Mikið af ferðafólki í sumar.
Að sögn Evu Sigurbjörnsdóttur hótelstýru á Hótel Djúpavík hefur yfirleitt verið yfirbókað og meira að gera heldur enn í fyrra þó það ár hafi verið metár.
Sömu sögu er að segja um gistiaðstöðuna í Finnbogastaðaskóla bæði inni og á tjaldstæðinu.
Á gistiheimilunum í Norðurfirði hefur allt verið fullt í sumar.
Góð aðsókn hefur verið á Kaffi Norðurfirði í allt sumar.
Reimar Vilmundarson segir að það stefni í enn eitt metárið með ferðafólk á Hornstrandir á Sædísinni.
Að sögn Guðrúnar Á Lárusdóttur skálavarðar Ferðafélags Íslands í Norðurfirði (Valgeirsstöðum) ásamt Áslaugu Guðmundsdóttur;hefur allt verið vitlaust að gera bæði á tjaldstæðinu og í gistingu í aðalhúsinu,mikið um stærri og minni hópa sem og einstakar fjölskyldur sem eru á eigin vegum.Og stundum væri hægt að tvíbóka í gistiaðstöðu og á tjaldstæðið;