggisbúnaðar, farþega og ökumann.  Þá er enn nokkuð um að sé ekið á búfé og nokkrar tilkynningar hafa komið til lögreglu vegna þess.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Höfnin í Norðurfirði 16-03-2005.
  • Húsið fellt.
  • Baðkar komið á sinn stað.01-05-2009.
  • Mikið til búið að klæða þak.12-11-08.
  • Gamla bryggjan á Norðurfirði og ís.
  • Hrafn og Úlfar glaðbeittir á svip.08-11-08.
Vefumsjón