Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 7. september 2009 Prenta

Heimasmalanir byrjaðar.

Fé rekið inn á Finnbogastöðum.
Fé rekið inn á Finnbogastöðum.
1 af 2
Nú um helgina byrjuðu bændur að smala heimalönd og hafa fengið sæmilegt veður til þess nema þokuský oft niðri miðjar hlíðar.

Nú styttist í fyrstu leitir sem byrja um næstu helgi,leitað verður norðursvæðið 11 og 12 september og réttað í Melarétt síðari daginn.

 

Dagana 17 og 18 verður smalað eyðijarðirnar Kolbeinsvík-Byrgisvík og allt frá Kaldbak til Veiðileysu og á þeim slóðum.

Og seinni daginn smalað kringum Kamb og það fé rekið í Kjósarrétt.

Þarna eru ekki skylduleitir og óskast því sjálfboðaliðar þessa daga.

Laugardaginn 19 september verður leitað annað leitarsvæði það er Reykjarfjarðarsvæðið og réttað í Kjósarrétt.

Vefurinn vill minna á fjallskilaseðilinn sem birtist hér á vefnum fyrir nokkru,enn hann má sjá hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Hilmar Hjartarson frá Steinstúni þenur harmonikuna.
  • Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason.
  • Veggir feldir 19-06-2008.
Vefumsjón