Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 25. júlí 2009
Prenta
Bókarafhending í Norðurfirði.
Á myndinni má sjá hina formlegu bókarafhendingu þann 23. júlí síðastliðinn í Norðurfirði á Ströndum. Gunnsteinn Gíslason, oddvita Árneshrepps til langs tíma og eiganda sláturhússins í Norðurfirði veitir skáldsögu Bergsveins Birgissonar Handbók um hugarfar kúa viðtöku fyrir framan innganginn að sláturhúsinu þar sem Bergsveinn lauk bókinni á Jónsmessu á sumri 2008. Bergsveinn segir að aldrei hafi annað komið til greina en ljúka bókinni um kýrnar í sláturhúsi. Sláturhúsið í Norðurfirði varð fyrir valinu er honum bárust fregnir af því að þar væri vinnuaðstaða fyrir rithöfunda. Hann nefnir einnig að sagan er að hluta til sögð af kú einni sem er leyst af hólmi af öðrum sögumanni eftir að henni er ekið í sláturhús. Gunnsteinn vinnur nú að því að innrétta herbergi og vinnuaðstöðu í sláturhúsinu og segist aðspurður vel geta hugsað sér að taka við fleiri rithöfundum og fræðimönnum í framtíðinni